Frón - 01.01.1944, Side 8

Frón - 01.01.1944, Side 8
2 Jón Helgason þeir á íslenzku viS móSur sína en á dönsku viS föSur sinn. En eftir aS skólaganga hófst, varS danskan yfirsterkari, sem von- legt var. FæSingardagur Jóns Krabbe er 5. jan. 1874. Einmitt þenna sama dag undirritaSi Kristján konungur 9. stjómarskrá Islands, þá er veitti alþingi löggjafarvald og fjárforræSi. En er sveinninn var skírSur voru guSfeSur þeir afi hans Jón GuSmundsson ritstjóri og Jón forseti SigurSsson. Jón Krabbe hefur látiS svo um mælt aS val guSfeSranna hafi ekki veriS áhrifalaust um æviferil sinn. Þeir tveir forvígismenn íslenzkrar sjálfstæSis- baráttu sem þarna mættust höfSu þá starfaS saman frá því er alþingi var endurreist og löngum lagzt á eitt, þótt stundum hefSi brytt á skoSanamun síSustu árin. Nú var fyrsta áfanganum náS, og báSir áttu skammt eftir ólifaS. En þess má vænta aS báSum hefSi þótt spásögn, hefSi einhver getaS sagt þeim fyrir, hver tíSindi í sögu íslands myndu í vændum á dögum hins unga nafna þeirra og hvernig bann myndi viS þau riSinn. Jón Krabbe gekk undir tvöfalt háskólapróf, fyrst í lögum, síSan í hagfræSi, en eftir þaS (1898) tókst hann á hendur yfir- lætislaust starf í stjórnardeild íslands; hún var þá í Kaupmanna- höfn og lá undir dómsmálaráSherra Dana, sem jafnframt var íslandsráSherra. Enginn vafi er á aS Jóni Krabbe hefSu þá staSiS opnar leiSir til meiri tignar og betri afkomu, sökum hæfileika sinna og menntunar, ef hann hefSi boriS þaS eitt fyrir brjósti. Auk skrifstofuvinnunnar fékkst hann viS málflutningsstörf og veitti stúdentum tilsögn til embættisprófs, og aflaSi hvorttveggja honum verSmætrar þekkingar og reynslu. Eftir aS fenginn var íslenzkur ráSherra er sæti í Reykjavík var stjórnarráSiS flutt þangaS 1904, en lítilli íslenzkri skrifstofu haldiS eftir í Kaup- mannahöfn; forstöSumaSur hennar var Ólafur Halldórsson, en Krabbe aSstoSarmaSur, þangaS til 1909, er heilsubrestur Ólafs Halldórssonar ágerSist svo, aS hann varS aS hætta öllum störfum; þá tók Krabbe aS sér stjórn skrifstofunnar. ÁriS 1918, þegar sambandslögin gengu í gildi, breyttist enn aSstaSa hans, er hann var ráSinn trúnaSarmaSur um íslenzk mál í utanríkisráSuneyti Dana, og 1920, þegar stofnaS var íslenzkt sendiráS í Kaupmanna- höfn, gerSist hann einnig samstarfsmaSur Sveins Björnssonar þar. Árin 1924—26, meSan Sveinn Björnsson var kallaSur heim, var Krabbe íslenzkur sendifulltrúi (chargé d’affaires) og aftur síSan 1940. PaS ár lét hann af trúnaSarmannsstarfinu í utanríkis-

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.