Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 17
Aldarfjórðungs sjálfstæði
11
upphafi margvíslegir erfiöleikar á að finna sameiginlegan grund-
völl undir borgaralegan flokk.
Flokkaskipting og stjórnmálabarátta næstu ára mótast greini-
lega af byltingu þeirri á sviöi atvinnuveganna sem áÖan var
drepið á. Á fyrstu þingunum eftir 1918 veröur þessa þó enn
ekki vart að neinum mun. Stjórnmálastörfin snerust þá einkum
um þær ráðstafanir sem nauðsynlegar voru til aö koma fótum
undir fullveldiö út á viö sem inn á við, og um baráttuna við þá
fjárhagserfiÖleika sem kreppuárin eftir stríðið höföu í för meö
sér. Stjórnarskránni þurfti aö breyta í samræmi viö sambands-
lögin, og var því komið í framkvæmd á þingunum 1919 og 1920.
Hæstiréttur var settur á stofn 1920, og sama ár eignaðist ísland
fyrsta fulltrúa sinn erlcndis, sendiherrann í Kaupmannahöfn.
ViS stjórnarskrárbreytinguna var ekki tekiö annaö tillit til
búsetubreytinga þjóöarinnar en aö þingmönnum Reykjavíkur var
fjölgaö úr tveimur í fjóra, sem kosnir skyldu hlutbundnum
kosningum. Aö tiltölu við kjósendafjölda var þetta vitanlega
allt of lítiö (í Reykjavík bjó þá nálega Vs landsmanna); en fyrst
um sinn höföu engir stærri flokkanna áhuga á neinni breytingu
á úreltu kosningafyrirkomulagi. Hagsmunaandstæöur sveita og
bæja voru enn ekki farnar aö koma fram í flokkaskiptingunni,
nema aö því leyti að Framsóknarflokkurinn átti allan styrk sinn
i sveitum, en einmitt þess vegna varði hann gömlu kjördæma-
skipunina í lengstu lög, því aö enginn annar flokkur haföi
hennar jafnmikil not. AlþýÖuflokkurinn átti hins vegar allt fylgi
sitt í kaupstööum, en eignaöist í fyrsta sinn fulltrúa á þingi 1920.
I’að var því ekki fyrr en Alþýðuflokknum var vaxinn fiskur um
hrygg og myndaður var hægriflokkur scm átti meginstyrk sinn
í kaupstöðum, aö nokkur skriöur komst á kjördæmamálið. Eftir
að Framsóknarmenn höföu komizt til valda 1927 var þaö oröin
lífsnauösyn Sjálfstæðismönnum aö fá kjördæmaskipuninni breytt,
til þess aÖ stemma stigu fyrir einræði Framsóknarmanna. MeÖ
tilstyrk Alþýðuflokksins var kosningalöggjöfinni breytt 1934, en
þó í fyrstu ekki nema til hálfs. Lokasporið var ekki stigið fyrr
en 1942. Þá en ekki fyrr var nokkurn veginn náö samræmi milli
kjósendafjölda og þingmannatölu flokkanna.
MeÖ þessum breytingum á kosningalögunum tókst flokki
borgarastéttarinnar, Sjálfstæöisflokknum, aö vísu að halda þing-
mannatölu sinni aÖ mestu óbreyttri, en áhrif flokksins í þinginu
minnkuöu þó hlutfallslega, bæði vegna þess aö þingmönnum var