Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 21

Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 21
Aldarfjórðungs sjálfstæði 15 ViÖ kosningarnar 1927 má segja að flokkaskiptingin væri í fyrsta sinn komin í fastar skorÖur. Einu leifar gömlu flokkanna var Sjálfstæöisflokksbrotið, sem nú kallaði sig Frjálslynda flokkinn, en fékk ekki nema einn þingmann. Framsóknarmenn og Alþýöuflokkurinn höföu haft meö sér kosningabandalag, þannig aÖ Framsóknarmenn buöu ekki fram í kaupstöðum og Alþýöuflokksmenn ekki í sveitum, og samtals fengu þessir tveir flokkar greinilegan meirihluta þingmanna (24). Eins og sést af yfirlitinu hér aö framan, gefur fjöldi þingmanna mjög skakka hugmynd um hlutföll kjósendafjöldans. Eftir atkvæðatölu sinni heföi Framsóknarflokkurinn ekki átt aö hafa nema 12—13 þing- menn í staö 19, en hins vegar heföi Alþýðuflokkurinn átt að hafa 8 þingmenn í staÖ 5. Meö stuöningi Alþýðuflokksins var nú mynduö hrcin Fram- sóknarstjórn. Tryggvi Þórhallsson varö forsætisráöherra og meö honum skipuðu stjórn Jónas Jónsson og Magnús Kristjánsson. Hinn síöastnefndi dó 1928 og kom þá Einar Árnason í staö hans. Framsóknarstjórnin varö strax stórtækari til framkvæmda en fyrirrennarar hennar, enda voru fyrstu stjórnarár Fram- sóknarmanna mikil uppgangsár. Fjárframlög ríkisins uxu jafnt og þétt á þessum árum. í þágu landbúnaðarins var stofnaður Byggingar- og landnámssjóður (1928) og Búnaðarbankinn (1930); aukið fé var lagt til samgöngubóta og skólamála o. s. frv. Hins vegar var tollalöggjöf íhaldsmanna framlengd og engin veruleg nýskipun gerð á skattamálum. Varð þaö meðal annars til að spilla samvinnunni viö Alþýðuflokkinn, með því að honum þótti réttur sinn fyrir borð borinn og of lítið tillit tekið til stefnumála sinna. Sambúð flokkanna var þó sæmileg þangað til 1930, þegar fyrst fór að brydda á kreppunni. Andstæður Alþýöuflokksins viö hina flokkana fóru í vöxt vegna kreppunnar, og við það bættist kjördæmamálið, sem nú var tekið upp að nýju. Frjálslyndi flokkurinn hafði sameinazt íhaldsflokknum 1929, og þessi flokkur haföi um leiö tekið upp nafnið Sjálfstæðisflokkur. Flokkurinn gerði um leið fullkomið afnám sambandslaganna að stefnuskráratriði, sem virtist frekar óþarft, þar sem allir flokkar höföu árið áður lýst yfir einróma vilja sínum að sambandinu skyldi slitið þegar er hægt væri samkvæmt sambandslögunum. Enda reyndist þetta stefnuskráratriði þýðingarlaust næstu árin. öðru máli var að gegna um kjördæmamálið. Um það tókst samvinna milli Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksins, sem snerist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.