Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 24

Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 24
18 Jakob Benediktsson höfðu sameinazt um lögfestingu gerðardóms í vinnudeilu sjómanna. Haraldur Guðmundsson sagði af sér, en Framsóknar- menn settu í hans stað Skúla Guðmundsson. Stjórnin sat síðan áfram sem minni hluta stjórn, þangað til »þjóðstjórn« var mynduð vorið 1939 með 5 ráðherrum úr þremur stærstu flokk- unum undir forustu Hermanns Jónassonar. Kommúnistar leituðu lengi vel samvinnu við Alþýðuflokkinn, en hægri armur hans vildi fyrir engan mun verða við þeim tilmælum, enda var þá útséð um stjórnarsamvinnu ef vinstri samfylking kæmist á. Þessar samfylkingartilraunir og óánægja margra Alþýðuflokksmanna yfir athöfnum flokksforingjanna urðu að lokum til þess að flokkurinn klofnaði (1938), og nokkur hluti hans gekk í lið með kommúnistum. Kommúnistaflokkurinn gekk nú úr Alþjóðasambandi kommúnista og stofnaði með liðsaukanum nýjan flokk, sem fékk nafnið Sósíalistaflokkur. Flokknum óx mjög fiskur um hrygg við þessar aðgerðir, eins og kom i ljós við fyrri kosningarnar 1942, en þá hafði hann tvö- faldað atkvæðatölu sína og fékk jafnmarga þingmenn og Al- þýðuflokkurinn, og við siðari kosningarnar sama ár fór hann fram úr Alþýðuflokknum bæði að atkvæðamagni og þingsætum. Hér er ekki ástæða til að fjölyrða um stjórnmálaviðburði síðustu ára. Þeir eru mönnum í fersku minni, og auk þess hefur nokkur grein verið gerð fyrir þeim áður í Fróni. Þess skal að- eins getið að kosningaúrslitin haustið 1942 urðu þau, að Sjálf- stæðisflokkurinn er nú eini júngflokkurinn sem myndað getur stjórn með aðeins einum flokki öðrum. Að öðrum kosti verða hinir þrír flokkarnir að standa saman. Hvorug þessara aðferða hefur tekizt hingað til, svo að landið hefur nú í heilt ár haft ráðuneyti án flokksstuðnings, og er ekki hægt að segja að slik neyðarúrræði séu Alþingi til sóma. Eina afsökunin er dýrtíðin og nauðsyn þess að gera skjótar og virkar ráðstafanir til að stöðva verðbólguna. Afkoman. Fjárhagur ríkisins var allt annað en glæsilegur á fyrstu árunum eftir 1918. Ríkisskuldir voru í kringum 1918 komnar upp í 20 milj. kr. Að vísu var verulegur hluti þessa fjár bund- inn í landsverzluninni, sem komiö var á fót á síðustu stríðs- árunum til þess að sjá landinu fyrir nægilegum vörubirgðum. Eegar landsverzlunin var lögð niður losnaði því töluvert fé, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.