Frón - 01.01.1944, Síða 28

Frón - 01.01.1944, Síða 28
22 Jakob Benediktsson flutningi, og á árunum 1931—35 aS meSaltali aSeins 9,2 %. VerS- lagiS hækkaSi aS vísu smátt og smátt eftir 1932, en skuldir bænda voru orSnar svo gífurlegar, aS sýnilegt þótti aS ekki mætti viS svo búiS standa. MeS lögunum um kreppulánasjóS var bætt úr verstu neySinni, og síSar voru sett lagafyrirmæli um sölu kjöts og mjólkur innanlands, sem miSuSu aS því aS jafna verSiS og koma betra skipulagi á innlenda markaSinn. Fjárpestin sem geisaS hefur síSustu árin bætti viS þungum búsifjum, og hefur kostaS bæSi ríkiS og einstaklinga of fjár. Loks hefur verSbólga stríSsáranna skapaS ný vandamál og nýja kreppu í landbúnaSinum. Þó aS afkoma landbúnaSarins færi frekar batnandi eftir 1935, er þó sýnilegt, aS einmitt á sviSi þessa atvinnuvegar bíSa framtíSarinnar mikil vandamál, sem verSur aS leysa, ef þessi gamla meginstoS íslenzks þjóSlífs á ekki aS líSa undir lok. Af því sem nú hcfur veriS sagt, er ljóst aS ríkisbúskapurinn átti viS mikla örSugleika aS etja á árunum eftir 1930. Árin 1931 —35 var halli ríkisreikninganna samtals um 6 milj. kr. Dtflutn- ingur var á sömu árum aS meSaltali 47 milj. kr. eSa 19 milj. kr. minni cn meSaltal næstu 5 ára á undan. VerzlunarjöfnuSur var þó hagstæSur um samtals 10,1 milj. kr., en sá árangur náSist eingöngu meS harSvítugum innflutnings- og gjaldeyrishömlum. Pessi afgangur hrökk þó hvergi nærri fyrir þcim greiSslum sem ekki koma fram í verzlunarskýrslum, »ósýnilegu« greiSslunum, þ. e. a. s. vöxtum og afborgunum lána, ferSakostnaSi Islendinga erlendis o. s. frv. AfleiSingin varS sú, aS gjaldeyrisskuldir söfnuSust fyrir í öSrum löndum, og gengi krónunnar varS aSeins haldiS uppi meS þvi aS ríkiS tók aS sér alla verzlun meS erlendan gjaldeyri og skammtaSi atvinnuvegunum og öSrum úr hnefa. AS tiltölu viS gullverS féll gengi krónunnar á þessum árum jafn- mikiS og sterlingspund, því aS sterlingsgenginu 22,15 var haldiS óbreyttu. Á árunum 1936—39 var ástandiS nokkru betra. Verzlunarjöfn- uSurinn var hagstæSur um samtals 30,9 milj. kr., og útflutningur aS meSaltali 58,6 milj. kr. á ári (tölurnar frá síSustu árunum eru þó aSeins bráSabirgSatölur). Pó tókst ekki aS losna úr gjald- eyrisvandræSunum, og loks var krónan lækkuS í apríl 1939, svo aS sterlingsgengiS varS 27 ísl. kr. ViS krónulækkunina hækkuSu íslenzkar rikisskuldir erlendis á pappirnum upp í 53,1 milj. kr. viS árslok 1939.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.