Frón - 01.01.1944, Side 44

Frón - 01.01.1944, Side 44
38 Ólafur Gunnarsson í öðru lagi eru kröfur nútímans svo strangar, að allur almenning- ur er þess ekki umkominn aS veita börnum nægilega fræSslu, þó aS tími ynnist til. Hvenær sem rætt er um skólamál íslendinga, verSur maSur aS viSurkenna, aS margt er enn ófullkomiS. Pótt fyrirkomulag þaS, sem hér hefur veriS minnzt á, útrými farkennslunni í náinni framtíS, eru ótal viSfangsefni, sem bíSa úrlausnar. Mest aS- kallandi eru hæli eSa heimili fyrir vangæf börn og fávita. I3aS liggur í hlutarins eSli aS vangæfu börnin eru hættulegust, bæSi sjálfum sér og öSrum, í fjölmenni. Bæjaskólarnir truflast því mest viS návist þeirra. Erlendar menningarþjóSir hafa milli 10 og 20 mismunandi stofnanir fyrir vangæf börn, þannig aS börnunum er skipt eftir eSli og styrkleika lyndisgallanna. Eftir því sem ég veit bezt eigum viS Islendingar enga slika stofnun. Enn brýnni er þörfin á heimilum eSa skólum fyrir þau veslings börn, sem eru svo ólánsöm aS fæSast meS mun minni greind en allur almenningur. Þessi börn eiga aldrei uppreisnar von í hópi meSalgreindra barna, oft eru þau höfS aS skotspæni ertinna jafnaldra. MeSal menningarþjóSa er sérmenntuSum kennurum og uppeldisfræSingum falin umsjón meS slíkum börn- um. Heima á Islandi eiga þau engan griSastaS, og fæstir skilja aS vanmáttur þeirra er áskapaSur en ekki ávöxtur leti og ómennsku. Á hagnýtu og mannúSarríku uppeldi veltur oft lífshamingja einstaklinga og þjóSa. Eigi er því aS undra þótt margt sé um þessi mál ritaS og rætt. í þessari stuttu grein er máliS engan veginn brotiS til mergjar; ég hef aSeins bent á nokkur atriSi, sem mér þykir máli skipta. Uppalandinn verSur í öllu sínu starfi aS taka tillit til sérein- kenna barna og unglinga. Ekkert er því hættulegra en einhæfur skóli. Vitanlega verSur aS krefjast einhverrar ákveSinnar þekkingar. Ymsar hegSunarreglur má aldrei brjóta. AS öSru leyti verSur skólinn aS gefa hverjum starfsmanna sinna óbundn- ar hendur; því aSeins er von um, aS starf þeirra blessist. Skólinn er til orSinn vegna þjóSfélagsins, en ekki þjóSfélagiS vegna skólans. Pess vegna verSur skólinn aS vaxa og þróast meS þjóSarheildinni.

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.