Frón - 01.01.1944, Qupperneq 51

Frón - 01.01.1944, Qupperneq 51
Rannsóknir á náttúru íslands 45 Með auknu sjálfstæði færðist sú skylda yfir á Islendinga sjálfa að sjá um framhald náttúrurannsókna á íslandi. Pað fórst að miklu leyti fyrir vegna fjárskorts og skilningsleysis vald- hafanna, en vísindamennirnir unnu fyrir hrauði sínu á annan hátt. Nú er komin ný kynslóð náttúrufræðinga eftir þá, sem þegar hafa verið nefndir, og þeir virðast heldur ekki vera neinir ættlerar. Nú veltur á því, hvort þeir eiga að þræða sömu götur og fyrirrennarar þeirra, eða hvort bætf verður fyrir syndir for- feðranna í þeim kjörum, sem þeim verða búin af hálfu ríkis og þjóðar. En áður en ég fer nánar út í þá sálma, ætla ég að minnast á afskipti Dana af þessum málum síðari árin. Síðan 1912 hafa þeir gefið út syrpu af ritgerðum grasafræði- legs efnis, sem heitir »Botany of Iceland«. Carlsbergsjóður hefur kostað útgáfuna og ritstjórarnir eru danskir. Fyrsta ritgerðin var eftir dr. Helga Jónsson, en síðan hafa eingöngu Danir skrifað í það og gert tilheyrandi rannsóknir. Reyndar hefur Steindór Steindórsson grasafræðingur samið ritgerð fyrir löngu, sem stóð til að birtist þar, en ekkert hefur orðið úr því ennþá, að mestu leyti fyrir handvömm ritstjóranna. I’etta rit er í stíl við »Botany of the Faeroes«, sem var komið út áður, og »Meddelel- ser om Grönland«, sem stöðugt birtir flestar ritgerðir danskra vísindamanna frá Grænlandi. Svipað safn af ritgerðum um dýrafræði íslands, »Zoology of Iceland«, var byrjað að gefa út 1937 með styrk úr Carlsberg- sjóði, Rask-örstedsjóði og Sáttmálasjóði. Ritnefndin er skipuð 6 mönnum, íslendingum og Dönum að jöfnu. Hafa þegar birzt þar nærri 40 ritgerðir um ýmsa dýraflokka, flestar stuttar, en sumar þó alldigrar. Af þeim eru 32 eftir danska höfunda, ein eftir dr. Bjarna Sæmundsson, en hinar hafa Svíar og Þjóðverjar skrifað. Óneitanlega virðast íslendingar skipa þarna lágan sess, en styrj- öldin mun eiga sinn þátt i því. Pað er kunnugt, að allir dýra- fræðingarnir heima hafa haft ritgerðir í smíðum, sem eiga að birtast í þessu riti. Bæði þessi ritsöfn eru birt á heimsmálum og verða til um allan heirn, þar sem náttúrufræði er stunduð. 1 jarðfræði var fyrir nokkurum árum byrjað á stórfelldum rannsóknum fyrir danskt og íslenzkt fé. Dr. Lauge Koch var for- stjóri þeirra, og með honum erlendir og íslenzkir vísindamenn. Af ýmsum ástæðum fór þetta fyrirtæki samt fljótlega allt út um þúfur. Margir munu kannast við dr. Niels Nielsen, sem nú er prófessor í landafræði við Hafnarháskóla. Hann hefur farið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.