Frón - 01.01.1944, Side 61

Frón - 01.01.1944, Side 61
Orðabelgur Bréf Bjarna Thorarensens. Þrettánda bindi af Safni FræSafélagsins er nú komið út og hefur að geyma fyrri hluta hréfa Bjarna Thorarensens, í útgáfu Jóns prófessors Helgasonar. Bréfunum er raðað eftir mót- takendum, og eru í þessu bindi bréf til Gríms amtmanns Jóns- sonar og Finns prófessors Magnússonar. Bréfunum fylgja athugasemdir sem eru til fyrirmyndar, stuttar og gagnorðar en þó ýtarlegar. í þessum bréfum sínum kemur Bjarni til dyra í hversdags- klæðum; þau eru hvorki vönduð að máli né stíl, enda hefur hinn umsvifamikli dómari og amtmaður þótzt hafa öðru þarfara að sinna en að snurfusa bréf sín til vina og kunningja. Auk þess kvartar Bjarni um að óbundið mál leiki sér ekki vel í penna, »mér er ecki sú Lyst lént ad skrifa fallega«, ritar hann Finni Magnússyni, og kann það satt að vera. En gildi þessara bréfa liggur í því að þau sýna afstöðu Bjarna til daglegra viðburða og vandamála og hug hans til þeirra manna sem hann hafði saman við að sælda, auk þess sem þau geyma margvíslegan fróðleik um samtið sína og sögu íslands á fyrri hluta 19. aldar. Verður fæst af þessu tínt til hér. Bjarni settist að í Reykjavík 1811 eftir Hafnarvist sína. Ári Orðsending (niðurlag). í einu svipt málinu! Pað er aðeins sá hængurinn á líkingum þessum og möguleikum, sem þér hafið sótt langt yfir skammt til samanburðar, að þær (eða þeir) eiga sér engan stað í veruleika. Lví að hvað sem dúfutilrauninni líður, þá er mállífið jafn óhugs- anlegt án málhefðar eins og blað án tveggja blaðsíðna. Þér gætuð sjálfsagt líka í einhverri djúphugsaðri líkingu hugsað yður nútíðina án sögu. Ég get það ekki. Eins og þér sjáið af orðsendingu minni, þá hef ég ekki gert neinar athugasemdir við hinn jákvæða hluta greinar yðar um íslenzkuna. Hann kannast ég við að mestu leyti úr skóla. En gat ekki stillt mig um að grípa til pennans, af því að mér er mjög annt um skýra hugsun og ráðvandan málaflutning.

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.