Frón - 01.01.1944, Qupperneq 65
Orðabelgur
59
menntaskólakennara (Den ældre Edda og Eddica minora, I, 1943).
ÞýSing þessi er aS því leyti nýstárleg, aS hér er frumtextinn
Jiræddur miklu nákvæmar en áSur hefur tíSkazt, ekki aSeins í
orSavali, heldur og í kveSandi og stuSlasetningu. PýSandinn
hefur gert sér ljóst aS hrynjandi EddukvæSanna og stuSlasetning
eru svo merkileg stíleinkenni, aS sú þýSing sem sleppir þeim
eSa ruglar, hefur misst marks aS verulegu leyti. Enda geri ég
ráS fyrir aS flestum Islendingum þyki þær EdduþýSingar alltaf
heldur bragSdaufar, þar sem kveSandi er á reiki og stuSlun
annaShvort engin eSa röng.
Hinu er ekki aS leyna, aS meS þessari aSferS hefur þýSandinn
skoriS sér harla þröngan stakk, ekki sízt þegar þess er gætt aS
hvorki honum né væntanlegum lesendum hans er stuSlasetning
í blóS borin eins og okkur íslendingum. Ég þykist vita aS sumt
muni þykja nokkuS stirt kveSiS í samanburSi viS danskan
nútímaskáldskap, en þaS er álitamál hvort þaS er verulegur galli,
ef efni og stíl eru gerS betri skil en annars væri.
önnur nýjung þessarar þýSingar er sú, aS hér eru tekin meS
ýms forn kvæSi sem eru ekki geymd í handritum EddukvæSa,
en eru þó í ætt viS þau aS anda og yrkisefni (hin svonefndu
Eddica minora). Fæst þeirra hafa áSur veriS þýdd á dönsku.
Enn fremur hefur þýSandinn samiS rækilegan og greinargóSan
inngang aS bókinni, þar sem skýrt er frá efni EddukvæSanna
og lielztu vandamálum sem tengd eru viS skýringu þeirra. AS
lokum eru skýringar viS einstök atriSi kvæSanna og bókaskrá
um helztu rit sem EddukvæSin varSa.
1’ýSingin verSur í tveim bindum, og eru í fyrra bindinu, sem
út er komiS, goSakvæSi, ásamt nokkrum kvæSum utan Eddu
(m. a. Völsaþætti, Buslubæn og HeiSreks gátum). f síSara bindinu
eiga aS koma hetjukvæSin.
öll þýSingin ber vott um mikla nákvæmni og vandvirkni.
VíSa hefur tekizt aS þræSa frumtextann næstum orSi til orSs,
og öllum sérkennum í bragarhætti og hrynjandi er vandlega
haldiS; jafnvel rangstuSlanir frumtextans koma fram í þýS-
ingunni. fslendingar hafa ástæSu til aS vera þýSandanum þakk-
látir fyrir þaS erfiSi sem hann hefur lagt á sig til þess aS kynna
löndum sínum EddukvæSin betur en áSur hefur veriS gert.
J. B.