Fréttablaðið - 13.08.2016, Page 8

Fréttablaðið - 13.08.2016, Page 8
Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð eru á www.nmi.is Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið: hildur@nmi.is Verkefni sem eru nýjung og skapa ný störf Nýsköpun og/eða samstarfsverkefni sem byggir á hönnun Nýsköpun sem á sér stað í klasasamstarr Verkefni sem eru að stíga fyrstu skref á alþjóðamarkaði Sérstök áhersla er lögð á Umsóknarfrestur til kl. 12:00 á hádegi þann 8. september Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari ármögnun sjóða og árfesta Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja Markmið verkefnisins: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Á markað með snjallt nýsköpunarverkefni? Átak til atvinnusköpunar StjórnSýSla Uppboðsfyrirkomulag á úthlutun tollkvóta fyrir búvörur gengur gegn hagsmunum neytenda, brýtur gegn jafnræði innflytjenda og eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaði. Þetta er meðal niður- staðna í nýrri skýrslu sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og Örn Ágústsson hagfræðingur hafa unnið að beiðni Félags atvinnurek- enda (FA). „Aðrar aðferðir til að úthluta toll- kvótanum væru meira í anda Marra- kesh-samkomulagsins sem Alþjóða- viðskiptastofnunin WTO starfar samkvæmt,“ segir í umfjöllun um skýrsluna á vef FA, en efni hennar var kynnt alþingismönnum á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Í skýrslunni kemur fram að lang- algengast sé að aðildarlönd WTO úthluti leyfum til innflutnings land- búnaðarvarnings innan tollkvóta endurgjaldslaust. Íslensk stjórn- völd og norsk skeri sig hins vegar frá meginreglunni með því að notast við uppboðsaðferð til að úthluta toll- kvóta á landbúnaðarvörum. „Framkvæmd uppboðanna stenst líklega ekki jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar því að ólíkir innflytjendur sömu vöru standa frammi fyrir ólíku kvótaverði. Sú aðferðafræði sem stuðst er við við úthlutun tollkvóta eykur mjög á óvissu og ógegnsæi á markaðnum og getur dregið úr líkum á að mögulegir innflutningsaðilar leggi fram tilboð,“ segir í skýrslunni. Fram kemur á vef FA að á fundi utanríkismálanefndar hafi verið fjallað um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins sem undirrit- aður var í fyrrahaust, en hann bíði staðfestingar þingsins. „Í umsögn Félags atvinnurekenda um samninginn er bent á að uppboð á tollkvótum fyrir búvörur geri að verkum að útboðsgjaldið, sem inn- flutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir kvótana, éti upp ávinning neyt- enda af tollfrelsinu að verulegu eða jafnvel öllu leyti. Jafnframt þýði það að samkeppni við innlendan land- búnað sé minni en að var stefnt,“ segir þar og bent á að hæpið sé að útboðsfyrirkomulagið standist ákvæði í samningi Íslands og ESB, þar sem segi að samningsaðilar skuli „tryggja að ávinningnum, sem þeir veita hvor öðrum, verði ekki stefnt í hættu með öðrum takmarkandi inn- flutningsráðstöfunum“. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að það séu gagnkvæmir hagsmunir innflytj- enda búvöru, neytenda og ríkisins að fundið verði fyrirkomulag sem tryggi sanngjarna og hagkvæma úthlutun tollkvótanna. Samtökin hafi beðið um skýrsluna sem innlegg í umræður um hvernig finna mætti slíka lausn. „Við höfum einnig sent atvinnuveganefnd Alþingis skýrsl- una og hvetjum þingið til að beita sér fyrir breytingum á ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta,“ segir Ólafur. olikr@frettabladid.is Stenst ekki jafnræðisreglu Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda er fyrirkomulag stjórnvalda við úthlutun tollkvóta fyrir búvörur harðlega gagnrýnd. Aðferðin gangi gegn hagsmunum neytenda og brjóti á innflytjendum. Í kjúklingasláturhúsi í Emsland í Þýskalandi. Í nýrri skýrslu kemur fram að Ísland og Noregur skera sig úr öðrum Evrópuþjóðum með að nota uppboð til að úthluta tollkvótum, sem annars staðar eru endurgjaldslausir. Fréttablaðið/ÓKÁ [Við] hvetjum þingið til að beita sér fyrir breytingum á ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnu­ rekenda ViðSkipti  Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán pró- sent í júlí, í kjölfar þess að hafa dreg- ist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxt- ur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talin mæli- kvarði á efnahagslífið í  Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sér- fræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Banda- ríkjunum en 31.627 í Kína. Niður- sveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun. – sg Aðsókn í kvikmyndahús í Kína dregst saman Stjórnmál Stjórn Viðreisnar aug- lýsir eftir frambjóðendum á fram- boðslista flokksins fyrir kosn- ingarnar sem halda á 29. október næstkomandi. Stilla á upp lista í öllum kjördæmum landsins. Tekið er fram að leitað sé að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum. „Áhersla er lögð á að á framboðs- listum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu,“ segir í tilkynningu og tekið fram að konum og körlum verði skipað jafnt til sætis á framboðslistum flokksins. „Allt frjálslynt fólk sem er sam- mála meginmarkmiðum flokksins og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra er velkomið í hópinn. Stefna og áherslur Viðreisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjöl- mennum málefnahópum undan- farin tvö ár,“ segir þar jafnframt. – óká Viðreisn býður fram í öllum kjör dæm um Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Fréttablaðið/GEtty Bretland Karlmaður á þrítugsaldri var í vikunni handtekinn fyrir að reyna að klifra yfir öryggisgirðingu við Buckingham-höll í London. Karlmaðurinn, sem var drukkinn, komst þó ekki inn fyrir girðinguna og ekki er talið að hætta hafi stafað af honum. Scotland Yard tók sér- staklega fram að maðurinn tengdist ekki hryðjuverkasamtökum. Í maí síðastliðnum klifraði Denn- is Hennessy, dæmdur morðingi, yfir girðingu við höllina og  gekk um hallargarðinn í um tíu mínútur og spurði öryggisvörð hvort drottning- in væri heima. Var hann handtekinn fyrir athæfið og dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. – þea Handtekinn við klifur á girðingu 1 3 . á g ú S t 2 0 1 6 l a U g a r d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -B 7 F 8 1 A 4 0 -B 6 B C 1 A 4 0 -B 5 8 0 1 A 4 0 -B 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.