Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 21

Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 21
Í dag fögnum við sport ástríðunni hjá Porsche með stórsýningu. Margt verður um glæsilega gripi. Við frumsýnum draumabílinn 718 Boxster ásamt ofursportbílnum Cayman GT4. Auk þess munum við flagga nokkrum mögnuðum útfærslum af Porsche sem fluttir voru til landsins sérstaklega af þessu tilefni, m.a. Porsche Cayenne Turbo S, sem er aðeins 4,1 sek. í hundraðið. Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is Við frumsýnum: • 718 Boxster • Cayman GT4 Komdu á stórsýningu Porsche í dag, laugardag og upplifðu goðsagnir sportbílanna. Opið frá kl. 12:00 til 16:00 í dag. Stórsýning Porsche Einstakt tækifæri til að upplifa:• Cayenne GTS • Cayenne Turbo S • Macan GTS • Porsche 911 C4 S • Boxster GTS Mögnuðustu sportbílar landsins til sýnis, laugardag Björt framtíð telur mjög mikil­vægt að sátt ríki um búvöru­samninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðar­ kerfið nýtist sem best. Nýir búvöru­ samningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að mál­ inu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskipt­ ingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppn­ islög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursam­ sölunnar. Hlutverk og ábyrgð verð­ lagningar nefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir fram­ leiðendur til að auka samkeppnis­ hæfni, framleiðni og lækka vöru­ verð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskip­ aðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri land­ nýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvöru­ samninga þeim skilyrðum að í hví­ vetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvöru­ lögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytinga­ tillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmuna­ aðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hags­ munum bænda sem neytenda. Búvörusamningum verði vísað frá Það eru ekki mörg ár síðan ég heyrði frétt í útvarpinu sem vakti mikla kátínu meðal landsmanna. Hún fjallaði um rúm­ lega fertugan ítalskan karlmann sem hafði farið í mál við aldraða foreldra sína þegar þeir skipuðu honum að flytja að heiman og töldu tímabært að hann framfleytti sér sjálfur. Þetta fannst öllum fyndið því á þeim tíma fóru börn yfirleitt að heiman u.þ.b. sem þau luku námi eða fóru út á vinnumarkaðinn. Fréttin myndi eflaust vekja önnur viðbrögð í dag þegar við stöndum frammi fyrir því að börnin okkar komast nánast ekki að heiman fyrr en þau hafa náð fullorðinsaldri. Þeim er gert ókleift að kaupa sér húsnæði og leigumarkaðurinn er bæði dýr og ótryggur kostur. Unga fólkið er í pattstöðu, vill gjarnan koma undir sig fótunum og sjá um sig sjálft en hefur ekkert eigið fé til að kaupa sér húsnæði og ekki nægar tekjur til að leigja. Með þessu áfram­ haldi nálgast þau fertugt áður en þau komast að heiman. Nýtt húsnæðisfrumvarp velferðar­ ráðherra leysir ekki vandann. Bygging félagslegra íbúða og niðurgreiðsla húsaleigu er ekki rétta aðferðin, enda félagslegt húsnæði úrelt hugtak sem elur af sér fordóma og þröngvar öllum í sama farveg. Í gegnum tíðina hefur ítrekað verið reynt að koma á fyrir­ komulagi sem á að tryggja efnalitlu fólki öryggi í húsnæðismálum, í sam­ vinnu við sveitarfélög og aðila vinnu­ markaðarins, og þurft að breyta því aftur til að bregðast við mikilli eftir­ spurn eftir niðurgreiddu húsnæði og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Meiri eftirspurn leiðir svo jafnvel til hærra leiguverðs sem helst kemur leigu­ sölum til góða. Auk þess mun nið ur­ greiðsla húsa leigu skv. frumvarpinu verða hlut falls lega meiri eftir því sem tekjur heim il is ins eru hærri, sem er í and stöðu við yfir lýst mark mið frum­ varps ins að auka stuðn ing við efna­ m inna fólk. Fjölgum í þess stað valmöguleikum fólks með því að auka framboð á hús­ næði af öllum stærðum og gerðum. Margir mundu t.d. kjósa að kaupa eða leigja ,,öríbúð“ uppá örfáa fermetra sem hentar fyrir par bara til þess að komast að heiman. Það vantar sárlega meiri fjölbreytni í húsagerð og meira úrval af búsetuformum. Það væri t.d. líka hægt að byggja ódýr fjölbýli fyrir ungt fólk sem miðaði við fjárhag þess og byðist aðeins upp að ákveðnum aldri. Aðkoma ríkisins gæti verið sú að greiða götuna með breytingu á byggingareglugerð eða lækkun vörugjalda, en láta markaðinn um að aðlaga sig að þörfinni. Aðkoma bankanna gæti að sama skapi verið að bjóða upp á betri lánskjör og lægri vexti til þess að fólk eigi mögu­ leika á að kaupa sér húsnæði. Þann­ ig yrði flestum gert kleift að eignast þak yfir höfuðið og um leið séð til þess að hér þróist heilbrigður leigu­ markaður. Það er í það minnsta með öllu óásættanlegt að uppkomin börn þurfi að vera upp á foreldra sína komin langt fram eftir aldri. Fór fertugur að heiman Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Björt framtíð telur að fyrir- liggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvöru- samningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatil- lögur. Þingflokkur Bjartrar framtíðar s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21L A u G A R D A G u R 1 3 . á G ú s T 2 0 1 6 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 0 -A 9 2 8 1 A 4 0 -A 7 E C 1 A 4 0 -A 6 B 0 1 A 4 0 -A 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.