Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 20

Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 20
Meðferðarkjarninn sem mun rísa fyrir neðan Barnaspítala Hrings- ins er eitt stærsta og flóknasta hönnunarverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis. Bygging- in, sem mun hýsa það sem flestir landsmenn myndu skilgreina sem hefðbundna spítalastarfsemi, verð- ur á sex hæðum auk tveggja hæða neðanjarðar og er um 58 þúsund fermetrar að flatarmáli. Í dag er sú starfsemi sem mun fara þar fram dreifð um nokkr- ar byggingar á nokkrum lóðum á höfuð borgarsvæðinu en nýi meðferðarkjarninn mun m.a. hýsa bráðamóttöku, skurðdeild- ir, hjarta- og æðaþræðingar- deild, gjörgæslu, myndgreiningu, smitsjúkdómadeild, legudeild- ir og flestar aðrar stærri eining- ar hefðbundinnar sjúrkahússtarf- semi. Göngu- og dagsdeildir verða þó enn til húsa í eldri byggingu á svæðinu fyrst um sinn eða þar til nýtt hús verður byggt undir þá starfssemi. Það er hönnunarteymið Corpus sem ber ábyrgð á hönnun þessa gríðarstóra verkefnis og eru í því um 60 manns frá tveimur innlend- um arkitektastofum og tveimur innlendum verkfræðistofum. Auk þeirra koma erlendir sérfræðing- ar frá Hollandi, Danmörku, Noregi og Englandi einnig að verkefninu að sögn þeirra Ögmundar Skarp- héðinssonar arkitekts og Þorbergs Karlssonar byggingarverkfræð- ings, sem greina lesendum Frétta- blaðsins frá þessu gríðarstóra og merkilega verkefni. Flókin hönnun „Það er sannarlega mikil áskor- un fyrir okkur að taka þátt í svona einstöku verkefni. Hönnun nútíma sjúkrahúsa er afskaplega flókin enda fer þar fram mjög fjöl- breytt og innbyrðis ólík starfsemi sem þjónar ólíkum hópum,“ segir Ögmundur. Sem fyrr segir er Corpus-hóp- urinn samsettur úr fjórum fyrir- tækjum. „Um er að ræða arkitekta- stofurnar Hornsteina og Basalt auk verkfræðistofanna VSÓ ráð- gjafar og Lotu. Okkur til halds og trausts er síðan myndarlegur hópur erlendra ráðgjafa. Fulln- aðarhönnun nýs meðferðarkjarna var boðin út vorið 2015. Á endan- um var fjórum teymum innlendra og erlendra ráðgjafa boðið að keppa um verkefnið þar sem hóp- urinn okkar átti hagstæðasta til- boðið,“ bætir Þorbergur við. Byggingin mun hýsa hátt í tvö þúsund starfsmenn sem margir hverjir munu eyða stórum hluta starfsævinnar þar að sögn Þor- bergs. „Þetta er stór hópur fólks með mjög ólíkan bakgrunn og í ólíkum störfum. Starfsfólkið á það þó sameiginlegt að vinna við að sinna sjúku fólki og koma því aftur til betri heilsu. Því skiptir miklu að búa til hvetjandi vettvang fyrir þennan stóra hóp.“ En að sjálfsögðu eru það ekki bara þarfir starfsfólks sem þarf að hafa í huga að sögn þeirra. „Það er stefna spítalans að sjúklingurinn og þarfir hans séu í öndvegi. Við viljum freista þess að hanna græð- andi umhverfi og í leiðinni gera þessa byggingu að góðum granna í rótgrónu hverfi.“ Snýst um flæði Þegar þarf að huga að þörfum svo fjölbreytts hóps verður verkefnið fyrir vikið bæði flókið og áhuga- vert að sögn Ögmundar. „Það er eðli sjúkrahússtarfseminnar að vera flókin og fjölbreytileg. Bara það hvernig hlutir ferðast um húsið er sérkapítuli út af fyrir sig. Virkni spítalans ræðst mjög af því hvernig gengur t.d. að flytja hluti á borð við lyf, lín og tæki og svo auðvitað mannskap milli eininga. Það má að mörgu leyti líkja sjúkra- húsi við flugstöð. Á báðum stöðum snýst allt um gott flæði sem verð- ur að vera eins hagfellt og kostur er. Ekki má eyða of miklum tíma og skrefum til einskis við fram- kvæmd ýmissa hluta og verka.“ Um leið þarf að huga að ólíkri starfsemi milli hæða og deilda sem fer ekki endilega alltaf saman hlið við hlið að sögn Þorbergs. „Skurð- stofan á einni hæð fer t.d. ekki endilega saman við starfsemi næstu hæðar o.s.frv. Það er því töluverð áskorun að búa til heild- stæða vél þar sem allt gengur upp. Byggingin mun þar að auki tengj- ast öðrum byggingum á spítalalóð- inni, svo sem rannsóknarhúsinu, göngudeild og fleiri byggingum, bæði ofan- og neðanjarðar. Sem sagt, ótrúlega flókið en um leið spennandi verkefni til að glíma við.“ Sveigjanleiki mikilvægur Það verða gríðarleg viðbrigði fyrir starfsfólk og sjúklinga að hafa nær alla þjónustu undir einu þaki. „Í því felst mjög mikill sparnaður í fjármunum og tíma fyrir alla aðila auk þess sem öryggi stóreykst. Þetta er mjög mikil breyting frá núverandi fyrirkomulagi.“ Meðlimir Corpus-teymisins hafa bæði öðlast mikla reynslu hérlendis og erlendis og koma með það veganesti inn í vinnuna. „Svo reynum við að tileinka okkur það besta í hönnun erlendis en það er mikil uppbygging á sambærileg- um kjörnum í löndunum í kring- um okkur. Þar eru menn fyrst og fremst uppteknir af því að tak- marka sóun í hvaða mynd sem er, t.d á tíma, efnum, rými, orku og um leið að takmarka vegalengd- ir innanhúss. Það er í raun sér stúdía, hvernig hver eining húss- ins er tekin fyrir og skoðað hvern- ig starfsfólk hreyfir sig svo hægt sé að lágmarka allar hreyfingar. Sem dæmi þá má fjölga hjarta- þræðingum um 1-2 á dag með því að skoða flutning sjúklinga inn í aðgerðarstofuna. Þannig er hægt að flytja biðina nær stofunni, undir búningurinn styttist fyrir vikið og um leið er hægt að fjölga aðgerðum.“ Fyrir utan þessa flæðistúdíu þarf að hafa í huga að starfsemi og tækjabúnaður spítala breytist ört á nokkrum árum. „Því er nauðsyn- legt að hanna bygginguna með það í huga að gera hana sveigjanlega þannig að hún geti tekið breyt- ingum í tímans rás. Þannig getur skurðstofa á einni hæð verið flutt á aðra hæð á morgun. Því einkennist húsið ekki af steyptum veggjum og slíku heldur mun skipulagið innan- húss örugglega taka einhverjum breytingum milli ára. Þetta er al- gjörlega ný hugsun þar sem eldri spítalabyggingar eru meira niður- njörvaðar.“ Einnig þarf að huga að öryggis- þáttum, t.d. varðandi jarðskjálfta. „Bara það setur ákveðnar skorð- ur á hönnun hússins en spítalinn þarf að vera starfhæfur strax eftir stóran jarðskjálfta ef af honum verður og því skiptir staðsetning hans á höfuðborgarsvæðinu miklu máli. Jarðskjálftaálag við Vífils- staði er til að mynda mun hærra en við Hringbraut.“ Gott samráð Undanfarnir mánuðir hafa verið annasamir hjá starfsmönnum hópsins. Búið er að gera margar greiningar, endurskoða ýmsa hluti í samvinnu við starfsfólk spítal- ans og notendur og hefur sú vinna verið mjög gagnleg að sögn þeirra beggja. „Um er að ræða notenda- stýrða hönnun. Við sitjum ekki í lokuðum herbergjum og hönnum heldur reynum að hafa eins víðtækt samráð við starfsfólk spítalans og kostur er sem gerir hönnunarferlið mun markvissara. Þetta er sannar- lega tímafrekur ferill en fyrir vikið verður vinna okkar hnitmiðaðri og byggingin vonandi betri fyrir vikið. Á endanum berum við þó ábyrgð á því hvernig til tekst.“ Meðferðarkjarninn mun rísa fyrir neðan Barnaspítala Hrings- ins, þar sem gamla Hringbraut- in liggur í dag. Þar fyrir neðan mun heilbrigðissvið Háskólans hafa starfsemi sína en þar verður auk þess rannsóknarhús og fleiri byggingarnar. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist 2018 og starfsemi hefjist í húsinu 2023. Ótrúlega flókið en spennandi verkefni Nýi meðferðarkjarninn er hannaður af CORPUS hópnum. Byggingin er á sex hæðum auk tveggja hæða neðanjarðar og verður um 58.000 fermetrar að stærð. Meðferðarkjarninn mun m.a. hýsa bráðamóttöku, skurðdeildir, gjörgæslu, smitsjúkdómadeild og legudeildir. Verkefnið er mikil áskorun, segja þeir Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt (t.v.) og Þorbergur Karlsson byggingarverkfræðingur. MYND/GVA Í hópnum sem kemur að hönnunarverkefninu eru um 60 manns frá íslenskum arkitekta- og verkfræðistofum auk sérfræðinga frá Hollandi, Danmörku, Noregi og Englandi. Það er eðli sjúkrahús- starfseminnar að vera flókin og fjölbreytileg. Bara það hvernig hlutir ferðast um húsið er sérkapítuli út af fyrir sig. Ögmundur Skarphéðinsson HRiNGBRAUtARVERKEfNið 24. október 20164 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -5 0 7 0 1 B 0 9 -4 F 3 4 1 B 0 9 -4 D F 8 1 B 0 9 -4 C B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.