Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 19
Svavar GeStSSon Þegar ég var heilbrigðis­ ráðherra á árun­ um 1980­1983 var Hringbrautar­ verkefnið ekki á dagskrá. Þá var verið að skoða aðra staði fyrir Landspít­ alann eins og Vífils staðasvæðið sem var þá ósnortið að mestu fyrir utan Vífilsstaðaspítalann sjálfan. Þá skoðuðum við líka túnin í kringum Kópa­ vogshælið. Jafnframt þessu var unnið að því að bæta aðstöðuna á Landspítalasvæðinu með byggingu geðdeildarinnar og K­bygg­ ingunni. Bygging geðdeildarinnar á svæðinu sjálfu var bylting því þar með var ákveðið af yfirvöldum að litið skyldi á geðsjúkdóma eins og aðra sjúkdóma. Ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994 og þá var mikið fjallað um húsnæðismál spítal­ ans. Síðan gerðist tvennt sem skiptir máli í þessari sögu: Annað var ákvörðunin um að færa Hringbrautina til suðurs; tilgangur­ inn var meðal annars sá að skapa svigrúm fyrir nýjar byggingar á Landspítalasvæðinu. Og hitt sem skiptir máli í þessu var bygg­ ing barnaspítalahússins. Það hefur því verið ljóst frá því á tíunda áratug síðustu aldar að Nýr Landspítali risi á Hringbrautarsvæðinu. Allar vangaveltur um annað hafa tafið verk­ ið sem núna, loksins, er komið á fulla ferð og verður ekki aftur snúið. Allir flokkar á Al­ þingi nema einn standa heilshugar að verk­ inu. Sá sem ekki gerir það átti reyndar heil­ brigðisráðherrana þegar fyrstu skrefin voru stigin – Ingibjörgu Pálmadóttur, Jón Krist­ jánsson og Siv Friðleifsdóttur – og var aðili að þeim ríkisstjórnum og borgarstjórnar­ meirihluta sem færði Hringbrautina. Svona er það! Nú er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og klára. Það liggur á. Allar tafir eru skaðlegar fyrir land og þjóð. Jón KriStJánSSon Ég tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2001. Eitt af þeim verkefnum sem fylgdu var að vinna áfram að uppbygg­ ingu Landspít­ alans. Á þeim tíma þótti ástæða til að huga að upp­ byggingu á einum stað. Ég skipaði því nefnd til að skoða meðal annars staðarvalið. Niðurstaðan var eftir saman burð á álitlegum stöðum að byggja upp við Hringbraut. Ein af ástæðunum fyrir því var nálægðin við háskólasvæð­ ið, en starfsemi þessara stofnana er sam­ ofin. Nú standa yfir framkvæmdir við nýtt sjúkrahótel og verið að hanna meðferðar­ kjarnann. Hugmyndafræðin á bak við þessar fram­ kvæmdir er meðal annars sú að skapa hér umhverfi sem laðar að sér vel menntað fólk, að það velji sér starfsvettvang hér heima eftir nám erlendis. Hér verði fullkomið há­ skólasjúkrahús sem hafi yfir þeirri tækni og mannafla að ráða að geta ráðið við flókn­ ustu aðgerðir. Til þess þarf fjölmennt upp­ tökusvæði, þannig að sjálfgefið er að þetta verður miðstöð og endastöð í heilbrigðis­ kerfinu, þótt uppbygging annars staðar sé einnig bráðnauðsynleg. Ég hef ríka sannfæringu fyrir því að við séum á réttri leið í þessum framkvæmd­ um og mjög mikilvægt að tefja þær ekki með krókaleiðum í staðsetningarmálum. Að sjálfsögðu eru skoðanir skiptar í þessu stórmáli en að mínum dómi er teningunum löngu kastað. álfheiður inGadóttir Þegar ég varð heil­ brigðisráðherra 1. október 2009 voru allar fjár­ hagslegar for­ sendur fyrir nýbygging­ um við Hring­ braut brostnar. Í kjölfar hruns­ ins var allt verkefn­ ið tekið til endurskoðun­ ar. Bæði stjórnvöld, verkalýðshreyfing og atvinnurekendur sáu í framkvæmd­ inni tækifæri til að lyfta atvinnustig­ inu í landinu og draga úr atvinnuleysi og Landspítalabyggingin var alltaf sú sem stóð uppúr þegar þjóðhagsleg hag­ kvæmni var annars vegar. Það kom svo í minn hlut að undirrita viljayfirlýsingu stjórnvalda við 20 líf­ eyrissjóði um fjármögnun þeirra á upp­ byggingu spítalans rúmum mánuði eftir að ég tók við ráðuneytinu. Það var á við stærsta happdrættisvinning að fá Gunn­ ar Svavarsson, verkfræðing og fyrr­ verandi formann fjárlaganefndar, til að tryggja framgang verkefnisins og sinna samskiptum við hagsmunaaðila og sam­ starfsaðila. Það er hlutverk sem hann sinnir enn í dag, nú sem framkvæmda­ stjóri NLSH. Í mars 2010 hrintum við af stað sam­ keppni um skipulag svæðisins. Eitt síð­ asta verk mitt sem ráðherra var einmitt að ganga frá samkomulagi milli sigur­ vegaranna, Spital­hópsins, og Nýs Land­ spítala ohf., um frumhönnun nýbygginga við Hringbraut. Ég er hreykin af því að hafa átt þátt í að ýta Hringbrautarverkefninu aftur af stað eftir hrun. Bygging Nýs Landspítala var alltaf ofarlega á mínum verkefna­ og forgangslista og ég var svo lánsöm að fá öflugt fólk til samstarfs um þetta brýna verkefni það tæpa ár sem ég var ráð­ herra. Þó undirbúningurinn hafi tekið lengri tíma en við ætluðum þá hafa aðstæður breyst svo til batnaðar í íslensku sam­ félagi að nú getur ríkissjóður sjálfur fjár­ magnað byggingu nýs spítala. Ég gleðst yfir því að sjá bygginguna komna á full­ an skrið. Nú verður ekki aftur snúið. GuðlauGur Þór ÞórðarSon Verkefnið við Hring­ braut var á mínu borði sem heil­ brigðisráðherra á árunum 2007­ 2009. Ég fylgdi því fast eftir og geri enn. Mikil­ vægi þess að uppbygging eigi sér stað er augljós og ekki má verk úr hendi falla við áframhald­ andi jákvæð skref í Hringbrautarverkefn­ inu. Ástæðurnar eru margþættar, en ég vil nefna hér þrjú atriði sem ég kom að. Byggingarnefnd undir forystu Ingu Jónu Þórðardóttur lagði á borð hjá mér yfirgrips­ mikla og vel unna greinargerð um Hring­ brautarverkefnið. Nefndina skipaði ég í október 2007 en henni var falið að gera út­ tekt á stöðu verkefnisins og vinna áætlun um áfangaskiptingu og fjármögnun. Þá var farið yfir evrópsk skilyrði er varða útboð og eitt af því sem þá var ákveðið og stendur enn í dag er að öll gögn og allt talmál skal vera á íslensku, þrátt fyrir að útboðin fari fram á evrópska efnahagssvæðinu. Á þessum árum sökktum við okkur einnig í umferðarmálin. Málefni nýju Hringbraut­ arinnar voru á verkefnalista borgarstjórn­ ar og þurftum við öll að setja okkur vel inn í þessi mál. Það kom mér því ekki á óvart að umferðarmálin voru ekki hindrun þegar deili­ og aðalskipulag Hringbrautarlóðar­ innar voru samþykkt sem gerðu ráð fyrir uppbyggingu spítalans. Á haustmánuðum 2008 var tekið af skar­ ið með að endurmeta Hringbrautarverkefn­ ið og gera ráð fyrir að uppbyggingin yrði minni en ráð var fyrir gert á fyrri stigum. Fól ég Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala, að norsk hönnunar­ og ráð­ gjafar fyrirtæki færu yfir áætlanir og hönn­ unarforsendur vegna nýs Landspítala og skilaði skýrslu um niðurstöður sínar. Á þeim grunni er nú unnið enda sýndi sig að ávinn­ ingurinn af því að sameina rekstur Land­ spítala yrði þá um 19 milljarðar króna á nú­ virði til næstu 40 ára. Það yrði mun dýrara fyrir íslenskt samfélag að reka Landspítal­ ann áfram við núverandi aðstæður í Foss­ vogi og við Hringbraut en að sameina rekst­ urinn. Hagkvæmast yrði að byggja við nú­ verandi Landspítala við Hringbraut í fyrsta áfanga og nýta áfram flest hús sem fyrir eru á lóðinni. Þessar leiðarlínur voru og eru enn mjög mikilvægar. Ráðherrar um Hringbrautarverkefnið Guðmundur BJarnaSon, Á þeim árum sem ég sat í stóli heil­ brigðis­ og trygg­ ingamálaráð­ herra, 1987­ 1991 var að hefjast umræða um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Loks nú, 25­30 árum síðar, sér fyrir endann á því mikilvæga verki með bygg­ ingu nýs Landspítala við Hringbraut. Það tekur ár og áratugi að hnýta alla enda í svo stóru verkefni og hefði því vissulega þurft að vera lokið fyrir löngu. Mér er því ómögulegt að leggja trúnað á þær hugmyndir að það taki ekki nema örfá ár og ætti ekki að tefja fyrir uppbyggingu nýs sjúkrahúss að fara nú að leita að nýjum stað. Öll skipulagsmál og hönnun slíks mannvirkis tekur mörg ár áður en hægt er að hefja framkvæmdir sem síðan taka sinn tíma, það segir sagan okkur. Og að tala um að nú sé tækifæri til að huga að nýjum stað er líka rangt – það tæki­ færi er löngu liðið. Ákvörðun hefur nú loks verið tekin og uppbygging hafin við nýjan Landspítala við Hringbraut. Nú er ekki annað að gera en ljúka því máli bæði hratt og vel! Síðan má að sjálfsögðu fljótlega hefja at­ hugun og undirbúning að nýju staðarvali fyrir nýjan spítala! Það ferli tekur marga áratugi samanber reynsluna og sjálfsagt verður orðið tímabært miðað við þróun nýrrar tækni og mannfjöldaspár að hefja slíkar framkvæmdir upp úr miðri öldinni. inGiBJörG Pálmadóttir Ég var heilbrigðis­ og tryggingamálaráð­ herra í sex ár á ár­ unum 1995­2001. Á þeim tíma var unnið að sam­ einingu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem tókst farsællega í kringum aldamótin. Forsenda sameining­ arinnar var að reka eitt öflugt sjúkrahús þar sem bæði fagleg þekking nyti sín best, nýjasti og dýrasti tæknibúnaðurinn væri á sama stað. Þá þegar var öllum ljóst að ný bygging yrði að rísa undir sameinaða þjónustu. Ég var í fyrstu staðarvalsnefndinni 2002 sem Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðis­ ráðherra, skipaði ásamt hópi íslenskra og er­ lendra aðila. Þrír staðir voru skoðaðir, Víf­ ilsstaðir, Borgarspítalinn og Hringbrautin, sem varð niðurstaðan eftir mjög nákvæma yfir ferð þar sem reynt var að taka allt með í reikninginn. Síðan eru liðin mörg ár og margir sérfræð­ ingar og ráðherrar komið að borðinu og niður­ staðan alltaf verið sú sama varðandi staðar­ valið einhverra hluta vegna. Það er ótrúlegt hvað stendur í okkar þjóð að reisa sjúkrahús jafn framkvæmdaglöð og við annars erum. Ég er ekki búin að gleyma þeirri löngu baráttu sem þurfti að heyja fyrir byggingu Barnaspítala Hringsins. Ég hélt að þegar hann var vígður í janú­ ar 2003 myndi ekkert stöðva næstu skref varðandi nýjan spítala, svo mikil straum­ hvörf urðu á allri aðstöðu sjúklinga, aðstand­ enda og starfsfólks með byggingu barna­ spítalans, sem reistur var á 33 mánuðum. Hvað á að bjóða sjúklingum og starfsfólki Landspítalans lengi upp á endalaust kjaftæði um staðarvalið? Þessari spurningu verður að svara núna, óvissuástandinu verður að ljúka. Það er þjóðþrifamál að klára Hringbrautar­ verkefnið fljótt og vel. SiGhvatur BJörGvinSSon Við Íslendingar erum einstaklega þrasgefin þjóð. Getum aldrei talað okkur til samstöðu né sam­ komulags. Tölum ávallt okkur til meiri sundrungar, vaxandi deilna, fleiri og fleiri hug­ smíða og til meiri ágreinings við alla aðra. Þetta á ekki síst við þegar kemur að húsbygging­ um til sameiginlegra þarfa. Perl­ an, Ráðhúsið, Hæstaréttarbygg­ ingin – Landspítalinn. Svo er rifist og þráttað þar til loksins verkið er hafið. Þá þagna allir – og eru svo sáttir á eftir. Þrasið um Landspítalann hefur nú staðið meira en tvo áratugi. Nánast má segja að þriðji hver Íslending­ ur hafi komið sér upp mjög ákveðinni skoðun um hvort eigi og ef svo er hvar eigi. Menn búnir að tala sig eins langt frá sameiginlegri niðurstöðu og orðið getur. Förum nú að láta verkin tala. Fjármunirnir eru til, teikningarnar eru til, vilji stjórnvalda liggur fyrir. Hefj­ umst svo handa. Biðin orðin meira en nógu löng. Svo þegar byggingarnar rísa munu allir verða svo sáttir – og geta farið að þrátta um annað. Til dæmis nátt­ úrupassa! Af nógu er að taka. Guðmundur árni StefánSSon: Þegar ég tók við starfi heilbrigð­ isráðherra 1993 þá voru mörg stór og mikilvæg verkefni á mínu borði. Þá fór ég úr starfi bæjar stjóra í Hafnarfirði, þar sem mikil uppbygging hafði verið, í starf heilbrigðis­ ráðherra þar sem mikil ólga ríkti um málaflokkinn. Ég vildi ró yfir málaflokkinn, þótt þröngt væri skorið. Okkur tókst vel um margt. En vildi svo margt meira. Glaðastur var ég, þegar ég náði heildarsamkomulagi um að byggja nýjan barnaspítala með þeim Hringskonum sem höfðu um áratugaskeið lagt svo gott til. Síðari ráðherrar komu því í höfn. Ráðherrar koma og þeir fara. Þess vegna skiptir svo miklu að eitthvað sé meitl­ að í stein. Þess vegna skipt­ ir svo miklu máli að haldið sé striki og haldið áfram með uppbyggingu við nýjan Land­ spítala við Hringbraut. Öll um­ ræða um annað dreifir kröftum – og peningum í allt annað. Það þekki ég af eigin reynslu. Góð heilbrigðisþjón­ usta er undir staða velferðar þjóðar. Höld­ um okkar striki og stefnu. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut á sér langan aðdraganda. Fjölmargir heilbrigðisráðherrar hafa komið að Hringbrautarverkefninu með einum eða öðrum hætti. Hér fara nokkrir fyrrverandi ráðherrar yfir sinn þátt í uppbyggingu og þróun Landspítalans og sína framtíðarsýn.* * Ekki bárust upplýsingar frá öllum fv. ráðherrum fyrir tilsettan tíma. HRingbRautaRvERkEfnið 24. október 2016 3 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -4 B 8 0 1 B 0 9 -4 A 4 4 1 B 0 9 -4 9 0 8 1 B 0 9 -4 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.