Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 44
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elínborg Jóhanna Bjarnadóttir fv. eigandi hannyrðaverslunarinnar Mólý í Kópavogi, Ársölum 3, Kópavogi, áður Hlíðarhvammi 10, Kópavogi, lést miðvikudaginn 5. október á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. október klukkan 15. Margrét I. Kjartansdóttir Sigmundur Einarsson Ólafur Kjartansson Nanna Bergþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Þorleifs Stefáns Guðmundssonar löggilts fasteignasala og líffræðings, Jakaseli 29, Reykjavík. Aldrei einn – You’ll Never Walk Alone. Ingibjörg Sigurðardóttir Sigurður James Þorleifsson Ólöf Birna Margrétardóttir Elín Þorleifsdóttir Pétur Rúnar Sverrisson Kári Þorleifsson Bjarki Þorleifsson Bjartur Þorleifsson barnabörn og aðrir ástvinir. Þann 24. október 1975 fóru stærstu fjöldamótmæli Íslandssögunnar fram þegar konur um allt land lögðu niður störf um miðjan dag til að mótmæla kynbundnum launamun. Talið er að 25 þúsund konur hafi hópast saman í miðbæ Reykjavíkur á samstöðufundi til að mótmæla því að laun kvenna væru umtalsvert lægri en laun karla. Tíu árum síðar, þegar leikurinn var endurtekinn, söfnuðust saman átján þúsund manns og sýndu sam- stöðu á Lækjartorgi en í millitíðinni hafði Kvennalistinn verið stofnaður og Vigdís Finnbogadóttir hlotið kjör sem forseti, fyrst kvenna í heiminum. Í dag hefur aftur verið boðað til kvennafrídags eða kvennaverk- falls undir slagorðinu Kjarajafnrétti strax. Ný launakönnun VR sýnir að óútskýrður launamunur kynjanna er tíu prósent. Samkvæmt frétt Hag- stofunnar  frá 2014 var óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi 18,3 prósent og hafði minnkað um rúmt prósent frá árinu áður. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 í dag og samein- ast á Austurvelli á baráttufundi. Leik- skólar borgarinnar hafa sömuleiðis hvatt foreldra til að sækja börn sín svo leikskólastarfsmenn geti tekið þátt í viðburðinum. Í dagblaðinu Tímanum frá 26. októ- ber 1975 má finna myndaþátt af feðrum sem neyddust til að taka börn sín með í vinnuna þegar konur lögðu niður störf. Fyrirsögn greinarinnar er „Almenn þátttaka í dömufríinu“ en hvergi er minnst á ástæður þess að konur lögðu niður störf. Þar kemur fram að bankastjórar Landsbank- ans hafi neyðst til að sjá sjálfir um afgreiðslustörf þegar konurnar gengu út. Þá hafi karlkyns starfsmenn Lands- bankans við Laugaveg 77 gripið til þess að veifa hvítum fána, til tákns um uppgjöf, þegar konurnar lögðu niður störf þar sem konur skipuðu mikinn meirihluta starfsliðsins. Hjá Ríkissjónvarpinu þurftu karl- kyns starfsmenn að passa börnin sem fylgdu feðrum sínum í vinnuna og það var enginn annar en Ómar Ragnars- son skemmtikraftur sem hafði ofan af fyrir börnunum. snaeros@frettabladid.is Konur leggja niður störf og krefjast jafnréttis Í dag er liðið 41 ár síðan íslenskar konur tóku höndum saman og lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis á við karla. Í dag verður leikurinn endurtekinn en konur um allt land hafa verið hvattar til að leggja niður störf klukkan 14.38 þegar þær hafa unnið fyrir kaupinu sínu. Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3 prósent af atvinnutekjum karla. Kvennafrídagurinn 24. október 1975 er líklega fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Launamunur kynjanna hefur enn ekki verið jafnaður þótt dregið hafi saman á undanförnum árum. Mynd/Loftur Ásgeirsson talið er að 25 þúsund konur hafi komið saman í miðbæ reykjavíkur á Kvennafrídeg- inum árið 1975. Mynd/Loftur Ásgeirsson dagskráin á útifundi kvennafrídagsins 1975 var ekki af verri endanum. guðrún Á. símonardóttir óperusöngkona stýrði fjölda- söng og sagði að ekki mætti skilja kvennafrí- daginn sem svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Þá fluttu þingkonurnar sigurlaug Bjarnadóttir og svava Jakobsdóttir ræður. Mynd/BJörgvin PÁLsson Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar á þessum degi árið 1945. Samtökin eru alþjóðasamtök sem öll viðurkennd sjálfstæð ríki eiga aðild að, nema Vatík- anið, alls 192 ríki. Vatík- anið hefur þó varanlegan áheyrnarfulltrúa. Höfuðstöðvar SÞ eru í New York en samtökin skiptast í nokkrar stofn- anir. Þær eru allsherjar- þingið, öryggisráðið, gæslu- verndarráðið, efnahags- og félagsmálaráðið, aðalskrif- stofan og alþjóðadóm- stóllinn. Að auki tilheyra samtökunum fjölmargar undirstofnanir, svo sem UNICEF og WHO. Valdamesti embættis- maður Sameinuðu þjóðanna er aðalritarinn. Núverandi aðalritari er Ban Ki-moon frá Suður-Kóreu. Hann tók við embættinu 1. janúar 2007. Þ ETTA g E R ð I ST 2 4 . O KTÓ B E R 1 9 4 5 : Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r16 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -3 2 D 0 1 B 0 9 -3 1 9 4 1 B 0 9 -3 0 5 8 1 B 0 9 -2 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.