Fréttablaðið - 24.10.2016, Síða 37

Fréttablaðið - 24.10.2016, Síða 37
Við stofnuðum samtökin árið 2014 með það að markmiði að afla stuðnings meðal almennings og stjórnvalda við nauðsynleg- ar úrbætur á húsakosti Landspít- ala og kynna áætlanir um endur- nýjun og viðbætur við húsnæð- ið,“ útskýrir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formað- ur stjórnar Landssamtakanna Spítalinn okkar. „Við erum óháð samtök, hópur af fólki alls staðar að af landinu, sem hefur brennandi áhuga á uppbygg- ingu Landspítala og á heilbrigðis- kerfinu heilt yfir. Starfsemin geng- ur út á fræðslu og við höfum staðið fyrir þremur málþingum, þau tvö ár sem samtökin hafa verið starf- andi,“ segir Anna. Þriðja málþingið fór fram 6. október og bar yfirskriftina Spít- alinn rís en þar fluttu Páll Matthí- asson, forstjóri Landspítalans, Guðrún Nordal, forstjóri Árna- stofnunar, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspít- ala, erindi. „Þar horfðum við til framtíðar. Við lítum þannig á að það að byggja nýtt hús undir Land- spítala sé hluti af sameiningu sem hófst árið 2000. Þá var lofað að það yrði byggt og síðan eru liðin 16 ár. Við sem tókum þátt í vinnunni við þá sameiningu erum orðin lang- eygð eftir þessu en nú eru fram- kvæmdir loks hafnar. Okkar starf mun þó halda áfram. Við höld- um úti heimasíðunni www.spital- innokkar.is þar sem er að finna margs konar upplýsingar og fróð- leik. Í samtökunum eru um eitt þús- und félagsmenn og af öllu landinu, bæði fólk innan heilbrigðisþjónust- unnar og fólk úr öðrum geirum. Sjálf er Anna hjúkrunarfræðing- ur og starfaði á Landspítalanum í fjörutíu ár. „Þegar ég hætti að starfa hafði ég tekið þátt í að undirbúa nýbygg- inguna og þekkti því til verkefn- isins. Ég þekki einnig aðstæður á Landspítalanum vel, bæði vinnu- aðstöðu og aðbúnað sjúklinga. Í samtökunum eru margir starfs- menn Landspítalans og fólk sem hefur einhvern tímann unnið þar. Þetta fólk þekkir aðstæður vel. Þá eru einnig í samtökunum fólk sem hefur legið inni á spítalanum, aðstandendur sjúklinga og alls konar fólk sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á að byggja upp gott heilbrigðiskerfi.“ Landssamtökin Spítalinn okkar Landssamtökin Spítalinn okkar samanstanda af áhugafólki um góða heilbrigðisþjónustu. Félagsmenn eru af landinu öllu og halda samtökin úti málþingum og fræðslu um Nýja Landspítalann. Anna Stefánsdóttir er formaður stjórnar samtakanna. Vorið 2014 ákvað Alþingi með samþykkt þingsályktunar að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endur nýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmd- ir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Þverpólitísk samstaða myndaðist á Alþingi um álykt- unina sem var samþykkt með 56 samhljóða atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Á grundvelli þess- arar ályktunar eru m.a. fram- kvæmdir við uppbyggingu spít- alans við Hringbraut hafnar og áætluð verklok eru í lok árs 2023. Löng saga skipulagsvinnu Ráðherra málaflokksins var í vor einnig spurður út í sama mál og um miðjan september svar- aði hann skriflegri fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari Krist- jáns Þórs Júlíussonar heilbrigðis- ráðherra er saga skipulagsvinnu við Nýjan Landspítala við Hring- braut rakin. Þar er þess getið að allt frá staðfestingu aðalskipu- lags Reykjavíkur 1984-2004 árið 1988 hafi verið gert ráð fyrir samfelldu stofnanasvæði norð- an nýrrar Hringbrautar að Bar- ónsstíg og Eiríksgötu í norðri. Tveimur árum eftir sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Land- spítalans um aldamótin síðustu hafi svo verið ákveðið að fram- tíðaruppbygging spítalans yrði við Hringbraut. Mikil vinna til einskis Ráðherra segir að ef horfið verði frá núverandi verkáætlun og gera ætti ráð fyrir framtíðar- uppbyggingu Landspítala ann- ars staðar þyrfti að taka tillit til þess að skipulagsferli og út- færslu byggðar þurfi ávallt að Frestun á verkefninu hefur margvíslegar afleiðingar Landspítalalóðin við gömlu Hringbraut hefur verið hugsuð sem samfellt svæði þjóðarsjúkrahúss frá níunda áratugnum og með færslu Hringbrautar var það skipulag enn frekar fest í sessi. Samkvæmt núverandi verkáætlun er gert ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu ljúki í árslok 2023. Yrði spítalanum hins vegar fundinn annar staður myndi það seinka afhendingu hans um tíu til fimmtán ár. Vandséð er að núver- andi áratuga skipulagsv- inna fyrir Landspítala- byggingu við Hringbraut kæmi að miklu gagni á öðrum stað. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður stjórnar Landssamtakanna Spítalinn okkar, þekkir vel aðstæður eftir 40 ára starf á Landspítalanum. mynd/gVA vinna út frá staðbundnum að- stæðum á þeim stað sem í hlut á. Það myndi því þýða breytingar á svæðisskipulagi, breytingar á aðalskipulagi viðkomandi sveit- arfélags og deiliskipulagsgerð. Einnig þyrfti að vinna greining- ar og fara í gegnum samráðs- vinnu við hagsmunaðila og út- færa tillögugerð. Vandséð sé að sú skipulagsvinna, sem þegar liggur fyrir, fyrir Landspítala- byggingu við Hringbraut kæmi þar að miklu gagni. Í svarinu kemur einnig fram að vandséð er að núverandi ára- tuga skipulagsvinna fyrir Land- spítalabyggingu við Hringbraut kæmi að miklu gagni á öðrum stað. Samkvæmt mati Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Skipu- lagsstofnunar má ætla að ef haf- ist yrði handa við uppbyggingu á nýjum Landspítala á nýjum stað mundi það seinka afhendingu hans um tíu til fimmtán ár. Áætluð verklok Eins og áður segir er stefnt að því að byggingaframkvæmdum við nýjan spítala ljúki í árslok 2023. Verklok sjúkrahótels eru áætluð árið 2017, bílastæðahúss árið 2021 og meðferðarkjarna, rannsóknarhúss auk frágangs á lóð árið 2023. Við erum óháð sam- tök, hópur af fólki alls staðar að af landinu, sem hefur brennandi áhuga á uppbyggingu Landspítala og á heil- brigðiskerfinu heilt yfir. Starfsemin gengur út á fræðslu og við höfum staðið fyrir þremur málþingum þau tvö ár sem samtökin hafa verið starfandi. Anna Stefánsdóttir Stefnt er að því að byggingaframkvæmdum við nýjan spítala ljúki í árslok 2023. Hér er mynd af framkvæmdum við sjúkrahótel sem nú eru í fullum gangi. HringbrAutArVerkeFnið 24. október 2016 9 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -5 0 7 0 1 B 0 9 -4 F 3 4 1 B 0 9 -4 D F 8 1 B 0 9 -4 C B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.