Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2016, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 24.10.2016, Qupperneq 39
Dagur segist styðja uppbyggingu nýs spítala með tengingu við þekk­ ingarsamfélagið í Vatnsmýri heils­ hugar. „Ég held að okkur hætti til að vanmeta hvað öflugt sam­ spil þekkingarstofnana skiptir miklu máli til að skapa gott um­ hverfi fyrir framsækin fyrirtæki og skapa spennandi störf fyrir ungt fólk,“ segir hann. „Landspítalinn er í mínum huga órjúfanlegur hluti af spennandi vaxtarsvæði sem byggir á samstarfi þess fólks sem vinnur í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og á Landspítalanum. Heilbrigðissviðið er ein af kjölfest­ um vísindastarfs svæðisins og þar með landsins.“ Hann segir staðsetningu spítal­ ans hafa verið skoðaða mjög vand­ lega. „Landspítalinn er lykilatriði til að skapa þekkingarsamfélag í Vatnsmýri sem stenst alþjóðlega samkeppni. Það er mikið talað um umferð en staðreyndin er sú að spítalastarfsemi skapar miklu minni umferð en ef á sama svæði væru til dæmis íbúðir eða hótel. Lóðirnar hafa að stórum hluta verið fráteknar í áratugi og bíða í raun eftir að á þeim sé byggt þótt slíkt sé alltaf vandasamt í þegar byggðu umhverfi. Lagning nýju Hringbrautar á sínum tíma voru breytingar sem ráðist var í vegna Nýs Landspítala sem segir manni kannski hvað þetta mál hefur tekið langan tíma. Forgangsakstur neyð­ arbíla var líka nýlega settur upp á gatnamótunum við Snorrabraut og Hringbraut þannig að aðkoma og aðgengi að spítalanum til framtíðar er orðið mjög gott. Umferðarsköp­ un vegna starfseminnar er hins vegar mun minni en t.d. háskól­ anna, vegna þess að starfsemi spít­ alans dreifist betur yfir daginn og skapar ekki nærri eins mikla um­ ferð á álagstímum.“ Efasemdir um tima Þegar Dagur er spurður hvort hann hafi verið með eða á móti uppbygg­ ingu spítalans við Hringbraut, svarar hann. „Ég held að allir sem komi að þessu máli hafi leyft sér að hafa efasemdir um staðsetning­ una og umfangið. Það átti líka við mig. Eftir að hafa skoðað það frá öllum hliðum árum saman og vegið málið og metið er ég hins vegar orðinn mjög eindreginn talsmað­ ur þess að byggja við spítalann við Hringbraut og tel reyndar að það verkefni megi alls ekki frestast eða bíða. Núna er spítalinn á tveimur stöðum; í Fossvogi og við Hring­ braut. Ef við færum svo að byggja nýjan spítala á þriðja staðnum, þá þyrfti líka að ráðast í uppbygg­ ingu á nýjum Barnaspítala, nýjum meðferðarkjarna, Kvennadeild og nýjum innviðum sem þegar eru til staðar við Hringbraut. Á meðan á byggingu stæði værum við með spítala á þremur stöðum í borg­ inni til margra ára, því það er ekki gefið að þetta gerist í einum rykk. Ef kæmi kröftugur efnahagsleg­ ur samdráttur á byggingatíman­ um þannig að framkvæmdir stöðv­ uðust áður en þeim væri lokið að fullu, gætum við meira að segja setið uppi með spítala á þremur stöðum árum saman. Ég má ekki til þess hugsa.“ Flugvöllur skiptir ekki máli Dagur segir tengsl spítalans við flugvöllinn ekki skipta máli. „Stað­ setning spítalans og flugvallarins eru ekki háðar hvor annarri, sem sést best á því að ýmsir sem vilja flytja spítalann á annan stað eru oft þeir sem vilja alls ekki færa flug­ völlinn! Spítalar standa almennt ekki við flugvelli en það er hins vegar mikilvægt að tryggja góðar samgöngur við næsta flugvöll. Því má heldur en ekki gleyma að gert er ráð fyrir lendingarpalli fyrir sjúkraþyrlur á toppi rannsóknar­ kjarnans,“ segir hann. Þrengsli alvarleg öryggisógn „Lélegt og þröngt húsnæði setur okkur verulegar skorður í þjónustu við sjúklinga. Þjóðarsjúkrahúsið okkar hefur því miður ekki verið fært um að þjónusta veikt fólk með fullnægjandi hætti þar sem ekki eru nægilega mörg rými á spítalanum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir aðstreymi sjúklinga mikið og hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár vegna öldrunar þjóðar­ innar, fjölgunar ferðamanna og langvinnra sjúkdóma. Gangainnlagnir og yfirlagnir á bráðalegudeildir hafa verið daglegt brauð með tilheyrandi óþægindum fyrir sjúklinga og álagi á starfsfólk. „Þrengslin eru alvarleg ógn við ör­ yggi sjúklinga, t.a.m. með tilliti til sýkingavarna,“ segir Páll. 9.000 flutningar sjúklinga á ári Í dag eru fimm bráðamóttökur á fimm stöðum. Á hverju ári eru um 9.000 flutningar sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar. Þá eru farnar um 25.000 ferðir með sýni á milli staða auk þess sem marg­ ir starfsmenn starfa á báðum stöð­ um. Áætlað er að hver flutningur á sjúklingi tefji útskrift hans um einn dag. „Það þýðir að vegna þessa nýt­ ast ekki 25 legurými á ári einung­ is vegna flutninga. Það er afar erf­ itt að horfa upp á slíka sóun þegar skortur á rýmum er jafn mikill og raun ber vitni.“ Hjartað í starfseminni „Nýr meðferðarkjarni verður hjart­ að í starfsemi spítalans og jafnframt stærsta framkvæmdin í heildarupp­ byggingu Landspítala við Hring­ braut. Þar verða skurðstofur, gjör­ gæslur og bráðamóttökur samein­ aðar á einn stað auk þess sem þar verða legudeildir og myndgreining. Með því að sameina starfsemina á einn stað munum við getað samein­ að vaktir og nýtt tæki og þekkingu betur.“ segir Páll. „Ávinningurinn felst auðvitað fyrst og fremst í auknu öryggi fyrir sjúklinga en hann er líka fjárhags­ legur. KPMG hefur metið árlegan ávinning vera í kringum 6 prósent af rekstrarkostnaði spítalans eða tæpir þrír milljarðar króna. Hús­ næðið verður skipulagt út frá starf­ semi bráðasjúkrahúss. Við munum ekki lengur þurfa að aðlaga starf­ semina að óhentugu og gömlu hús­ næði. Sjúklingurinn er í öndvegi og þarfir hans hafðar að leiðarljósi í allri hönnun og skipulagi.“ Aðgerðum frestað vegna plássleysis á görgæslu „Undanfarna mánuði höfum við ítrekað þurft að fresta stórum að­ gerðum þar sem gjörgæslur eru fullar. Álag þar hefur aukist eins og annars staðar, m.a. vegna mikillar aukningar erlendra ferðamanna,“ segir Páll. Þegar álagið er hvað mest hafi tugum aðgerða verið frestað í viku hverri, stundum upp undir þriðj­ ungi allra fyrirhugaðra aðgerða. „Ég fullyrði að frestanir á aðgerð­ um vegna plássleysis á gjörgæslu munu heyra sögunni til þegar bygg­ ingu nýs meðferðarkjarna verður lokið. Í dag höfum við samtals 14 gjörgæslurými á tveimur stöðum; Fossvogi og Hringbraut. Í nýjum meðferðarkjarna verða 24 fullkom­ in einbýli sem er aukning um 70 pró­ sent frá núverandi ástandi auk þess sem aðbúnaður verður miklu betri. Öll rýmin verða á einum stað þann­ ig að nýting á starfsfólki og búnaði verður mikið betri. Frestun á aðgerðum vegna pláss­ leysis er því miður aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um þá öryggis­ ógn og þjónustubrest sem er sam­ fara afgömlum, alltof litlum og allt­ of dreifðum húsum Landspítala. Uppbyggingu við Hringbraut sem nú er hafin mun ekki ljúka degi of snemma. Það er einfaldlega öryggis­ mál þjóðarinnar að ljúka henni sem fyrst.“ Það er mikið talað um umferð en staðreyndin er sú að spítalastarfsemi skapar miklu minni umferð en ef á sama svæði væru til dæmis íbúðir eða hótel. Dagur B. Eggertsson Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir. Styður nýjan spítala við Hringbraut Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarstjóri, styður heilshugar byggingu nýs spítala við Hringbraut. Hann segir að Landspítalinn sé lykilatriði til að skapa þekkingarsamfélag í Vatnsmýri. Reykjavíkurborg hefur unnið að skipulagi svæðisins lengi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir knýjandi þörf á nýju húsnæði undir starfsemi Landspítala. MynD/LSH Uppbygging Landspítala brýnt öryggismál sem ekki má bíða Landspítali er í dag á 17 stöðum í höfuðborginni í 100 húsum en rúmlega helmingur þeirra var reistur fyrir árið 1970. Húsin svara ekki nútímakröfum og viðhald þeirra hefur árum saman verið ófullnægjandi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þörfina fyrir nýtt húsnæði undir starfsemi spítalans knýjandi og beinlínis öryggismál. Við megum engan tíma missa. Ávinningurinn felst í auknu öryggi fyrir sjúklinga. HRingBRaUtaRvERkEfnið 24. október 2016 11 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -3 C B 0 1 B 0 9 -3 B 7 4 1 B 0 9 -3 A 3 8 1 B 0 9 -3 8 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.