Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 40
Fulltrúar frá sjúklingasamtök- um tóku þátt í athöfninni með því að opna götuna formlega með ráð- herra. Að því loknu gengu fulltrú- ar sjúklingasamtaka með ráðherra eftir nýju götunni sem liggur frá Barónsstíg að K-byggingu Land- spítala samhliða nýju sjúkrahóteli sem tekið verður í notkun 2017. Bygging sjúkrahótelsins geng- ur vel og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Landspítala við Hringbraut. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi og með tilkomu þess breytist aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur mikið til batnaðar. „Það var ánægjulegt að taka þátt í þessum áfanga uppbyggingar í Hringbrautarverkefninu. Verkleg- ar framkvæmdir við sjúkrahótelið ganga vel og opnun nýju götunnar er mikilvægur áfangi í heildarupp- byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra við tilefnið. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH, sagði ástæðu til að gleðjast. „Það var ánægjulegt að fá fulltrúa frá sjúklingasam- tökunum til liðs við okkur í dag við opnun götunnar. Uppbygging Hringbrautarverkefnisins gengur vel, nýtt sjúkrahótel rís senn sem mun gerbreyta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda þeirra. Við horfum björtum augum á framtíðina og á þá uppbyggingu sem hér á sér stað. Að þessu verki koma fjölmargir aðilar og verkefnið gengur vel.“ Þeir fulltrúar frá  sjúklinga- samtökum sem tóku þátt í athöfn- inni voru, Ólína Ólafsdóttir frá MS félaginu, Emil Thoroddsen frá Gigtarfélagi Íslands, Guðjón Sigurðsson frá  MND félaginu, Sveinn Guðmundsson frá Hjarta- heill, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Guðbjörg Kristín Ei- ríksdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdótt- ir frá Landssamtökunum Þroska- hjálp og Sigrún Gunnarsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Opnun nýrrar götu Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, opnaði nýverið, með fulltrúum sjúklingasamtaka, nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala Hringbraut. „Hver og einn verkefnastjóri hefur sitt sérsvið og mikil áhersla er lögð á sérhæfingu hvers og eins innan verkefnisins,“ segir Gunn- ar Svavarsson, verkfræðing- ur og framkvæmdastjóri NLSH. Hann segir ávallt gætt að því að allir verkefnastjórar séu upplýst- ir um heildarverkefnið og ein- staka þætti þess þannig að hver og einn geti verið traust bakland fyrir vinnufélaga sína. „Þannig nýtist einnig sú sérhæfing sem hver starfsmaður býr yfir hópn- um í heild,“ segir Gunnar. Verk- efnastjórar skrifstofunnar vinna í samvinnu við innlenda og erlenda ráðgjafa að hönnun og fá einnig góða innsýn notenda, en um er að ræða notendastudda hönnun. Gunnar hefur verið í forsvari Hringbrautarverkefnisins frá haustinu 2009. Hans fyrri störf hafa einkum verið á sviði fyrir- tækja- og verkefnisstjórnunar. Hann stofnaði Aðalskoðun hf. árið 1994 og starfaði þar til 2006, en hann var einnig virkur í starfi sveitarstjórna í á annan áratug og varð svo þingmaður og formaður fjárlaganefndar á árunum 2007 til 2009. Gunnar segir að „um sé að ræða notendastudda hönnun og settir hafa verið upp fjölmarg- ir samráðshópar þar sem á annað hundrað aðilar taka þátt. Sam- ráðshópar taka mið af sérhæf- ingu og gert er ráð fyrir að hóp- arnir starfi óslitið á meðan hönn- unar- og verktími stendur yfir. Umgjörð er fastmótuð eins og al- mennt í opin berri stjórnsýslu t.d. eru reglulegir fundartímar líkt og hjá nefndum sveitarfélaga.“ Góður vinnuandi Gunnar segir mikla áherslu lagða á góðan vinnuanda og traust meðal starfsmanna. „Það er lyk- illinn að góðu dagsverki,“ segir hann. „Gísli Georgsson stýrir samráði notenda og hönnuða og tryggir nauðsynlegt flæði upp- lýsinga þannig að nýbyggingar í Hringbrautarverkefninu upp- fylli þarfir notenda en búi jafn- framt yfir sveigjanleika til að geta uppfyllt aðrar þarfir í fram- tíðinni,“ upplýsir Gunnar, en verk- efni Gísla snúa einkum að tækni- væddri klínískri starfsemi í bygg- ingum. „Gísli hefur starfað lengi á sviði heilbrigðistækni á Land- spítala og einnig erlendis í spítala- verkefnum og býr því að mikilli reynslu á því sviði.“ Sjúkrahótel rís Gunnar segir að Hringbrautar- verkefnið gangi vel. Til dæmis sé bygging nýs og glæsilegs sjúkra- hótels í fullum gangi. „Erlendur Árni Hjálmarsson hefur yfirum- sjón með byggingu sjúkrahótels- ins í góðri samvinnu við Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Samhliða því er Erlendur Árni verkefna- stjóri yfir hönnun og byggingu bílastæða-, tækni- og skrifstofu- húss á lóð Landspítalans. Hann sinnir einnig verkefnastjórn yfir verkefni sem snýr að sam- ræmingu á hönnun og útfærslu á götum, veitum og lóð og að skil- greina aksturs- og gönguleiðir á svæðinu á verktímanum,“ segir Gunnar. Hlustað á óskir notenda Þarfir og óskir notenda eru mikil vægar í hönnunarferlinu að sögn Gunnars. Ein þeirra sem sér til þess að komið sé til móts við þarfir notenda er Ásdís Ing- þórsdóttir arkitekt, sem hefur komið að Hringbrautarverkefn- inu frá 2004. „Málaflokkar Ás- dísar snúa aðallega að bráðamót- töku, gjörgæslu og skurðstofum í meðferðarkjarna sem og þjón- ustubyggingum á Hringbrautar- lóðinni. Hún hefur einnig séð um verkefnahandbók NLSH sem og sannanir vegna BREEAM-vott- unar bygginga.“ Ásdís er vottað- ur verkefnastjóri og sinnir fjöl- mörgum stærri og smærri verk- efnum á vegum NLSH ohf. Samræming er nauðsynleg „Mikil vinna liggur að baki því að samræma öll þau stóru verk- efni sem falla undir Hringbraut- arverkefnið. Þar er Ásbjörn Jónsson, fyrrverandi leikmaður Fram, ÍR og Aftureldingar, betri en enginn,“ segir Gunnar glett- inn en Ásbjörn ber m.a. ábyrgð á heildarverkáætlun Hringbraut- arverkefnisins, það er samræm- ingu allra þessara stóru verka meðal annars með tilliti til vinnu- hagræðis, tíma og rekstrarlegra þarfa á meðan á framkvæmd- um stendur. „Hann stýrir einn- ig samráði milli notenda og ráð- gjafa þegar kemur að hönnun rannsóknarhúss annars vegar og legudeilda í meðferðarkjarna hins vegar.“ Mikilvæg upplýsingagjöf Samskipti og upplýsingagjöf eru mikilvæg en samskipta- stjóri NLSH er Magnús Heimis- son. „Hringbrautarverkefnið er mjög viðamikið verkefni þar sem fjölmargir aðilar koma að skipu- lagningu. Magnús samræmir og samhæfir upplýsingar og gerir þær aðgengilegar almenningi og öðrum hópum. Hann sinnir innri og ytri samskiptum NLSH, sam- skiptum við fjölmiðla, fagaðila og aðra hópa, umsjón heimasíðu og undirbúning viðburða,“ lýsir Gunnar. Að lokum nefnir Gunnar aðal- samstarfsaðila NLSH ohf. sem eru Framkvæmdasýsla ríkisins, Landspítali, Háskóli Íslands og auk þess að sjálfsögðu velferðar- ráðuneytið og fjármála- og efna- hagsráðuneytið. Fólkið á bak við Nýja Landspítalann Í Hringbrautarverkefninu, hjá opinbera hlutafélaginu Nýjum Landspítala ohf. (NLSH), starfar samhentur hópur með mikla þekkingu og reynslu úr hönnunar- og framkvæmdaverkefnum á byggingarsviði, en einnig í verkefnum á heilbrigðistæknisviði. Samráðsþátturinn er mjög mikilvægur í verkefninu og hundruð aðila eru í samstarfi við NLSH ohf. Árið 2010 setti Alþingi lög um bygg- ingu nýs Landspítala við Hring- braut. Lögin nr. 64/2010 kveða á um að opinbert hlutafélag, Nýr Land- spítali ohf., sjái um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Stjórn NLSH ohf. er skipuð þremur aðilum og hana skipa Er- ling Ásgeirsson formaður, Dagný Brynjólfsdóttir og Hafsteinn S. Hafsteinsson. Stjórnarformaður NLSH, Erling Ásgeirsson, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og af sveitarstjórnarmálum. Erling var formaður bæjarráðs Garða- bæjar samfellt frá 1997-2014. Er- ling segir að „það sé mikil ábyrgð að takast á við þetta mikla verk- efni sem Hringbrautarverkefnið er. Að verkefninu koma hundruð aðila og þegar nýr spítali er risinn við Hringbraut mun það gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsmenn“. „Þörfin á nýjum spítala er brýn og núverandi aðstaða er alls ekki boðleg. Það er mikil áskorun og um leið heiður að fá að leggja hönd á plóg í þessu mikla þjóðþrifamáli ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Erling Ásgeirsson, stjórnarformað- ur NLSH ohf. Stjórn NLSH ohf. Mikil vinna liggur að baki því að samræma öll þau stóru verkefni sem falla undir Hringbrautarverkefnið. Gunnar Svavarsson Opnun nýju götunnar er mikilvægur áfangi í heildaruppbyggingu nýs þjóðarsjúkrahúss. Kristján Þór Júlíusson Frá opnun nýju götunnar. Fulltrúar frá sjúklingasamtökum tóku þátt í athöfninni. Starfsmenn NLSH ohf. Frá vinstri: Ásdís Ingþórsdóttir, Magnús Heimisson, Gísli Georgsson, Gunnar Svavarsson, Erlendur Árni Hjálmarsson og Ásbjörn Jónsson. MyNd/EyÞór Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH (efst t.v.) ásamt stjórn félagsins en hana skipa Hafsteinn S. Hafsteinsson, dagný Brynjólfsdóttir og Erling Ásgeirsson, formaður NLSH. HrINGBrautarvErKEFNIð 24. október 201612 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -3 7 C 0 1 B 0 9 -3 6 8 4 1 B 0 9 -3 5 4 8 1 B 0 9 -3 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.