Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 40

Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 40
Fulltrúar frá sjúklingasamtök- um tóku þátt í athöfninni með því að opna götuna formlega með ráð- herra. Að því loknu gengu fulltrú- ar sjúklingasamtaka með ráðherra eftir nýju götunni sem liggur frá Barónsstíg að K-byggingu Land- spítala samhliða nýju sjúkrahóteli sem tekið verður í notkun 2017. Bygging sjúkrahótelsins geng- ur vel og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Landspítala við Hringbraut. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi og með tilkomu þess breytist aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur mikið til batnaðar. „Það var ánægjulegt að taka þátt í þessum áfanga uppbyggingar í Hringbrautarverkefninu. Verkleg- ar framkvæmdir við sjúkrahótelið ganga vel og opnun nýju götunnar er mikilvægur áfangi í heildarupp- byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra við tilefnið. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH, sagði ástæðu til að gleðjast. „Það var ánægjulegt að fá fulltrúa frá sjúklingasam- tökunum til liðs við okkur í dag við opnun götunnar. Uppbygging Hringbrautarverkefnisins gengur vel, nýtt sjúkrahótel rís senn sem mun gerbreyta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda þeirra. Við horfum björtum augum á framtíðina og á þá uppbyggingu sem hér á sér stað. Að þessu verki koma fjölmargir aðilar og verkefnið gengur vel.“ Þeir fulltrúar frá  sjúklinga- samtökum sem tóku þátt í athöfn- inni voru, Ólína Ólafsdóttir frá MS félaginu, Emil Thoroddsen frá Gigtarfélagi Íslands, Guðjón Sigurðsson frá  MND félaginu, Sveinn Guðmundsson frá Hjarta- heill, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Guðbjörg Kristín Ei- ríksdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdótt- ir frá Landssamtökunum Þroska- hjálp og Sigrún Gunnarsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Opnun nýrrar götu Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, opnaði nýverið, með fulltrúum sjúklingasamtaka, nýja götu sem er fyrsti áfangi í uppbyggingu í Hringbrautarverkefninu við Landspítala Hringbraut. „Hver og einn verkefnastjóri hefur sitt sérsvið og mikil áhersla er lögð á sérhæfingu hvers og eins innan verkefnisins,“ segir Gunn- ar Svavarsson, verkfræðing- ur og framkvæmdastjóri NLSH. Hann segir ávallt gætt að því að allir verkefnastjórar séu upplýst- ir um heildarverkefnið og ein- staka þætti þess þannig að hver og einn geti verið traust bakland fyrir vinnufélaga sína. „Þannig nýtist einnig sú sérhæfing sem hver starfsmaður býr yfir hópn- um í heild,“ segir Gunnar. Verk- efnastjórar skrifstofunnar vinna í samvinnu við innlenda og erlenda ráðgjafa að hönnun og fá einnig góða innsýn notenda, en um er að ræða notendastudda hönnun. Gunnar hefur verið í forsvari Hringbrautarverkefnisins frá haustinu 2009. Hans fyrri störf hafa einkum verið á sviði fyrir- tækja- og verkefnisstjórnunar. Hann stofnaði Aðalskoðun hf. árið 1994 og starfaði þar til 2006, en hann var einnig virkur í starfi sveitarstjórna í á annan áratug og varð svo þingmaður og formaður fjárlaganefndar á árunum 2007 til 2009. Gunnar segir að „um sé að ræða notendastudda hönnun og settir hafa verið upp fjölmarg- ir samráðshópar þar sem á annað hundrað aðilar taka þátt. Sam- ráðshópar taka mið af sérhæf- ingu og gert er ráð fyrir að hóp- arnir starfi óslitið á meðan hönn- unar- og verktími stendur yfir. Umgjörð er fastmótuð eins og al- mennt í opin berri stjórnsýslu t.d. eru reglulegir fundartímar líkt og hjá nefndum sveitarfélaga.“ Góður vinnuandi Gunnar segir mikla áherslu lagða á góðan vinnuanda og traust meðal starfsmanna. „Það er lyk- illinn að góðu dagsverki,“ segir hann. „Gísli Georgsson stýrir samráði notenda og hönnuða og tryggir nauðsynlegt flæði upp- lýsinga þannig að nýbyggingar í Hringbrautarverkefninu upp- fylli þarfir notenda en búi jafn- framt yfir sveigjanleika til að geta uppfyllt aðrar þarfir í fram- tíðinni,“ upplýsir Gunnar, en verk- efni Gísla snúa einkum að tækni- væddri klínískri starfsemi í bygg- ingum. „Gísli hefur starfað lengi á sviði heilbrigðistækni á Land- spítala og einnig erlendis í spítala- verkefnum og býr því að mikilli reynslu á því sviði.“ Sjúkrahótel rís Gunnar segir að Hringbrautar- verkefnið gangi vel. Til dæmis sé bygging nýs og glæsilegs sjúkra- hótels í fullum gangi. „Erlendur Árni Hjálmarsson hefur yfirum- sjón með byggingu sjúkrahótels- ins í góðri samvinnu við Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Samhliða því er Erlendur Árni verkefna- stjóri yfir hönnun og byggingu bílastæða-, tækni- og skrifstofu- húss á lóð Landspítalans. Hann sinnir einnig verkefnastjórn yfir verkefni sem snýr að sam- ræmingu á hönnun og útfærslu á götum, veitum og lóð og að skil- greina aksturs- og gönguleiðir á svæðinu á verktímanum,“ segir Gunnar. Hlustað á óskir notenda Þarfir og óskir notenda eru mikil vægar í hönnunarferlinu að sögn Gunnars. Ein þeirra sem sér til þess að komið sé til móts við þarfir notenda er Ásdís Ing- þórsdóttir arkitekt, sem hefur komið að Hringbrautarverkefn- inu frá 2004. „Málaflokkar Ás- dísar snúa aðallega að bráðamót- töku, gjörgæslu og skurðstofum í meðferðarkjarna sem og þjón- ustubyggingum á Hringbrautar- lóðinni. Hún hefur einnig séð um verkefnahandbók NLSH sem og sannanir vegna BREEAM-vott- unar bygginga.“ Ásdís er vottað- ur verkefnastjóri og sinnir fjöl- mörgum stærri og smærri verk- efnum á vegum NLSH ohf. Samræming er nauðsynleg „Mikil vinna liggur að baki því að samræma öll þau stóru verk- efni sem falla undir Hringbraut- arverkefnið. Þar er Ásbjörn Jónsson, fyrrverandi leikmaður Fram, ÍR og Aftureldingar, betri en enginn,“ segir Gunnar glett- inn en Ásbjörn ber m.a. ábyrgð á heildarverkáætlun Hringbraut- arverkefnisins, það er samræm- ingu allra þessara stóru verka meðal annars með tilliti til vinnu- hagræðis, tíma og rekstrarlegra þarfa á meðan á framkvæmd- um stendur. „Hann stýrir einn- ig samráði milli notenda og ráð- gjafa þegar kemur að hönnun rannsóknarhúss annars vegar og legudeilda í meðferðarkjarna hins vegar.“ Mikilvæg upplýsingagjöf Samskipti og upplýsingagjöf eru mikilvæg en samskipta- stjóri NLSH er Magnús Heimis- son. „Hringbrautarverkefnið er mjög viðamikið verkefni þar sem fjölmargir aðilar koma að skipu- lagningu. Magnús samræmir og samhæfir upplýsingar og gerir þær aðgengilegar almenningi og öðrum hópum. Hann sinnir innri og ytri samskiptum NLSH, sam- skiptum við fjölmiðla, fagaðila og aðra hópa, umsjón heimasíðu og undirbúning viðburða,“ lýsir Gunnar. Að lokum nefnir Gunnar aðal- samstarfsaðila NLSH ohf. sem eru Framkvæmdasýsla ríkisins, Landspítali, Háskóli Íslands og auk þess að sjálfsögðu velferðar- ráðuneytið og fjármála- og efna- hagsráðuneytið. Fólkið á bak við Nýja Landspítalann Í Hringbrautarverkefninu, hjá opinbera hlutafélaginu Nýjum Landspítala ohf. (NLSH), starfar samhentur hópur með mikla þekkingu og reynslu úr hönnunar- og framkvæmdaverkefnum á byggingarsviði, en einnig í verkefnum á heilbrigðistæknisviði. Samráðsþátturinn er mjög mikilvægur í verkefninu og hundruð aðila eru í samstarfi við NLSH ohf. Árið 2010 setti Alþingi lög um bygg- ingu nýs Landspítala við Hring- braut. Lögin nr. 64/2010 kveða á um að opinbert hlutafélag, Nýr Land- spítali ohf., sjái um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Stjórn NLSH ohf. er skipuð þremur aðilum og hana skipa Er- ling Ásgeirsson formaður, Dagný Brynjólfsdóttir og Hafsteinn S. Hafsteinsson. Stjórnarformaður NLSH, Erling Ásgeirsson, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og af sveitarstjórnarmálum. Erling var formaður bæjarráðs Garða- bæjar samfellt frá 1997-2014. Er- ling segir að „það sé mikil ábyrgð að takast á við þetta mikla verk- efni sem Hringbrautarverkefnið er. Að verkefninu koma hundruð aðila og þegar nýr spítali er risinn við Hringbraut mun það gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsmenn“. „Þörfin á nýjum spítala er brýn og núverandi aðstaða er alls ekki boðleg. Það er mikil áskorun og um leið heiður að fá að leggja hönd á plóg í þessu mikla þjóðþrifamáli ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Erling Ásgeirsson, stjórnarformað- ur NLSH ohf. Stjórn NLSH ohf. Mikil vinna liggur að baki því að samræma öll þau stóru verkefni sem falla undir Hringbrautarverkefnið. Gunnar Svavarsson Opnun nýju götunnar er mikilvægur áfangi í heildaruppbyggingu nýs þjóðarsjúkrahúss. Kristján Þór Júlíusson Frá opnun nýju götunnar. Fulltrúar frá sjúklingasamtökum tóku þátt í athöfninni. Starfsmenn NLSH ohf. Frá vinstri: Ásdís Ingþórsdóttir, Magnús Heimisson, Gísli Georgsson, Gunnar Svavarsson, Erlendur Árni Hjálmarsson og Ásbjörn Jónsson. MyNd/EyÞór Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH (efst t.v.) ásamt stjórn félagsins en hana skipa Hafsteinn S. Hafsteinsson, dagný Brynjólfsdóttir og Erling Ásgeirsson, formaður NLSH. HrINGBrautarvErKEFNIð 24. október 201612 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -3 7 C 0 1 B 0 9 -3 6 8 4 1 B 0 9 -3 5 4 8 1 B 0 9 -3 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.