Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 38
Sigríður ingibjörg ingadóttir Samfylking Við í Samfylk­ ingunni vilj­ um flýta nýjum bygg­ ingum Land­ spítala við Hringbraut. Við erum löngu fall­ in á tíma. Við höfum staðið með verkefninu frá upp­ hafi, bæði á Alþingi og ekki síður í skipulagsvinnunni í Reykjavíkur­ borg. Þjóðarsjúkrahúsið er rekið í byggingum sem flestar eru margra áratuga gamlar og standast ekki kröfur nútíma heilbrigðisþjónustu. Með nýju byggingunum getum við betur tryggt öryggi sjúklinga og bætt allar aðstæður þeirra, breyt­ ingar á vinnuaðstöðu starfsfólks verða byltingarkenndar og vísinda­ starfið eflist með nálægðinni við heilbrigðisvísindasvið og háskóla­ samfélagið. Samfylkingin er með metnaðarfulla heilbrigðisstefnu. Við ætlum að gera heilbrigðisþjón­ ustuna gjaldfrjálsa, stórefla heilsu­ gæsluna og eyða biðlistum. Nýtt þjóðarsjúkrahús er lykill að heil­ brigðiskerfi í fremstu röð. Einir g.K. normann Flokkur fólksins Flokkur fólks­ ins vill nýtt hátækni­ sjúkrahús og er svæðið við Vífilsstaði kjör­ ið þar sem það hentar betur en núverandi svæði, það er meira miðsvæðis fyrir stór­ höfuðborgarsvæðið. Teljum við nú­ verandi svæði sprungið umferðar­ lega séð og húsakost Landspítala í of mikill niðurníðslu vegna lélegs viðhalds undanfarinna áratuga. Flokkur fólksins hefur litið svo á að undirskriftasöfnun Kára, þar sem um það bil níutíu þúsund undir skriftir voru skráðar, séu skýr skilaboð til stjórnvalda og er það ástæða þess að Flokkur fólks­ ins hefur ekki einu sinni talið þetta sem kosningamál, þetta er svo sjálfsagt! júlíuS ValdimarSSon Húmanistaflokkurinn Við Húman­ istar leggj­ um áherslu á rétta upp­ byggingu heilbrigðis­ þjónustunn­ ar. Mikilvægt er að endurgera Land­ spítalann svo að hann verði not­ hæfur. Huga þarf að framtíðarupp­ byggingu nýs spítala meðal annars vegna aukins mannfjölda á Íslandi og vegna stóraukins fjölda inn­ flytjenda sem Húmanistaflokkur­ inn vill að setjist hér að. ÁSmundur FriðriKSSon Sjálfstæðisflokkur Þegar ég var kominn í hóp þingmanna sem bar að taka ákvörðun um staðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss leit­ aði ég eftir og hlust­ aði á rök þeirra sem best og gleggst þekkja málið. Sjálfur hafði ég mynd­ að mér skoðun á málinu en niður­ staða mín er að við hvikum ekki frá því að byggja sjúkrahúsið við Hringbraut. Í kjaradeilu lækna og hjúkrunarfólks 2015 var þung krafa um byggingu sjúkrahúss­ ins við Hringbraut og að hönnun bygginganna yrði lokið og upp­ bygging færi af stað sem fyrst. Ég tók undir þá kröfu og greiddi henni atkvæði mitt. Jafn­ framt er það skoðun mín að innan skamms tíma þurfi að fara í gang vinna sem horfir til enn lengri framtíðar varðandi upp­ byggingu heilbrigðis­ þjónustunnar í landinu og á höfuð borgarsvæðinu. Framtíðar­ sýn heilbrigðisþjónustunnar í landinu verður að vera í stöðugri skoðun með það að markmiði að hámarka gæði hennar, aðstöðu starfsmanna og sjúklinga. Þá er mikilvægt að kjör heilbrigðis­ stétta verði áfram með því besta sem þekkist og við löðum okkar heilbrigðisfólk til að vinna heima. StEingrímur j. SigFúSSon Vinstri grænir Við Vinstri græn höfum tekið mjög einarða af­ stöðu með byggingu nýs Landspítala­Háskóla­ sjúkrahúss og stutt það með ráðum og dáð allt frá því á fyrri hluta síð­ asta kjörtímabils. Okkar niður­ staða er löngu orðin sú að eini raunhæfi kosturinn og sá sem lang fyrst komist í gagnið séu núverandi plön um bygg­ ingu meðferðarkjarna og rannsóknaraðstöðu við Hringbraut, tækja­ kaup og búnaður inn í þá aðstöðu og svo endurnýjun þess húsakosts við Hringbraut sem verður áfram nýttur. Þegar er verið að byggja sjúkrahótel á lóð­ inni og byggingu fyrir jáeinda­ skanna, hönnunarsamkeppni fyrir stóru nýbyggingarinnar er í full­ um gangi o.s.frv., þannig að allt of mikill tími og fjármunir færu að okkar dómi í súginn ef horfið yrði frá þessari lausn, það þolir enga og minna en enga bið að bæta úr aðstöðunni á LSH og það ræður miklu um okkar afstöðu. ElSa lÁra arnardóttir Framsóknarflokkur Framsóknar­ menn vilja að nýr Land­ spítali verði tilbúinn sem fyrst. Spítali þar sem allar deildir fá rými í nýrri byggingu. Byggingu þar sem það verður góð aðstaða, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Framsóknarmenn vilja að Nýr Landspítali rísi annars stað­ ar en við Hringbraut og telja að sú uppbygging muni taka styttri tíma og valda minni óþægindum fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk spít­ alans. Mæta má bráðavanda Land­ spítala með því að nýta auðar deild­ ir á þeim heilbrigðisstofnunum sem eru í nágrenni Reykjavíkur. Þorbjörg Sigríður gunnlaugSdóttir Viðreisn Það blasir við að það þarf að endur­ nýja þjóðar­ sjúkrahús okkar. Flestar þeirra fjölmörgu bygginga sem hýsa starfsemi spítalans voru byggð­ ar upp úr 1950. Núverandi að­ staða svarar ekki nútímakröfum sem gerðar eru til spítala, hvorki þegar litið er til hagsmuna sjúkl­ inga né til aðstæðna starfsfólks. Það mætti nýta þá fjármuni sem fara í að reka starfsemi Landspít­ alans á þennan óhagkvæma hátt mun betur. Hvað varðar staðsetn­ ingu spítalans þá er besti kostur­ inn sá að halda áfram uppbygging­ unni við Hringbraut. Sú staðsetn­ ing er auðvitað ekki fullkomin og hún er umdeild. Kostirnir eru hins vegar meiri en gallarnir, ekki síst þeir að nýta þær byggingar sem fyrir eru. Þar skiptir Barnaspítal­ inn mestu auk þess sem nálægð­ in við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarsamfélag­ ið sem er að byggjast upp í Vatns­ mýrinni styður við háskólasjúkra­ húsið okkar. Þá skiptir miklu hvert mat fagaðila er – svo sem forstjóra Landspítalans og landlæknis – en það er að við getum einfaldlega ekki beðið. Við getum ekki frest­ að þessum framkvæmdum frek­ ar og farið á byrjunarreit í ferl­ inu sem tefur uppbyggingu spít­ alans enn frekar. Þörfin á nýjum spítala blasir við og uppbyggingar­ ferlið er liður í viðreisn heilbrigð­ iskerfisins. Samhliða endurnýjun þjóðar sjúkrahússins þarf að endur­ skoða greiðsluþátttöku sjúklinga, því það er ólíðandi að fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu, að þeir sem veikjast alvarlega þurfi að búa við fjárhagsáhyggjur. Við viljum að allir geti leitað á nýjan spítala, óháð efnahag. PÁll Valur björnSSon Björt framtíð Björt framtíð styður bygg­ ingu nýs Landspítala samkvæmt áætlunum þar um. Nýtt hús­ næði fyrir þjón­ ustu Landspítalans hefur verið forgangsmál stjórn­ enda og starfsmanna spítalans í mörg ár. Endurnýjun og viðhald á eldri byggingum eru mikilvæg verkefni um leið og hugað er að nýjum byggingum. Tryggja þarf öryggi sjúklinga og starfsfólks í núverandi húsnæði um leið og hraðað er uppbyggingu spítalans við Hringbraut. ÞorValdur ÞorValdSSon Alþýðufylkingin Alþýðufylk­ ingin styður heils hugar uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Við lítum á hana sem mikilvægan þátt í eflingu heilbrigðisþjónustu um allt land á félagslegum forsendum. Með félagsvæðingu innviða sam­ félagsins opnast stórkostleg tæki­ færi til að byggja upp gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir alla og auka þannig jöfnuð og lífsgæði í samfélaginu. olga Cilia Píratar Við viljum halda áfram með þá uppbyggingu sem á sér nú stað á Hring­ braut. Ef færa á spítal­ ann þarf að taka ákvörðun um það út frá bestu upplýsingum sem liggja fyrir. Auk þess er eitt af fimm áherslumálum fyrir komandi kjör­ tímabil að endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Vandamálið er ekki staðsetningin heldur skortur á fjármagni. *Leitað var álits allra framboða. Sýn fulltrúa flokka á uppbyggingu þjóðarsjúkrahúss Fulltrúar framboða til alþingiskosninga voru inntir eftir sinni sýn varðandi uppbyggingu nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut.* Frá framkvæmdum við nýtt sjúkrahótel sem áætlað er að verði tekið í notkun á næsta ári. HringbrautarverkeFnið 24. október 201610 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -4 B 8 0 1 B 0 9 -4 A 4 4 1 B 0 9 -4 9 0 8 1 B 0 9 -4 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.