Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 2
MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAG Miðasala á Tix.is og í síma 551-3800. Nánar á www.sena.is/jolagestir. 10. desember í höllinni AFMÆLISTÓNLE IKAR Viðkomum með jólin til þín! Hver verður Fylgstu með á JÓLASTJARNAN 2016? STÖÐ 2 MIÐASALA ER HAFIN! Veður Suðlæg átt í dag, yfirleitt 5-10 m/s. Skúrir eða él, en skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri, hiti 2 til 9 stig. Víða má búast við næturfrosti. sjá síðu 18 Eldvarnir Slökkvilið í Lauga- gerði er ekki útkallshæft vegna úr sér gengins búnaðar og tækja- kosts. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, sendi bæjarráði Borgarbyggðar harðort bréf um búnað og tækja- kost. Þar segir hann að Chevrolet- bíll slökkviliðsins sé nálægt fertugu, ekki sé hægt að treysta honum til stórræða enda bili bíllinn í tíma og ótíma og geti ekki borið vatn, sem sé forsenda þess að koma í veg fyrir stórbruna. Þá er hann mjög sjúsk- aður og í raun sé slökkviliðsbíllinn bara stór jeppi sem sé ekkert annað en útkeyrður löggubíll, eins og hann orðar það. Búnaðurinn hafi verið aflagður enda gamall og ekki hægt að halda honum við. „Í dag er í áðurnefndum jeppagarmi nýleg og öflug bruna- dæla ásamt viðeigandi búnaði og er þá getan upptalin,“ segir Bjarni. Hann hafði engu við bréfið að bæta þegar Fréttablaðið sló á þráð- inn til hans en sagði að verið væri að vinna að farsælli lausn á málinu. Þjónustusamningur er í gildi milli sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps um þjón- ustu þess fyrrnefnda við Eyja- og Miklaholtshrepp varðandi bruna- varnir og þjónustu slökkviliðs ef eldur kviknar. Bjarni rekur í bréfinu að lands- svæðið sé víða mjög örðugt til vatnsöflunar til slökkvistarfa og sums staðar sé alls ekkert vatn að fá. Hann nefnir einn- ig uppbygginguna sem hefur orðið í Eyja- og Miklaholtshreppi vegna gistingar, ferðaþjónustu, hesta- mennsku og ýmiss konar afþrey- ingar. Þá bendir hann á umfang atvinnustarfsemi á bænum Mið- hrauni varðandi þurrkun á þorsk- hausum og skyldum afurðum til útflutnings. Þetta er ekki fyrsta bréfið sem Bjarni sendir sveitarstjórnamönn- um. „Í áranna rás hefur slökkvi- liðsstjóri marg ítrekað, bréflega og með öðrum hætti sem hægt er að færa sönnur á, og reynt að vekja athygli þeirra sveitarstjórnarmanna sem málum hafa ráðið hjá Borgarbyggð á því ófremdarástandi sem er og hefur verið á tækjakosti slökkviliðsins í Laugagerði og bent á leiðir til úrbóta í þeim efnum en allt hefur komið fyrir ekki. Ekki hefur einu sinni verið haft fyrir því að svara erindum þessum bréflega sem mig undrar mjög,“ segir Bjarni í bréfinu. Hann leggur fram tvær tillögur til úrbóta. „Strax verði hafist handa við það að koma upp þokkalega góðum bíl sem gæti flutt með sér 7-8.000 lítra af vatni ásamt nauð- synlegum búnaði. Seinni kostur- inn sem er í boði er sá að sveitar- stjórnarmenn í Borgarbyggð taki upplýsta ákvörðun og þá í samráði við hreppsnefnd Eyja- og Mikla- holtshrepps um að leggja slökkvi- stöðina í Laugagerði niður og vera ekki með neinn búnað þar en þess í stað að þjónustan komi frá Borgar- nesi um langan veg.“ Hann endar bréfið með því að hnykkja á: „Að gera ekki neitt í þessum málum er ekki í boði lengur. Ykkar er valið og ákvörðunartakan!“ benediktboas@frettabladid.is Ástandið eldfimt hjá slökkviliði Laugagerðis Slökkviliðið í Laugagerði er ekki útkallshæft vegna gamalla tækja og tóla. Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðsbílinn vera jeppagarm og ítrekar enn á ný við sveitarstjórnarmenn að gera eitthvað í málunum. Að gera ekki neitt sé ekki í boði.   Chevrolet C-20 bifreið árgerð 1970, svipuð þeirri sem slökkviliðið í Laugagerði notast við. Slökkviliðsstjórinn segir bílnum ekki treystandi til stórræða enda bili hann í tíma og ótíma. NordiCPhotoS/Getty Að gera ekki neitt í þessum málum er ekki í boði lengur. Ykkar er valið og ákvörðunartakan. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar  Línur lagðar fyrir næsta kjörtímabil „Það er mín sannfæring að það sé heilmikill samhljómur milli þessara flokka og að þar sé miklu fleira sem sameini en sundri,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi funduðu í gær um mögulegt samstarf að loknum kosningum. FréttabLaðið/SteFáN stjórnmál Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan inn- viðasjóð. Hann verði síðan notaður til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnu- starfsemi. Þetta kom fram í gær þegar Við- reisn kynnti helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Flokkurinn leggur ríka áherslu á að greitt sé sann- gjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fisk- veiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðar- auðlind og eign íslenska ríkisins. Við- reisn vill tryggja sátt um sjávarútveg- inn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboði á aflaheimildunum. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. – þþ Vilja stofna innviðasjóð Forystufólk Viðreisnar. FréttabLaðið/SteFáN K jar a m ál Vinnudeilusjóður Alþýðusambands Íslands mun að öllum líkindum stækka um 143 milljónir króna. Tillaga þess efnis liggur fyrir þingi ASÍ en það fer fram dagana 26.-28. október. Árið 2008 voru ákvæði um sjóð- inn felld úr lögum sambandsins og síðan þá þarf að samþykkja sérstak- lega að auka fé í honum. Það hefur hingað til ekki verið gert. Áður runnu 3,7 prósent af tekjum ASÍ í sjóðinn. Fyrir eru rúmlega 200 millj- ónir í sjóðnum. Endurskoðunarákvæði er að finna í kjarasamningum og verður það virkt í febrúar á komandi ári. Í greinargerð með tillögunni segir að í ljósi þeirrar miklu óvissu sem er um stöðu kjaramála á næstu misserum sé lagt til að leggja 143 milljónir af óráðstöfuðu eigin fé ASÍ í sjóðinn. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. – jóe 143 milljónir í Vinnudeilusjóð Bruni Eldur kom upp í VR-1, einni bygginga Háskóla Íslands, aðfara- nótt sunnudags. Í framhaldinu hefur Raunvísindadeild aflýst allri kennslu sem fram átti að fara í húsinu í dag. Fulltrúar deildarinnar munu meta stöðuna og senda út frekari tilkynn- ingar. Slökkviliðið náði mjög fljótt tökum á eldinum sem var í rými á ann- arri hæð hússins. Í húsinu, sem var mannlaust þegar eldurinn kom upp, fer meðal annars fram kennsla í efna- fræði. Eldfim og hættuleg efni eru í sérútbúnum efnageymslum í hús- inu þar sem fylgt er mjög ströngum öryggiskröfum. – jhh Kennsla fellur niður í VR-1 2 4 . o K t ó B E r 2 0 1 6 m á n u d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -1 F 1 0 1 B 0 9 -1 D D 4 1 B 0 9 -1 C 9 8 1 B 0 9 -1 B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.