Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 36
„Eitt af þeim hugtökum sem rutt hefur sér mjög til rúms á liðnum árum er klasasamstarf. Hugmynd­ in á bak við klasa er að stofnanir og fyrirtæki sem koma að ákveðn­ um viðfangsefnum vinni saman, en lykillinn að slíku samstarfi er að það einskorðist ekki við aðila í sama geira heldur tengi saman ólík viðfangsefni og nálganir. Sterkur vísir að slíkum klasa er þegar til staðar í miklu og góðu samstarfi milli Landspítala og stóru háskól­ anna í nágrenninu, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Það samstarf tengist svo fjölmörgum öðrum fyrir tækjum og stofnun­ um á Íslandi, sem öll leggja sitt af mörkum til að efla heilbrigðiskerf­ ið,“ segir Ari Háskólinn í Reykjavík hefur að sögn Ara lagt ríka áherslu á að efla tæknimenntun og tækniþekk­ ingu hér á landi. „Meðal þess sem háskólinn hefur lagt þar til eru menntun og rannsóknir í heilbrigð­ isverkfræði (e. biomedical engin­ eering). Þegar kemur að menntun á því sviði er lögð áhersla á þróun og nýtingu tækni fyrir heilbrigðis­ kerfið, en ekki þarf að fara mörg­ um orðum um það hversu mikil og góð áhrif tækniframfarir hafa haft á heilbrigðiskerfið. Háskólinn í Reykjavík hefur útskrifað fjölda einstaklinga sem hafa þekkingu á verkfræði­, tækni­ og læknisfræði­ legum undirstöðum. Í rannsóknum á sviði heilbrigðisverkfræði er unnið að þróun tækni og aðferða sem nýtast í að bæta heilbrigði og þjónustu. Landspítalinn og HR reka saman sérstaka rannsóknarstofu til að vinna að þróun nýrrar tækni og samnýta sérfræðinga á báðum stöðum í þeim verkefnum.“ Ari segir fjölmargt þegar hafa komið út úr því samstarfi og fjölda­ mörg verkefni bíða lausna. „Til að nefna aðeins eitt dæmi þá hefur verið þróuð þar tækni til að búa til þrívíddarlíkön sem nýtast til að aðstoða við undirbúning flókinna skurðaðgerða. Háskólinn í Reykja­ vík leggur áherslu á að halda áfram að efla gott samstarf við Landspít­ alann og aðra aðila í þessum geira, til að tryggja að menntun, nýsköp­ un og rannsóknir skili sér sem allra best í skilvirku og öflugu heilbrigð­ iskerfi fyrir íslenskt samfélag.“ HR heldur áfram að efla gott sam- starf við spítalann. Ari Kristinn Jónsson Ekki yrði mögu- legt að byggja undir heilbrigðisvísinda- svið Háskóla Íslands á öðrum stað nema með mjög miklum viðbótar- stuðningi frá stjórn- völdum. Háskólinn og Landspítalinn eiga það sameiginlegt að báðar stofnanir hafa verið undirfjármagnaðar um árabil. Menntun, heil- brigði og vísindastarf eru hins vegar undir- staða velferðar og hag- sældar þjóða. Jón Atli Benediktsson Landspítalinn og Háskólinn í Reykjavík reka saman sérstaka rannsóknarstofu til að vinna að þróun nýrrar tækni og samnýta sérfræðinga á báðum stöðum í þeim verkefnum. MYND/VILHELM Samstarf er undirstaða öflugs heilbrigðiskerfis Heilbrigðismál eru einhver mikilvægustu mál samfélags. Margir hafa þó að mati Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík, fulleinfalda mynd af þeim og hugsa kerfið fyrst og fremst út frá sjúkrahúsum. Til þess að hægt sé að viðhalda skilvirku og öflugu heilbrigðiskerfi þá þurfa margir þættir að koma saman. Meðal þeirra mikilvægustu eru að sögn Ara menntun, rannsóknir og nýsköpun. Bygging nýs spítala við Hringbraut þjónar að sögn Jóns Atla því markmiði að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu, tryggja gæði menntunar og þjálfunar stúdenta og heilbrigðisstarfsfólks og skapa aðstæður fyrir öflugt rannsókna- og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda. MYND/PJEtuR „Landspítalinn er stærsti sam­ starfsaðili Háskóla Íslands og báðar stofnanir starfa í reynd sem órofa heild og mynda til sam­ ans öflugt háskólasjúkrahús. Það vill oft gleymast í umræðunni um framtíðarstaðsetningu spítalans að hann er ekki aðeins sjúkrastofnun heldur jafnframt mikilvægasta kennslu­, þjálfunar­ og rannsókna­ stofnun landsins fyrir stúdenta og heilbrigðisstarfsfólk.“ Ríflega tvö þúsund nemendur Jón Atli segir mesta samstarf­ ið á milli heilbrigðisvísindasviðs Háskólans og Landspítalans, en öll fræðasviðin fimm sem starfa innan Háskóla Íslands starfa með einum eða öðrum hætti með spít­ alanum. „Við heilbrigðisvísinda­ svið eru ríflega tvö þúsund nem­ endur sem leggja stund á læknis­ fræði, hjúkrunarfræði, lyfjafræði, sálfræði, sjúkraþjálfun, tannlækn­ isfræði, geislafræði, lífeindafræði, talmeinafræði o.fl. Akademísk­ ir starfsmenn heilbrigðisvísinda­ sviðs eru um þrjú hundruð talsins og um hundrað þeirra eru sameig­ inlegir starfsmenn beggja stofn­ ana. Árangur öflugs samstarfs stofnananna birtist ekki síst á sviði vísindastarfsins og eru heil­ brigðisvísindi eitt sterkasta fag­ svið háskólans á alþjóðlega vísu.“ Nálægð spítalans við háskól­ ann er að sögn Jóns Atla lykil­ atriði. „Við Íslendingar erum fá­ menn þjóð og er mikilvægt að samnýta aðstöðu og innviði þjóðar­ sjúkrahússins og þjóðskólans eins og framast er unnt. Nálægð Nýs Landspítala við Háskóla Íslands skiptir því öllu máli, en starfsemi spítalans og heilbrigðisvísinda­ sviðs Háskóla Íslands er nú dreifð um alla borg. Bygging nýs spítala við Hringbraut þjónar því ótvírætt því markmiði að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu, tryggja gæði menntunar og þjálfunar stúdenta og heilbrigðisstarfsfólks og skapa aðstæður fyrir öflugt rannsókna­ og nýsköpunarstarf á sviði heil­ brigðisvísinda. Með öllu þessu styrkjum við stöðu háskólasjúkra­ hússins okkar í harðri samkeppni við bestu háskólasjúkrahús í heimi um hæfa nemendur, starfsfólk og fjármuni.“ Jón Atli segir einnig vert að hafa það í huga að auk Háskóla Ís­ lands og Landspítalans eru í næsta nágrenni Íslensk erfðagreining, Háskólinn í Reykjavík og ört vax­ andi Vísindagarðar Háskóla Ís­ lands þar sem þekkingarfyrirtæki á sviði heilbrigðisvísinda munu verða fyrirferðarmikil í framtíð­ inni. „Markviss uppbygging þekk­ ingarþorps á þessu svæði skapar samlegðaráhrif og gríðarleg tæki­ færi til framtíðar.“ Undirstaða velferðar Jón Atli segir nauðsynlegt að tryggja að Landspítalinn og Há­ skóli Íslands geti haldið áfram sínu nána samstarfi og er landfræðileg nálægð mikilvæg í því samhengi. „Einnig má benda á að ekki yrði mögulegt að byggja undir heil­ brigðisvísindasvið Háskóla Íslands á öðrum stað nema með mjög mikl­ um viðbótarstuðningi frá stjórn­ völdum. Háskólinn og Landspít­ alinn eiga það sameiginlegt að báðar stofnanir hafa verið undir­ fjármagnaðar um árabil. Menntun, heilbrigði og vísindastarf eru hins vegar undirstaða velferðar og hag­ sældar þjóða. Það eru því gríðar­ legir hagsmunir í húfi fyrir Ísland að þessum fjöreggjum okkar verði ekki teflt í hættu heldur verði for­ gangsraðað í þeirra þágu og þeim tryggðar auknar fjárveitingar. Þannig munum við geta átt áfram eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og jafnframt stutt að Háskóli Íslands verði áfram meðal 1­2% bestu háskóla á alþjóðavísu skv. mælingu Times Higher Educa­ tion World University Rankings. Við megum engan tíma missa og það verður að stíga ákveðin skref í þessu efni strax.“ Landfræðileg nálægð lykilatriði Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hefur mikla þýðingu bæði fyrir Háskóla Íslands og Landspítalann að mati Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ. Hann segir oft gleymast í umræðunni að spítalinn er ekki aðeins sjúkrastofnun heldur líka kennslustofnun. HRINgBRAutARVERKEfNIð 24. október 20168 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -5 F 4 0 1 B 0 9 -5 E 0 4 1 B 0 9 -5 C C 8 1 B 0 9 -5 B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.