Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 10
Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017 af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis- notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni. Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu. Miðað við stöðu þekkingar er afar erfitt að rekja hvaðan regnboga- silungur, sem sleppur úr sjókvíum hér við land, kemur. Allur regnbogi sem hér er alinn kemur frá sama seiðaeldisfyrirtækinu í Danmörku – og því allur að upplagi skyldur. Ekki hefur farið fram vinna við að greina erfðafræði þeirra né að finna þann mun sem getur verið á milli stöðva eða ára. Ekki eru heldur gerðar kröfur um merkingar. Þrátt fyrir að regnbogasilungur hafi veiðst í tugum veiðivatna í sumar hafa engar upplýsingar borist eftir- litsaðilum sem gætu skýrt hversu víða fiskurinn hefur dreift sér. Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi hefur gengið í veiðiár í öllum lands- fjórðungum í sumar. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði. Næstu daga og vikur bárust fregnir af þessum eldisfiski úr öllum landsfjórðungum – veiddum í rúmlega 30 ám. Það er lögboðin skylda rekstraraðila að tilkynna um slysasleppingu úr sjókvíaeldi, en enn hefur engin tilkynning um slysasleppingu á Vestfjörðum borist þar sem tvö fyrirtæki ala regnboga- silung í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Í júní fékk Fiskistofa hins vegar stað- festingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði. Strax í kjölfar þess að staðfest var að eldisfisk væri að finna í ám um alla Vestfirði fór Fiskistofa þess á leit við Hafrannsóknastofnun að kanna hvort hægt væri að ráða í hvaðan sleppifiskurinn er kominn. Þar sem það er ekki mögulegt á grundvelli erfðafræði að sjá hvaðan silungur- inn kemur, öfugt við eldislax, var óskað eftir að vöxtur fisksins væri skoðaður í þessu augnamiði ásamt fleiru. Þótt hægt sé að lesa í ákveðna þætti í lífssögu fiska með greiningu hreistursýna eru ekki til sýni af fiskum í eldi til samanburðar. Því er miklum annmörkum háð að greina uppruna út frá hreisturmynstri. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, stað- festir að allur regnbogasilungur hafi í seinni tíð verið fluttur inn frá Dan- mörku. „Erfðaefni hans er, eftir því sem við best vitum, ekki kortlagt og því ekki hægt að rekja fiska til upp- runa. Við höfum hins vegar tekið erfðasýni sem eru til af þeim regn- bogum sem hafa borist til okkar en þau hafa ekki verið greind. Þeir fiskar sem við höfum séð í sumar hafa allir verið hrygnur og eftir því sem ég best veit eru það fiskar sem hafa verið þrýstimeðhöndlaðir á hrognastigi og því geldir og hrygnu- gerðir,“ segir Guðni en bætir við Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur Allur regnbogasilungur sem hér er alinn í sjókvíum kemur frá sömu seiðaeldis- stöðinni í Danmörku. Því er ekki hægt að rekja slysasleppingar til einstakra eldis- fyrirtækja miðað við þá þekkingu sem fyrir liggur um eldið. Sérfræðingur setur stórt spurningarmerki við leyfisveitingar í sjókvíaeldi. Eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum við Ísland er afar umdeilt. Fréttablaðið/Sigurjón Hafrannsóknastofnun hefur fregnir og/eða myndir af regnboga úr 25 ám/vatna- kerfum og sýni úr níu ám – alls 39 fiskar. Þessir fiskar voru veiddir í ám á Vest- fjörðum. Mynd/HaFró Mér finnst því ábyrgðarhluti að veita mikið af leyfum til fiskeldis hér á landi ef umhverfisáhrifin eru ekki þekkt. Guðni Guðbergs- son, sviðsstjóri hjá Hafrannsókna- stofnun Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -5 5 6 0 1 B 0 9 -5 4 2 4 1 B 0 9 -5 2 E 8 1 B 0 9 -5 1 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.