Fréttablaðið - 24.10.2016, Side 10

Fréttablaðið - 24.10.2016, Side 10
Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017 af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis- notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni. Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu. Miðað við stöðu þekkingar er afar erfitt að rekja hvaðan regnboga- silungur, sem sleppur úr sjókvíum hér við land, kemur. Allur regnbogi sem hér er alinn kemur frá sama seiðaeldisfyrirtækinu í Danmörku – og því allur að upplagi skyldur. Ekki hefur farið fram vinna við að greina erfðafræði þeirra né að finna þann mun sem getur verið á milli stöðva eða ára. Ekki eru heldur gerðar kröfur um merkingar. Þrátt fyrir að regnbogasilungur hafi veiðst í tugum veiðivatna í sumar hafa engar upplýsingar borist eftir- litsaðilum sem gætu skýrt hversu víða fiskurinn hefur dreift sér. Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi hefur gengið í veiðiár í öllum lands- fjórðungum í sumar. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði. Næstu daga og vikur bárust fregnir af þessum eldisfiski úr öllum landsfjórðungum – veiddum í rúmlega 30 ám. Það er lögboðin skylda rekstraraðila að tilkynna um slysasleppingu úr sjókvíaeldi, en enn hefur engin tilkynning um slysasleppingu á Vestfjörðum borist þar sem tvö fyrirtæki ala regnboga- silung í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Í júní fékk Fiskistofa hins vegar stað- festingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði. Strax í kjölfar þess að staðfest var að eldisfisk væri að finna í ám um alla Vestfirði fór Fiskistofa þess á leit við Hafrannsóknastofnun að kanna hvort hægt væri að ráða í hvaðan sleppifiskurinn er kominn. Þar sem það er ekki mögulegt á grundvelli erfðafræði að sjá hvaðan silungur- inn kemur, öfugt við eldislax, var óskað eftir að vöxtur fisksins væri skoðaður í þessu augnamiði ásamt fleiru. Þótt hægt sé að lesa í ákveðna þætti í lífssögu fiska með greiningu hreistursýna eru ekki til sýni af fiskum í eldi til samanburðar. Því er miklum annmörkum háð að greina uppruna út frá hreisturmynstri. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, stað- festir að allur regnbogasilungur hafi í seinni tíð verið fluttur inn frá Dan- mörku. „Erfðaefni hans er, eftir því sem við best vitum, ekki kortlagt og því ekki hægt að rekja fiska til upp- runa. Við höfum hins vegar tekið erfðasýni sem eru til af þeim regn- bogum sem hafa borist til okkar en þau hafa ekki verið greind. Þeir fiskar sem við höfum séð í sumar hafa allir verið hrygnur og eftir því sem ég best veit eru það fiskar sem hafa verið þrýstimeðhöndlaðir á hrognastigi og því geldir og hrygnu- gerðir,“ segir Guðni en bætir við Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur Allur regnbogasilungur sem hér er alinn í sjókvíum kemur frá sömu seiðaeldis- stöðinni í Danmörku. Því er ekki hægt að rekja slysasleppingar til einstakra eldis- fyrirtækja miðað við þá þekkingu sem fyrir liggur um eldið. Sérfræðingur setur stórt spurningarmerki við leyfisveitingar í sjókvíaeldi. Eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum við Ísland er afar umdeilt. Fréttablaðið/Sigurjón Hafrannsóknastofnun hefur fregnir og/eða myndir af regnboga úr 25 ám/vatna- kerfum og sýni úr níu ám – alls 39 fiskar. Þessir fiskar voru veiddir í ám á Vest- fjörðum. Mynd/HaFró Mér finnst því ábyrgðarhluti að veita mikið af leyfum til fiskeldis hér á landi ef umhverfisáhrifin eru ekki þekkt. Guðni Guðbergs- son, sviðsstjóri hjá Hafrannsókna- stofnun Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -5 5 6 0 1 B 0 9 -5 4 2 4 1 B 0 9 -5 2 E 8 1 B 0 9 -5 1 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.