Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 15
fólk kynningarblað 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r Fanney Edda Felixdóttir og Sindri Snær Konráðsson fara með aðalhlutverkin í Litlu hryllingsbúðinni sem Leikfélag VMA frumsýndi í Samkomuhúsinu á Akureyri síðastliðinn föstudag. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Leikfélag Verkmenntaskólans á Akur­ eyri (VMA) frumsýndi söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomu­ húsinu á Akureyri síðasta föstudags­ kvöld við mikil fagnaðarlæti sýningar­ gesta. Söngleikurinn er með vinsælli og þekktari söngleikjum sögunnar og hefur margoft verið settur upp hér á landi af atvinnuleikhúsum og leik­ félögum framhaldsskóla við miklar vinsældir. Mikið hefur mætt á leikurum og aðstandendum sýningarinnar undan­ farnar vikur enda í nógu að snúast fyrir svo viðamikla uppfærslu. Aðal­ hlutverk sýningarinnar eru í höndum þeirra Fanneyjar Eddu Felixdóttur og Sindra Snæs Konráðssonar en þau fara með hlutverk Auðar og Baldurs. Þau segja undanfarnar vikur hafa ein­ kennst bæði af spennu og mikilli vinnu en bæði hafa þau brennandi áhuga á leiklist. „Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér og leiklistin fylgdi í kjölfarið,“ segir Sindri. „Síðan 2012 hef ég leikið í um tíu leiksýningum, leikstýrt einni og sungið mikið á Ak­ ureyri og í nágrenni. Ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessu verki er ein­ faldlega sú að þetta er einn af mínum uppáhaldssöngleikjum.“ Skemmtilegur tími Litla hryllingsbúðin er annað verkið sem Fanney tekur þátt í. „Á síðustu önn tók ég þátt í leikritinu Bjart með köflum sem VMA setti upp. Ég ákvað að fara í áheyrnarprufu fyrir Litlu hryllingsbúðina því mig dreymir um að verða leikkona þegar ég verð eldri. Þannig að ég reyni að grípa öll tæki­ færi sem mér bjóðast og tengjast leik­ list.“ Þau eru sammála um að æfingaferl­ ið hafi verið afar strembið en um leið mjög skemmtilegt. Auk þess hafi öll samvinna milli leikara og leikstjór­ ans verið mjög góð. „Það sem kom mér helst á óvart var hvað hópurinn náði strax vel saman og allir urðu mjög góðir vinir,“ segir Sindri. Fanney segir að þrátt fyrir krefj­ andi og erfitt æfingaferli hafi hún aldrei skemmt sér eins vel. „Þetta er æðislegur hópur og það er svo gaman að æfa og sjá sýninguna vaxa og dafna, alveg frá fyrsta samlestri og þar til verkið var frumsýnt á föstudag­ inn. Sjálf er ég líka búin að læra heil­ mikið, bæði um sjálfa mig og um leik­ list. Það sem kom mér helst á óvart var einfaldlega ég sjálf. Ég bjóst alls ekki við að fá hlutverk, sérstaklega ekki sönghlutverk, því ég hef aldrei sung­ ið opinberlega áður. Í æfingaferlinu er ég búin að læra svo margt og gera svo marga hluti sem ég bjóst aldrei við að ég gæti.“ miklar væntingar Þótt verkið sé heimsþekkt reynir hóp­ urinn að setja sitt mark á sýning­ una að sögn Sindra. „Við reynum að fylgja verkinu í bland við nýjungar. Við unnum karakterana mikið út frá okkur sjálfum og lýsingum úr hand­ ritinu. Leikmyndin er öll okkar en við höldum gömlu góðu lögunum.“ Fann­ ey bendir á að í öllum uppsetningum á verkinu hefur Auður verið ljóskutýpan og tannlæknirinn verið svarthærður. „Í uppsetningu okkar er ég lituð dökk­ hærð og tannlæknirinn er ljóshærður. En þetta er bara brot af því sem grein­ ir okkur frá öðrum uppsetningum, við reynum að gera sýninguna algjörlega að okkar eigin.“ Sýningin er sú stærsta sem VMA hefur tekið þátt í og væntingarnar því miklar. „Fyrirfram voru væntingarn­ ar í botni fyrir frumsýninguna. Við vonum sannarlega að fólk á Akureyri og í nágrenni komi til með að mæta á næstu sýningar. Það skiptir miklu máli að þetta heppnist sem best því það opnar fleiri möguleika fyrir leik­ sýningar og bara almennt félagslíf skólans í framtíðinni.“ Næstu sýningar verða föstudaginn 28. október og tvær sýningar verða laugardaginn 29. október. Nánari upplýsingar má finna á Face­ book, bæði á síðu nemendafélags VMA (Þórduna) og á Litla hryllingsbúðin. Miðar eru seldir á mak.is og tix.is. Strembið en gaman Þórduna kynnir Leikfélag VMA sýnir Litlu hryllingsbúðina um þessar mundir. Verkið er sýnt í Samkomuhúsinu og eru nokkrar sýningar eftir. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Mynda-upphengibrautir sem hafa þann kost að ekki þarf að negla í veggi og er mjög auðvelt að breyta uppröðun eða bæta við myndum. Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -2 4 0 0 1 B 0 9 -2 2 C 4 1 B 0 9 -2 1 8 8 1 B 0 9 -2 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.