Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 35
Arkitektarnir Sólveig Berg Emilsdóttir og Jóhannes Þórðarson eru hluti af KOAN hópnum sem sér um hönnun sjúkrahótelsins. MYND/EYÞÓR Hönnun sjúkrahótelsins var unnin með nýrri aðferðafræði þar sem sett var upp rafrænt, þrívítt og hlutbundið líkan af mannvirkinu. Á fjórðu hæð sjúkrahótelsins er rúmgóður glerskáli og þakverönd með útsýni yfir borgina í vestur. Efnisval innandyra tekur mið af starfseminni og þeirri staðreynd að dvalartími hótelgesta verður lengri en almennt gerist á hótelum. Reynt er að koma til móts við fjölbreyttar þarfir þeirra sem hótelið nota. Við hönnunina verða tryggð hótelherbergi með góðri dagsbirtu og er stærð og staðsetning glugga þannig háttað að allir njóti góðrar dagsbirtu og útsýnis hvort sem er úr rúmi eða stólum innan herbergja. Setu- stofur er staðsettar þannig að sólar og skjóls njóti. Bygging nýja sjúkrahótelsins við Hringbraut gengur vel og er bygg- ingin farin að taka á sig mynd. Í hótelinu verða 75 herbergi, veit- ingasalur og aðstaða fyrir fjöl- skyldur, auk stoðrýma. Húsið rís á norðurhluta lóðar Landspítala við Hringbraut milli Kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs, áfast gamla Ljósmæðraskólanum. Stefnt að vistvænni vottun Aðalhönnuðir hússins eru KOAN- hópurinn sem er samsettur af arkitektastofunum Yrki og Glámu Kími og verkfræðistofunum Conís og Raftákni. Hljóðvistarhönnun og brunatæknileg hönnun var unnin í samstarfi við Verkís og forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar var unnin af Spital-hópnum. Að sögn Jóhannesar Þórðarson- ar, arkitekts FAÍ hjá Glámu Kími, var hönnunin unnin með nýrri að- ferðafræði, BIM (Building inform- ation modelling), það er gerð upp- lýsingalíkans mannvirkisins þar sem sett var upp rafrænt, þrívítt og hlutbundið líkan af mannvirk- inu. „Við hönnunina var að auki mikil áhersla lögð á vistvæn bygg- ingarefni og -aðferðir og er stefnt að því að byggingin hljóti vistvæna vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.“ Tekur mið af fjölbreyttum notendahópi Aðspurð hvað helst hafi þurft að hafa í huga við hönnun sjúkrahót- elsins segir Sólveig Berg Emils- dóttir, arkitekt FAÍ hjá Yrki, að húsið sé hannað á forsendum ítar- legrar rýmisáætlunar verkkaupa og forhönnunar Spital-hópsins sem annaðist deiliskipulag Nýs Land- spítala og forhönnun allra mann- virkja innan þess. „Húsið er útfært á forsendum algildrar hönnunar og tekur hönnunin mið af fjölbreytt- um notendahópi. Þannig eru ellefu hótelherbergi innréttuð með þarfir hreyfihamlaðra í huga og eitt her- bergi er fyrir mikið fatlaðan ein- stakling. Hægt er að tengja saman hótelherbergi þannig að fjölskyld- ur geti verið í tveimur samliggj- andi herbergjum þar sem innan- gengt er á milli. Jafnframt er hægt að afmarka sérstakar fjölskyldu- álmur með setustofum þar sem er góð aðstaða til samveru sem og eldunaraðstaða,“ útskýrir Sól- veig og bætir við að mikil áhersla hafi verið lögð á að skapa þægilega ásýnd eins og á hefðbundnu vönd- uðu hóteli og séu efni, innréttingar og húsgögn í móttöku, setustofu og veitingasal valin með hliðsjón af því að skapa þannig andrúmsloft. „Hægt er að opna þessi rými út á sólríka suðurverönd á jarð- hæð, þar sem setja má útihúsgögn. Þannig geta notendur boðið til sín ættingjum eða vinum og tekið á móti þeim í nærandi og vinalegu umhverfi. Að auki er á fjórðu hæð rúmgóður glerskáli og þakverönd með útsýni yfir borgina í vestur,“ segir Jóhannes. Verklok í vor Sjúkrahótelið er kjallari og fjórar hæðir og mun það tengjast Barna- spítala Hringsins og Kvennadeild um tengigang í kjallara. Bygging- in er 4.258 fermetrar að stærð með kjallara og tengigöngum sem til- heyra hótelinu. Húsið er staðsteypt og einangrað að utan, klætt með granítklæðningu sem er sambæri- leg þeirri sem er á Barnaspítala Hringsins og er útfærð í samstarfi við myndlistarmanninn Finnboga Pétursson. Steinklæðningin er í raun listskreyting hússins en lista- verkið er unnið samkvæmt sam- komulagi við Listskreytingarsjóð. Framkvæmdir við hótelið hófust í nóvember síðastliðnum og er stefnt að verklokum vorið 2017. „Efnisval innandyra tekur mið af starfseminni og þeirri stað- reynd að dvalartími hótelgesta verður lengri en almennt gerist á hótelum. Komið verður til móts við fjölbreyttar þarfir þeirra sem hótelið nota en miðað er við að gestirnir verði ýmist einstakling- ar sem eru að jafna sig eftir að- gerðir, fólk í eftirmeðferð, rann- sókn eða lyfjagjöf, og aðstandend- ur sjúklinga eða hótelgesta,“ lýsir Jóhannes. „Við hönnunina eru tryggð hótel herbergi með góðri dags- birtu og er stærð og staðsetning glugga þannig háttað að allir njóti góðrar dagsbirtu og útsýnis hvort sem er úr rúmi eða stólum innan herbergja. Setustofur er staðsett- ar þannig að sólar og skjóls njóti. Jafnframt er reynt að tryggja að dagsbirta nái inn á alla herbergis- ganga um glugga við enda þeirra og þaðan fæst einnig útsýni út yfir borgina eða út á svæði Landspítal- ans,“ segir Sólveig. Byggingu sjúkrahótels miðar vel Sjúkrahótelið við Hringbraut er fyrsta nýbygging Nýs Landspítala. Hönnun hússins er í höndum KOAN-hópsins. Hönnunin tekur mið af fjölbreyttum notendahópi og verður komið til móts við mismunandi þarfir þeirra sem hótelið nota. Stefnt er að verklokum næsta vor. HRiNgBRAutARVERKEfNið 24. október 2016 7 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -6 4 3 0 1 B 0 9 -6 2 F 4 1 B 0 9 -6 1 B 8 1 B 0 9 -6 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.