Fréttablaðið - 24.10.2016, Side 4

Fréttablaðið - 24.10.2016, Side 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | HAF IÐ FISKVERS LU N 10 ára Fiskréttur vikunnar 24. - 31. október Líbönsk langa 1.890 kr. kg. viðskipti Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T og Time Warner hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á því síðarnefnda. Heild- arvirði Time Warner í þessum við- skiptum er 110 milljarðar dollara eða tæplega 13 þúsund milljarðar króna. Samkvæmt samningnum er virði eiginfjár Time Warner 85 milljarðar dollara eða um tíu þúsund milljarðar króna. Þetta eru stærstu viðskipti árs- ins ef af verður, en þau eru háð sam- þykki stjórnvalda í Bandaríkjunum Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðar- forstjóri Time Warner, segir þessi viðskipti í takti við breytingar á neysluvenjum í fjölmiðlun og afþrey- ingariðnaði. „Við sjáum breyting- arnar á því hvernig fólk nálgast efni og það kallar á að sníða þjónustu að þörfum hvers og eins,“ segir Ólafur Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Sambærileg þróun er annars staðar og er skemmst að minnast viðræðna Vodafone við 365 um kaup á hluta af starfsemi 365. Ólafur Jóhann segir fyrirséð að fólk muni nálgast sjón- varpsefni og kvikmyndir á mun fjöl- breyttari hátt en áður. Góð viðskipti fyrir hluthafa Ólafur segir AT&T ekki einungis stærsta í dreifingu sjónvarps í Banda- ríkjunum, heldur einnig í breiðbandi og farsímaþjónustu. Ólafur Jóhann, sem er ábyrgur fyrir stefnu og fjárfest- ingum Time Warner á alþjóðavísu, segir fyrirtækið hafa unnið að því að koma efni beint til neytenda. „Hér er verið að sameina stærsta dreifingar- fyrirtækið og það sem við viljum meina að sé öflugasta fjölmiðlunar- fyrirtækið.“ Meðal fyrirtækja sem heyra undir Time Warner eru frétta- veitan CNN, sjónvarpsstöðin og fram- leiðslufyrirtækið HBO og kvikmynda- framleiðandinn Warner Bros. Ólafur Jóhann segir ekki margar efnisveitur í heiminum bjóða upp á jafn mikið af gæðamyndefni. „Það hefur verið stefna okkar undanfarin ár að fjár- festa í gæðum í framleiðslu efnis og með því laða til okkar sköpunarkraft sem fylgir mesta hæfileikafólkinu.“ Verð á hlut er 107,5 dollarar en bréfin stóðu í 79 dollurum þegar til- kynnt var um að fyrirtækin stefndu að sameiningu. „Þetta eru afskaplega góð viðskipti fyrir hluthafa okkar og við vinnum fyrir þá,“ segir Ólafur Jóhann og bendir á að fyrirtæki af þessari stærðargráðu séu í mjög dreifðri eign sjóða og einstaklinga. Um er að ræða yfirtöku AT&T á Time Warner, en Ólafur Jóhann segir að hann reikni ekki með breytingum á sínum högum í kjölfarið. „Ég get upplýst það að ég hef skuldbundið mig til þess að vera áfram, en hvað það þýðir í árum er of snemmt að segja. Það er vilji okkar megin að þetta gangi vel og stjórnendur ein- huga um að leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði.“ Samruni félaganna er háður sam- þykki yfirvalda og reiknar Ólafur Jóhann með því að það muni taka nokkurn tíma að ganga endanlega frá samrunanum. Reiknað er með því að það geti tekið út næsta ár. Efasemdir hafa verið um slíka samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, en Ólafur Jóhann segir að það sé mikilvægt fyrir lýðræðið að til séu öflugir, sjálfstæðir og faglegir fjöl- miðlar eins og CNN, þar sem mikið sé af fréttaefni á netinu sem ekki lúti slíkri faglegri stjórn. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þennan samruna er Donald Trump, forsetaframbjóð- andi Repúblikana, en hann telur á sig hallað í fjölmiðlum. „Donald Trump var ekki hrifinn, svona ef einhver þarf staðfestingu á því að þetta sé góð hug- mynd.“ haflidi@frettabladidi.is Risakaup ársins á Time Warner Fjarskiptarisinn AT&T kaupir Time Warner. Ólafur Jóhann Ólafsson segir viðskiptin rökrétt skref til að mæta breyttu neyslumynstri í fjölmiðlun. Heildarvirði Time Warner 13 þúsund milljarðar í viðskiptunum. Risasamruni. AT&T kaupir Time Warner fyrir 13 þúsund milljarða króna. Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarfor- stjóri Time Warner, mun áfram starfa fyrir samsteypuna. Ólafur Jóhann Ólafsson samgöngur Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vest- mannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostn- aður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu til- boðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 millj- arða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan septem- ber og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sér- stakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipa- smíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjar- lægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur til- boð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrir- tækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hag- stæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu. – shá Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. Mynd/VeGAGeRðin BanDarÍkin Hillary Clinton, for- setaframbjóðandi Demókrata, segir að það skipti ekki lengur máli hvað helsti keppinautur hennar, Donald Trump, segir. Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki mann- inn. Kapphlaupið um Hvíta húsið hefur hingað til snúist að stórum hluta um ýmsar ásakanir í tengslum við persónu og sögu frambjóðenda. Nú ætlar Clinton að láta af slíkum leikjum. „Kappræður okkar hafa varað á fimmtu klukkustund. Héðan í frá dettur mér ekki í hug að svara honum,“ sagði Clinton við blaða- menn í Gettysburg. Fjórtán dagar eru þar til Banda- ríkjamenn kjósa sér forseta. – jóe Hættir að svara Donald Trump  Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni bera sigurorð af Trump. FRÉTTABLAðið/ePA BanDarÍkin Ally Bank í Bandaríkj- unum hefur hrint af stað átaki til að fá fólk til að hugsa betur um smá- myntir sem verða á vegi þess. Bank- inn hefur sett í dreifingu hundrað fölsk penní en finnendur þeirra geta skilað þeim í bankann og fengið þúsund dollara, ríflega 115 þúsund krónur, að launum. Peningarnir verða koparlitaðir líkt og hið venjulega penní en í stað andlits Abrahams Lincoln verður þar að finna merki bankans. Myntirnar hafa verið settar í umferð í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. – jóe Verðmæt mynt sett í umferð 2 4 . o k t ó B e r 2 0 1 6 m Á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -3 2 D 0 1 B 0 9 -3 1 9 4 1 B 0 9 -3 0 5 8 1 B 0 9 -2 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.