Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 22
Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur heimilað að fram fari forval á hönnun á nýju rannsóknarhúsi sem er mikilvæg­ ur hluti af Hringbrautarverkefn­ inu. Heilbrigðisráðherra var gest­ ur á málstofu NLSH um forval á hönnun nýs rannsóknarhúss sem er hluti af heildaruppbyggingu Hringbrautarverkefnisins þar sem þetta kom fram. „Ég hef samþykkt að heimila í samræmi við stjórnsýslu verk­ efnisins að fram fari forval vegna fullnaðarhönnunar rannsóknar­ hússins. Samstarfsnefnd um opin­ berar framkvæmdir hefur farið yfir allar áætlanir og forvalsgögn NLSH í samræmi við lög um skip­ an opinberra framkvæmda. Það er gleðilegt að ég hef sem ráðherra komið að ákvörðunum varðandi útboð og samninga á fullnaðar­ hönnun sjúkrahótelsins en bygg­ ing þess er í fullum gangi, einn­ ig að fullnaðarhönnun meðferðar­ kjarnans og nú að fullnaðarhönnun rannsóknarhússins. Allt eru þetta mikilvægir áfangar,“ sagði Krist­ ján Þór. Meðal annars fluttu erindi á málstofunni auk ráðherra, Gunn­ ar Svavarsson, framkvæmda­ stjóri NLSH, Jón Atli Benedikts­ son, rektor HÍ, Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH, Helgi Már Halldórsson, arkitekt SPITAL, og Kristín Jónsdóttir frá LSH. Gunnar Svavarsson, fram­ kvæmdastjóri NLSH, sagði stöðu Hringbrautarverkefnisins vera góða. „Hönnun nýs meðferðar­ kjarna gengur vel og senn verður sjúkrahótelið tekið í notkun. Í dag tekur við hjá okkur hjá NLSH að auglýsa nú þegar forvalið á hönn­ un Rannsóknarhússins sem mun gerbreyta aðstöðu starfsmanna þegar starfsemi rannsóknarstofa LSH flyst á einn stað. Það er hugur í okkur hjá NLSH og Hringbrautar­ verkefnið er á fullri ferð.“ Forval á hönnun rannsóknarhúss  Heilbrigðisráðherra heimilar forval á fullnaðarhönnun rannsóknarhúss Nýs Landspítala sem er hluti af Hringbrautarverkefninu.  Rannsóknarhús er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Land­ spítala (NLSH) sem mun rísa við Hringbraut í Reykjavík. Bygging­ in verður á fjórum hæðum, auk kjallara, og verður staðsett á suð­ vesturhluta Landspítalalóðar, ná­ lægt gatnamótum Barónsstígs og Hringbrautar, við hlið Lækna­ garðs Háskóla Íslands, skrifstofu­, tækni­ og bílastæðahúss og rand­ byggðar við syðstu götu. Nálægð Rannsóknarhússins við byggingu Háskóla Íslands er mikil væg því hún auðveldar sam­ þættingu rannsókna og kennslu sem fer fram í báðum húsum, enda sinnir sama starfsfólk oft hvoru tveggja. Það er hönnunarhópurinn SPIT­ AL sem sér um forhönnun Rann­ sóknarhússins og er Helgi Már Halldórsson arkitekt hönnunar­ stjóri SPITAL­hópsins. Hann segir skipta miklu máli að uppbygging rannsóknarhúss bjóði upp á mik­ inn sveigjanleika. „Starfsemin í slíku húsi er í stöðugri þróun og tekur innra fyrirkomulag þess miklum breytingum á líftíma hússins. Því verður hönnunin að taka mið af þessum þörfum. Bygg­ ingin skiptist í þrjár álmur og þar munu starfa um 350 manns. Lögð verður áhersla á að skapa aðlað­ andi vinnustað með góða aðstöðu fyrir starfsfólk.“ Aukin samþætting Að sögn Þórðar Steingrímsson­ ar, arkitekts og verkefnisstjóra rannsóknarhúss, eru meginverk­ efni rannsóknarstofu Landspítala þjónustu­ og tilvísunarrannsókn­ ir fyrir allar heilbrigðisstofn­ anir í landinu, auk kennslu, vís­ indarannsókna og umsjónar með rannsóknatengdu námi. „Deildir rannsóknarstofanna eru sjö tals­ ins, auk Blóðbankans. Í dag eru deildirnar staðsett­ ar víða um borgina en með bygg­ ingu hússins er m.a. stefnt að auk­ inni samþættingu rekstrar þess­ ara deilda sem leiðir af sér um leið mikinn sparnað og aukin þægindi fyrir alla aðila.“ Starfsmenn deildanna veita einnig sérfræðiálit og stuðnings­ þjónustu við aðrar sérgreinar, utan og innan stofnunar. „Sumar þessara deilda eru þær einu sinn­ ar tegundar hér á landi og þjóna því sem rannsóknarstofur heil­ brigðisþjónustunnar. Rúmur þriðj­ ungur af starfi rannsóknarstof­ anna er fyrir aðila utan Landspít­ alans.“ Ljósir litir ráðandi Rannsóknarhúsið mun í yfir­ bragði, efnis­ og litavali falla að nýrri og gamalli byggð Landspít­ alalóðar að þeirra sögn. „Þann­ ig mun yfirbragð byggingarinn­ ar einkennast af ljósum litum en aðal klæðning útveggja verður ljós­ ar náttúrusteinflísar. Randbygg­ ing myndar vel afmarkað skjólgott svæði sem byggingarálmur loka á þrjá vegu með hálflokuðum inn­ garði sem fær hlýlegt yfirbragð og vandaðan frágang. Aðalinngangur hússins er á 2. hæð, frá efri götu milli rannsóknarhúss og meðferð­ arkjarna. Móttaka blóðgjafa er á 1. hæð hússins en blóðsöfnun Blóð­ bankans hefur þá sérstöðu að vera eina starfsemin í húsinu sem tekur á móti utanaðkomandi umferð.“ Forhönnun rannsóknarhússins byggir á vinningstillögu SPITAL­ hópsins í samkeppni um uppbygg­ ingu á Landspítalalóð sem haldin var fyrri hluta árs 2010. „Vinna við forhönnunina fór fram strax eftir lok samkeppninnar og stóð yfir til ársloka 2012. Að henni kom stór hópur notenda, bæði á hönnun­ artímanum en einnig í sérstakri endur rýni sem fór fram fyrr á þessu ári. Nú er áætlað að útboð fullnaðarhönnunar hússins fari fram á næstunni.“ Mikill sparnaður og aukin þægindi Hönnunarhópurinn SPITAL sér um forhönnun rannsóknarhússins sem er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar nýs Landspítala sem mun rísa við Hringbraut. Nálægð hússins við byggingu Háskóla Íslands er mikilvæg því hún auðveldar samþættingu rannsókna og kennslu. Arkitektarnir Þórður Steingrímsson (t.v.) og Helgi Már Halldórsson. MYND/ERNIR Rannsóknarhúsið er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Landspítala og verður á fjórum hæðum, auk kjallara. Frá vinstri: Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, Ásbjörn Jónsson NLSH, Helgi Már Halldórsson SPITAL, Kristín Jónsdóttir LSH, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri LSH, og Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður NLSH. HRINGbRAuTARvERKEFNIð 24. október 20166 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -6 4 3 0 1 B 0 9 -6 2 F 4 1 B 0 9 -6 1 B 8 1 B 0 9 -6 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.