Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 11
Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017 af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis- notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni. Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu. Regnbogi alinn í úreltum kvíum Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir hjá Mat- vælastofnun, segir að í dag sé gerð sú krafa að að minnsta kosti tíu prósent af öllum laxi sem fer í sjókvíar séu merkt. Hugsunin á bak við það er að auð- velda mönnum að þekkja eldislax frá öðrum fiski. „En síðan erum við með lífsýni úr öllum foreldrum og vitum nákvæmlega hvaða fjölskyldur fara hvert í sjókvíar þannig að auðvelt ætti að vera að rekja slíkan strokufisk til heimakvíar. Slíka útvortis merkingu þurfum við auðvitað ekki með regnboga, það sjá allir um hvers kyns fisk er að ræða,“ segir Gísli. Gísli segir það ekki hafa verið á dagskrá að merkja regnbogasilung í sjókvíaeldi, það yrði þá að vera með einhvers konar örmerkjum. „En til að gera langa sögu stutta þá er nánast allur regnbogi á leiðinni út úr íslensku fiskeldi og því þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af því á næstu árum. Það hafa ekki verið flutt inn hrogn svo neinu nemi núna í tæp tvö ár og eftir standa einhverjir litlir framleiðendur. Það gleðilega er að með regnboganum hverfur líka eldri og úreltur sjókvíabúnaður sem að mörgu leyti er barn síns tíma. Við taka mjög öflug mannvirki í takt við laga- og reglugerðarbreytingar sem voru gerðar hér heima vorið 2014. Öll ný leyfi þurfa að uppfylla nýja staðalinn um styrkleika og útbúnað kvíanna sem er hið besta mál,“ segir Gísli. að jafnframt sé bagalegt ef mikið kemur fram af eldisfiski sem enginn kannast við að hafa misst. „Þá má álykta að eitthvað sé að hjá eldisaðilum og/eða eftirlitsstofn- unum. Okkur sem höfum þurft að gefa umsagnir vegna umhverfismata finnst verulega vanta upp á aðgengi- legar upplýsingar um fiskeldi. Það er nauðsynlegt að byggja á hlutlægum upplýsingum. Eldi er búið að vera það lengi í þriðju fiskeldisbylgju að reynsla er að koma fram. Fiskar eru að sleppa úr eldi sem er í sam- ræmi við reynslu annars staðar, það er ljóst. Á sama tíma er verið að fara fram á leyfi til að auka eldið til muna. Mér finnst því ábyrgðarhluti að veita mikið af leyfum til fiskeldis hér á landi ef umhverfisáhrifin eru ekki þekkt,“ segir Guðni. „Tilgangurinn með umhverfis- mati er að draga fram áhrif fram- kvæmda. Ef þekkingu skortir er rétt að farið sé hægt við útgáfu leyfa fyrr en það er nokkuð ljóst hvaða áhrif framkvæmdir hafa m.a. verðandi umhverfisáhrif. Þegar er búið að gefa út leyfi til fiskeldis sem eru mörgum sinnum meiri en fram- leiðslan er, ætti ekki að standa fyrir vexti í viðkomandi atvinnugrein þótt farið sé hægt í útgáfu leyfa,“ segir Guðni. Samfélag Tvö prósent aðspurðra í nýrri könnun lögreglunnar segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi árið 2015. Þrettán prósent þeirra segja að um nauðgun hafi verið að ræða eða sex af þeim 2.544 sem svöruðu könnuninni. Rannsóknin er unnin af Gallup fyrir embætti ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Úrtakið var 4.000 manns, átján ára og eldri, þar sem helmingur var búsettur á höfuðborgarsvæðinu og helmingur á landsbyggðinni. Fréttablaðið birti á föstudag útreikninga sína á fjölda nauðgunar- mála á Íslandi árið 2014. Útreikningar blaðsins gerðu ráð fyrir því að tíu prósent nauðgunarmála væru kærð til lögreglu og reiknaði út að 1.300 nauðganir hefðu átt sér stað árið 2014. 131 nauðgun var tilkynnt til lögreglu um land allt það ár. Rannsókn lögreglunnar sýnir fram á sömu niðurstöður. Tíu prósent þátt- takenda sem sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi árið 2015 tilkynntu málið til lögreglu. Athygli vekur að nærri 39 prósent þeirra sem orðið höfðu fyrir annars konar ofbeldi til- kynntu um málið til lögreglu. Konur voru líklegri en karlar til að tilkynna kynferðisbrot en ólíklegri til að til- kynna ofbeldisbrot gegn sér. Rannsókn lögreglunnar er árleg og þetta er í sjöunda sinn sem hún er gerð. Hægur stígandi hefur orðið í fjölda kynferðisbrota á síðastliðnum árum en 1,2 prósent svöruðu því játandi að hafa orðið fyrir kynferðis- ofbeldi árið 2013. Í ár var lögð ný spurning fyrir þol- endur þar sem spurt var hversu alvar- legt þeim þótti brotið. 47 prósent þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sögðu brotið ekki mjög alvarlegt, en 52 prósent sögðu brotið annaðhvort nokkuð alvarlegt eða mjög alvarlegt. Í skýrslunni er vakin athygli á því að sautján prósent þolenda kynferðisofbeldis mátu brot- ið mjög alvarlegt þrátt fyrir að aðeins tíu prósent hefðu tilkynnt það til lög- reglu. Ef tölurnar eru bornar saman við þá sem höfðu orðið fyrir annars konar ofbeldi sést að mun hærra hlut- fall áleit það ofbeldi nokkuð eða mjög alvarlegt eða sjötíu prósent. Í Fréttablaðinu á föstudag var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, formann samráðshóps innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrotamála. Hópurinn hefur skilað af sér aðgerða- áætlun til fjögurra ára í málaflokknum sem gerð verður opinber fyrir árslok. „Auðvitað miða allar þessar aðgerðir að því að gera kerfið betra og auka traust fólks á kerfinu svo það komi og leiti inn í kerfið þegar brotið hefur verið á því,“ sagði María Rut. – ss Tilkynna ekki þótt ofbeldið sé gróft Mikil vitundarvakning hefur orðið varðandi kynferðisbrot síðastliðin ár. Þrátt fyrir það eru aðeins tíu prósent brota tilkynnt til lögreglu og þar af enda um fimm pró- sent með sakfellingu fyrir dómi. Druslugangan er gengin árlega til að berjast gegn kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Valli 52% sögðu kynferðisofbeldið nokkuð eða mjög alvarlegt. Rannsókn lögreglunnar er árleg og þetta er í sjöunda sinn sem hún er gerð. f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 11m Á N U D a g U r 2 4 . o k t ó B e r 2 0 1 6 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -4 6 9 0 1 B 0 9 -4 5 5 4 1 B 0 9 -4 4 1 8 1 B 0 9 -4 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.