Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 13
Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 mánudaginn 24. október kl. 17:00–18:45 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Setning Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands Side effects after cancer – how you move on Josina Bergsøe rithöfundur Síðbúnir fylgikvillar eftir krabbameinslyfjameðferð Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir Gildi eftirlits varðandi aukaverkanir af andhormónum Þóra Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur Krabbamein í æsku – eftirfylgd út lífið Vigdís Hrönn Viggósdóttir hjúkrunarfræðingur Reynslusaga: Hégómi eða lífsgæði? Dóróthea Jónsdóttir Umræður ER ÞETTA BARA ÉG? SÍÐKOMNAR AFLEIÐINGAR MEÐFERÐAR DAGSKRÁ BLEIKASLAUFAN.IS Stuðningsaðilar: Fundarstjóri: Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman Aðgangur ókeypis og allir velkomnir Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og það er líka efnahagsmál. Rannsóknir hafa sýnt að með því að bæta stöðu kvenna aukum við hagvöxt og efna­ hagslegan stöðugleika. Fjárhags­ legt sjálfstæði kvenna er ekki bara gott fyrir samfélagið heldur er það forsenda þess að konur geti staðið jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Atvinnuþátttaka kvenna hefur alltaf verið mikil á Íslandi, hún er álitin styrkleiki vinnumarkaðarins og hefur jákvæð áhrif á landsfram­ leiðslu. Því sætir furðu hversu seinlega okkur gengur að útrýma launamun kynjanna. Samfylkingin hefur um árabil verið leiðandi í að útrýma launamun kynjanna. Síðasta ríkisstjórn Samfylk­ ingarinnar kom meðal annars á jafn­ launastaðli, setti lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og jafnaði hlut kynjanna í ríkisstjórn og æðstu embættum ríkisins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur minnkaði jafnframt launamun kynjanna tals­ vert, en verkinu er hvergi nærri lokið. Frá árinu 1961 hefur verið staðfest með lögum að óheimilt sé að mis­ muna í launum út frá kynferði. Ný jafnréttislög frá árinu 2008 kveða skýrt á um að launaleynd í ráðningar­ samningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þrátt fyrir það eru mjög fá mál vegna launa­ mismununar kærð. Lög gagnast okkur þó ekki nema haft sé eftirlit með að þeim sé fram­ fylgt og er Jafnréttisstofu ætlað að sinna því eftirlitshlutverki. Jafnréttis­ stofa fær framlög til jafnréttismála. Í núverandi fjárlögum eru áætlaðar 102,8 milljónir til Jafnréttisstofu og 21,5 milljónir í önnur framlög. Það er ljóst að fjármunirnir duga ekki fyrir því víðtæka hlutverki sem Jafnréttis­ stofu er ætlað og því viljum við í Sam­ fylkingunni tvöfalda þessi framlög hið minnsta. Ábyrgðin liggur nefnilega hjá þeim sem setja leikreglurnar. Nú eru 55 ár síðan það var staðfest með lögum að óheimilt væri að mis­ muna körlum og konum í launum. Við eigum öll að taka þá grundvallar­ afstöðu að borga konum og körlum sömu laun fyrir sömu störf. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt jafnrétti. Árið er 2016. Þetta er ekkert flókið. Það er bara að gera það. Tvöföldum framlög til jafnréttismála Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frambj. Sam- fylkingar og stjórnarkona í Kvennahreyfingu flokksins Steinunn Ýr Einarsdóttir frambj. Samfylk- ingar og formaður Kvennahreyfingar flokksins Þetta er ekkert flókið. Það er bara að gera það. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag Það var rok og rigning hér heima þegar ég brá mér á dögunum til Seattle í Bandaríkjunum. Þar reyndist vera sama veður og enn meira óveður í aðsigi að sögn veðurfræðinga. Grár himinn og þung­ skýjað. Gargandi putti Trump var í sjónvarpinu þegar ég kveikti á því og hann var þar enn þegar ég slökkti á því og þegar ég kveikti á því morguninn eftir var hann þar enn, gargandi með þennan eilífa putta sinn á lofti. Það væri indjánanafnið hans: Gargandi putti. Hann var æfur en samt báru öll svipbrigði mannsins þess merki að hafa verið þaulæfð fyrir framan spegilinn. Soldið eins og Hitler. Hann var greinilega þarna í sjónvarpinu frá morgni til kvölds – og alla nóttina líka. Þann tíma sem ég dvaldi þarna í Seattle var Trump eins og grátt og þungt ský sem grúfir yfir Ameríku og neitar að fara. Hann var rok og rigning. Þegar hann var ekki sjálfur að garga, með puttann á lofti, var fólk að tala um hann; alls konar fólk, sem reyndi að finna nýja og nýja fleti á því að tala um öll hans stórfenglegu ómögulegheit. Bestur þótti mér Bill Maher, sem er glúrinn gaman­ málamaður á vinstri kantinum. Hann sýndi því ekki nokkurn skilning að Trump hafi í hyggju að vefengja kosningaúrslitin ef þau reynast honum óhagstæð, sá í því ógn við lýðræðið og tilraun til að fæla minni­ hlutahópa frá kjörstöðum með því að senda ofbeldis­ hneigðum stuðningsmönnum skilaboð um að ganga hart fram í því að hafa áhrif á kjörsókn. Hann sá í þessu að Trump væri að skera upp herör. Hann sagði að Trump væri „the Che Guevara of the deplorables“ með vísun í þá umdeildu einkunn sem Hillary gaf á sínum tíma heitustu stuðningsmönnum Trumps, að þar færi ömurlegt lið. Ég rak mín erindi – flutti mína tölu og gerði svo þetta sem Íslendingar gera í útlöndum: fékk mér regnhlíf, fór í H&M og Forever 21, fékk mér bjór og handborgara. Ég hélt ég væri að fara á listasafn en þar reyndust bara rafmagnsgítarar og gítarnögl og aðrir helgir dómar Kurts Cobain. En ég sá til allrar hamingju líka aðra sýningu þar sem var meðal annars undurfagurt verk eftir Steinunni Sigurðardóttur, kjóll sem virtist gerður úr draumum og þrá. Ég skimaði svo auðvitað eftir Frasier en hann reyndist hafa yfirgefið bygginguna; hitti aftur á móti stórmerkan bókasafn­ ara af íslenskum ættum … Stjórnmál framtíðarinnar? Og fór svo aftur á hótelið. Þar var Trumphog Day í sjónvarpinu. Bálreiður putti. Hann var að garga og fara með atriðið sitt frammi fyrir fagnandi lýðnum, láta reka einhvern mann út af svæðinu sem var með múður – og var augljóslega sviðsett atriði, eins og allt þarna; yfir amerískri kosningabaráttu er einatt ein­ hver óraunveruleikablær, með aðkeyptum hvatn­ ingarópum og hrifningarflogum en Trump hefur tekið þetta skrefinu lengra í áttina að fjölbragða­ glímunni bandarísku, þar sem allt er tómt sjónarspil, hver er góður og hver vondur, hver vinnur og hver tapar – kannski er þetta framtíðin? Kannski er þetta nútíminn? Svo komu talandi hausar og fóru að tala um hann, hvað hann væri nú skrýtinn og fáránlegur og léti mikla vitleysu út úr sér. Þau gátu ekki hætt að tala um hann og ég gat ekki hætt að horfa þó að ég væri búinn að heyra og sjá allt áður. Það voru sýnd viðtöl við konur sem vitnuðu um líkamsárásir hans á sig, og aftur og aftur var leikin upptaka af vanmetagorti hans yfir því að káfa á konum og troða tungunni á sér upp í þær áður en þær fengju rönd við reist. Sjálfur hefur hann reynt að afgreiða þetta tal sem karlaklefagys, en mér er sem ég sæi félaga mína í badmintonliðinu Garpi tala svona eða þá hina ráðvöndu og háttvísu lögmenn sem spila um leið og við í Badmintonhöll­ inni í Álfheimum. Um þetta var rætt fram og aftur og velt upp nýjum og nýjum flötum á óhæfi Trumps. Hann lýgur og hatar og gargar. Hann æsir upp og espar fólk til ódáða. Hann er hinn fullkomni undirmálsmaður, svíkur um greiðslur, fer á hausinn með ólíklegustu ævintýri; eini maðurinn í sögu mannkyns sem ekki getur einu sinni rekið spilavíti með hagnaði, eins og Obama sagði: Í spilavítum vinnur húsið alltaf, nema þegar Trump á spilavítið … Eiginlega virðast engin takmörk fyrir því hversu óhæfur einn náungi getur reynst vera til að gegna nokkru starfi; ekki er hægt að finna svo fábrotið og einfalt starf að honum sé treystandi fyrir því; hvað þá að hann sé fær um mannaforráð. Eina starfið sem þessi maður gæti hugsanlega gegnt er að vera týpa í sjónvarpinu – sem er einmitt það eina sem hefur lánast hjá honum. Þetta blasir við hverjum manni; þarf ekki annað en að horfa á þennan óviðfelldna putta á honum. Samt segja kannanir að fjörutíu prósent Bandaríkjamanna séu enn staðfastlega á þeirri skoðun að hann sé betri til starfans en Hillary Clinton. Á því er aðeins ein haldbær skýring: Hún er kona. Hann frekjulegur karl. En sem sagt: óveðrið þeirra í aðsigi þarna í Seattle kom aldrei. Bara rok og rigning. Þegar ég kom svo heim var rok og rigning. Við fáum víst litlu breytt um það. En öðru ráðum við sjálf. Og kjósum bráðum: kjósum enga vitleysu … Rok og rigning Hann sagði að Trump væri „the Che Guevara of the deplor­ ables“ með vísun í þá umdeildu einkunn sem Hillary gaf á sínum tíma heitustu stuðnings­ mönnum Trumps, að þar færi ömurlegt lið. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 2 4 . o k T ó B e R 2 0 1 6 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -3 2 D 0 1 B 0 9 -3 1 9 4 1 B 0 9 -3 0 5 8 1 B 0 9 -2 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.