Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 21
„Ábyrgð verkefnisins er í höndum NLSH en FSR veitir aðstoð og ráð- gjöf við verkefnisstjórn með það að markmiði að reynsla og þekk- ing FSR á sviði verkefnastjórn- unar skili sér inn í verkefnið,“ út- skýrir Halldóra Vífilsdóttir, for- stjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hún segir FSR hafa ábyrgðar- miklu hlutverki að gegna í notkun BIM (e. Building Information Mod- elling), upplýsingalíkönum mann- virkja, en aðferðafræði BIM bygg- ir á samvinnu og upplýsingaflæði milli aðila verkefnis og eykur gæði og áreiðanleika hönnunargagna ásamt því að bæta framkvæmda- ferlið. Fjölþættur ávinningur BIM „Ávinningur af BIM er fjölþætt- ur fyrir hönnunarteymið, verk- taka, eigendur eða notendur. Út- búin eru stafræn þrívíddarlíkön af mannvirkinu sem gera hönnuð- um kleift að greina og betrumbæta hönnunina á ýmsa vegu. Líkönin nýtast verktaka sem getur útbúið hermun af framkvæmdinni áður en framkvæmdir hefjast og þannig hannað skilvirkara framkvæmda- ferli. Eigendur nýta svo líkönin áfram til reksturs á mannvirkinu. FSR sér um Byggeweb, verkefna- vef Hringbrautarverkefnisins og hefur umsjón með vinnu ráðgjafa varðandi Breeam-vottun verkefn- isins en Breeam er alþjóðlegt vist- vottunarkerfi. Einnig má nefna að FSR hefur metið hæfi bjóðenda í þeim útboðum sem farið hafa fram og aðstoðar við útboð. Þegar kemur að verklegri framkvæmd þá ber FSR, í samstarfi við NLSH, ábyrgð á eftirliti með verkfram- kvæmdinni en gerður er samning- ur, eftir útboð, við eftirlitsaðila um daglegt eftirlit.“ Staða framkvæmda og verklok „Heildarverkefninu er skipt upp í fjórar byggingar: meðferðar- kjarni með legudeildum, rann- sóknarhús, sjúkrahótel og svo bíla- stæðahús sem hýsir bæði skrif- stofu- og tæknihluta. Einnig mun Háskóli Íslands byggja húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið á lóðinni. Í raun er því um að ræða nokkur verkefni sem eru á mis- munandi stigum,“ segir Halldóra. Meðferðarkjarninn er áætlaður um 58.500 m2 að stærð. Verið er að vinna að fullnaðarhönnun og er áætlað að framkvæmdum vegna meðferðarkjarna og legudeilda verði lokið í árslok 2023. Rann- sóknarhúsið er áætlað um 14.000 m2. Næsta skrefið í því verkefni er að auglýsa forval vegna fullnaðar- hönnunar og eru áætluð verklok framkvæmda árið 2023. Sjúkra- hótelið, um 4.000 m2, er í byggingu og mun það klárast á næsta ári. Framkvæmdum vegna bílastæða- húss á svo að ljúka, skv. áætlunum, árið 2021.“ Breeam-umhverfisvottun „Ákvörðunin um að fara í um- hverfisvottun í þessu verkefni er í samræmi við markmið stjórnvalda um að sýna fordæmi og vera fyrir- mynd í að tryggja gæði og fag- mennsku í byggingarframkvæmd- um. Umhverfisvottunarkerfi líkt og Breeam hvetja til vistvænn- ar hönnunar með notendur í fyr- irrúmi og leggja jafnframt mat á umhverfisstjórnun á verktíma sem og rekstur byggingar út líftíma hennar. Ávinningar umhverfis- vottunar eru því ekki eingöngu umhverfislegir heldur einnig sam- félagslegir og efnahagslegir.“ Ákvörðunin um að fara í um­ hverfis vottun í þessu verkefni er í samræmi við markmið stjórnvalda um að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og fag­ mennsku í byggingar­ framkvæmdum. Halldóra Vífilsdóttir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir starfsemi Landspítalans eiga sér langa sögu á Hringbrautinni og að lengi hafi verið gert ráð fyrir aukinni starfsemi tengdri spítalanum í skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Mynd/STefÁn Hvernig samræmist Hring- brautarverkefnið skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins? Áframhaldandi uppbygging Landspítalans við Hringbraut er í ágætu samræmi við þá stefnu um skipulagsmál sem sett hefur verið fram í landsskipulags- stefnu, í svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins og í aðalskipu- lagi Reykjavíkur. Starfsemi Landspítalans á sér auðvitað langa sögu á þessum stað og það hefur líka lengi verið gert ráð fyrir aukinni starfsemi tengdri spítalanum í skipulagi. Þannig hefur lengi verið gert ráð fyrir færslu Hringbrautar til suð- urs og samfelldu stofnanasvæði norðan hennar, tengdu lóð Land- spítalans. Bygging Læknagarðs á sínum tíma er til vitnis um þetta, en hann var byggður í kring- um 1980. Einnig lagning nýrrar Hringbrautar fyrir u.þ.b. 10 árum. Markmið með færslu Hringbraut- ar var meðal annars að sameina Landspítalalóðina beggja vegna gömlu Hringbrautar. Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er áfram gert ráð fyrir uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Það tengist meðal annars áherslu aðalskipulagsins á þéttingu byggðar og á vaxtar- pól rannsókna og nýsköpunar í Vatnsmýri sem tengir Landspítal- ann háskólunum og annarri þekk- ingarstarfsemi í Vatnsmýri. Sam- bærilegar áherslur er að finna í svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins, þar sem sett er fram stefna um þróun byggðar á höfuð- borgarsvæðinu til næstu áratuga. Nánara fyrirkomulag uppbygg- ingar vegna Nýs Landspítala er síðan sett fram í deiliskipulagi Landspítalans. Deiliskipulagið er ágætt dæmi um hvernig hægt er að útfæra stórar byggingar á mannlegum mælikvarða, í sam- hengi við nærliggjandi byggð og skapa vönduð bæjarrými. Hver er aðkoma Skipulagsstofn- unar að Hringbrautarverkefninu? Bein aðkoma Skipulagsstofnunar að slíkum skipulagsákvörðunum er fyrst og fremst í gegnum sam- ráð og ráðgjöf við sveitarfélögin við mótun skipulagstillagna. Einnig er aðal- og svæðisskipulag háð staðfestingu stofnunarinnar. Til viðbótar vinnur Skipulags- stofnun tillögu að landsskipulags- stefnu fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, en Alþingi samþykkti síðastliðið vor í fyrsta sinn landsskipulagsstefnu. Í henni er sett fram almenn stefna um skipulagsmál. Fyrirliggjandi áform um skipulag Landspítalans við Hringbraut falla ágætlega að þeim áherslum sem þar eru settar fram. Ákvarðanir um skipulag byggðar liggja þó fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum. Það er því Reykjavíkurborg sem hefur haft mest með skipulag Landspít- alasvæðisins að gera. Verkefni af þessari stærðargráðu koma líka inn á borð annarra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, því sveitar félögin standa saman að svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðsins þar sem mótuð er stefna um þróun byggðar og sam- gangna á höfuðborgarsvæðinu sem heild. Þá eru svona stór verkefni auð- vitað með öðrum hætti á borði fleiri stofnana ríkisins, bæði í gegnum ákvarðanir um rekst- ur og uppbyggingu Landspítal- ans, ákvarðanir um uppbygg- ingu á vegum Háskóla Íslands og framkvæmdir á borð við færslu Hringbrautar sem er á forræði Vegagerðarinnar. Það eru þann- ig ýmsir opinberir aðilar, bæði á sveitarstjórnarstigi og landsvísu, sem koma að svona stórum skipu- lagsverkefnum á ýmsan máta. Samræmist vel skipulagi borgar Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut í ágætu samræmi við önnur skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri framkvæmdasýslu ríkisins, ásamt starfsfólki. Hún segir aðkomu fSR að Hringbrautarverkefninu margþætta. Mynd/eRniR framkvæmdasýslan veitir ráðgjöf Hlutverk framkvæmdasýslu ríkisins, FSR, er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda. Meginverkefni FSR snúa að umsjón með verklegum framkvæmdum ríkisins, allt frá undirbúningi þeirra og áætlunargerð að verklegum framkvæmdum og gerð skilamats. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir aðkomu FSR að uppbyggingu nýs Landspítala á Hringbraut vera margþætta. HRingbRauTaRVeRkefnið 24. október 2016 5 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -5 F 4 0 1 B 0 9 -5 E 0 4 1 B 0 9 -5 C C 8 1 B 0 9 -5 B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.