Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Gleymum heldur ekki að lífeyris- greiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafn- réttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Það er kvennafrí. Í dag leggja konur niður vinnu kl. 14:38 og ganga út. Kvennafríið er táknræn aðgerð sem konur beittu fyrst 1975 til að mótmæla launamun kynjanna. Þá voru mæður okkar í aðal- hlutverki. Í dag leiðum við mæður okkur og dætur á baráttufund í sömu erindagjörðum. Kynslóðir kvenna leggja niður störf og ganga út til að mótmæla. Fyrir tuttugu árum sat ég fyrirlestur um launamál kynjanna. Á fundinum spunnust heitar umræður, enda umræðuefnið eldfimt og stærsti hluti fundarfólks konur. Skyndilega stóð upp maður sem bað fundarfólk um að vera rólegt. Á launamuninum væru „eðlilegar“, sögulegar skýringar en samkvæmt útreikningum myndi launamunurinn hverfa á næstu tuttugu árum. Við skyldum vera þolinmóðar. Svo vildi til að ég þekkti manninn enda var hann á svipuðum aldri og ég. Ég gat þó ekki frekar en aðrar fundarkonur verið sammála honum. Ég gat ekki sætt mig við að hafa lægri laun en hann meira en helming starfsævi minnar til viðbótar. Þetta var árið 1996. Þá reiknaðist talnaspekingum Hagstofunnar til að konur hefðu 63% af launum karla á almennum vinnumarkaði. Í dag hafa konur sam- kvæmt sömu mælingum um 80% af launum karla. Launamunur karla og kvenna í opinberum störfum er engu skárri. Í nýlegri launakönnun SFR stéttarfélags mældist 20% munur á heildarlaunum karla og kvenna. Ég hef verið 30 ár á vinnumarkaði. Launin mín hafa alla tíð verið um og yfir 20% lægri en karla í sambæri- legum störfum. Árstekjur mínar hafa verið frá milljón til einni og hálfri milljón lægri en þeirra ALLAN minn starfsaldur. Munurinn hleypur á milljónum yfir starfs- ævina. Gleymum heldur ekki að lífeyrisgreiðslur taka mið af launatekjum svo við erum ekki lausar við ójafn- réttið þrátt fyrir að vinnuævinni ljúki. Ég geng út í dag kl. 14:38. Ég verð. Annars get ég ekki horft í augu dóttur minnar sem enn á eftir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hvernig get ég að útskýrt þetta fyrir henni? Skyldi einhver þarna úti enn vilja biðja mig um að vera þolinmóða? Óþolinmæði kynslóðanna Sólveig Jónasdóttir upplýsingafull- trúi SFR stéttar- félags í almanna- þjónustu 26. nóvember kl. 20.00 Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Miðala á miði. Landsmenn eiga skilið að stjórnmálin temji sér betri siði og ábyrg- ari stjórnar- hætti en að vinavæða stjórnir, ráð og nefndir. Einir fimm dagar til kosninga. Þá er runnin upp vika sem er oftar en ekki sérstök vika í lífi Íslendinga og þá sérstaklega þeirra sem tengjast stjórnsýslu lands og þjóðar með einum eða öðrum hætti. Ástæðan er sú að lengi hefur það verið ástundað í íslenskri pólitík að ráðamenn nýti þessa síðustu daga fram að kosningum til þess að koma oft stórundarlegum, en að sama skapi vanhugsuðum og misvel undirbúnum, málum í gegnum kerfið með alls konar tilskipunum og tilfærslum. Innan heimilda og á meðal ábyrgðar sem ráðherrum er falin er að skipa nefndir, ráð og stjórnir. Afleiðingin er að aðstoðarmenn og -konur eru skipuð í nefndir, ráð og stjórnir en öðrum sparkað út án minnsta fyrirvara. Þetta kannast flestir við en eitthvað færri vilja skoða þær afleiðingar sem þetta getur haft fyrir fagmennskuna í íslenskri stjórnsýslu. Oft er þetta efa- lítið vandað og gott fólk sem tekur við slíkum stjórn- skipunarbitlingum í nefndir, ráð og stjórnir. En öfugt við það sem ráðamennirnir vilja halda fram þá hefur það ekkert með þetta að gera. Markmiðið á nefnilega að vera að fagmennska og þekking leiði til skipunar en ekki persónuleg tengsl og mögulegir sérhagsmunir. Nú í liðinni viku þegar ellefu dagar voru til kosninga ákvað Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að skipa þau Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, aðstoðarmann sinn, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís. Þetta kallaði reyndar á að hringja í stjórnarmeðlimi kvöldið fyrir aðalfund og láta þá vita að þjónustu þeirra væri ekki óskað lengur. Svona gerast kaupin á eyrinni. Allur rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunar- félag með áherslu á matvælaiðnað, hefur gengið ákaf- lega vel allt frá stofnun árið 2007. Matís hefur mikil- vægu hlutverki að gegna í íslenskum matvælaiðnaði eða eins og segir á heimasíðu félagsins: „Við styðjum viðskiptavini okkar til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu.“ Það er reyndar umhugs- unarefni að fjárhagslegir hagsmunir Matís og matvæla- framleiðenda fari saman, óháð hagsmunum neytenda eftir því sem næst verður komist. En þó er bæði ljúft og skylt að taka fram að það er ekki annað að sjá en að hjá Matís sé unnið af fagmennsku og metnaði, enda þar unnið að málum sem eru neytendum ákaflega mikilvæg. En þetta snýst ekki um Matís. Reyndar snýst þetta ekki heldur einvörðungu um Gunnar Braga Sveinsson og snör handtök hans við innáskiptingar í stjórn Matís ellefu dögum fyrir kosningar. Þetta snýst um stjórnsýsluna og hvort fag- lega sé staðið að málum. Hvort hagsmunum neyt- enda sé best borgið með aðstoðarkonu ráðherrans og aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar í stjórn Matís, er aðeins eitt dæmi um þá stjórnsýslu sem landsmenn hafa lengi mátt búa við. Landsmenn eiga skilið að stjórnmálin temji sér betri siði og ábyrgari stjórnarhætti en að vinavæða stjórnir, ráð og nefndir. Vinaskipan Reykjavíkurstjórnin Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi eru farnir að funda um samstarf að loknum kosningum. Ef marka má yfirlýsingar leið­ toga flokkanna á Facebook eftir sameiginlegan fund VG, Pírata, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í gær er málefnalegur samhljómur. Þessir sömu flokkar mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og að sögn fulltrúa framboðsins gengur samstarfið vel. Þar er Samfylkingin burðarás­ inn með fimm af níu manna meiri­ hluta, svo er Björt framtíð með tvo og Píratar og VG hvor með sinn manninn. Þessi ólíki styrkleiki flokkanna innan meirihlutans birtist síðan í því að oddviti Sam­ fylkingarinnar er borgarstjóri í Reykjavík en oddviti Bjartrar framtíðar er formaður borgarráðs. Fulltrúi VG hefur síðan verið for­ seti borgarstjórnar. Annað stjórnarmynstur Ef þessir sömu flokkar mynduðu stjórnarmeirihluta eftir Alþingis­ kosningar er allt útlit fyrir að Píratar og VG yrðu burðarásar í þeim stjórnarmeirihluta. Og væntanlega myndi það hafa áhrif á það hvernig skipað væri í helstu embætti eftir kosningar, með því að Píratar hefðu bæði mest áhrif á stjórnarsáttmála og það hvernig skipað væri í helstu ábyrgðar­ stöður. Það skal ósagt látið hvort það yrði verri stjórn fyrir vikið, en það yrði alls engin Reykja víkur­ stjórn. jonhakon@frettabladid.is 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -4 1 A 0 1 B 0 9 -4 0 6 4 1 B 0 9 -3 F 2 8 1 B 0 9 -3 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.