Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 10
Stjórnmál Jón Gunnarsson, for- maður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk ramma- áætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing- kona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tíma- pressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðn- ar virkjanahugmyndir og heilu land- svæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hags- munir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkufram- leiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir kom- ist ekki á koppinn, svo sem sólar- kísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða. „Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hug- myndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við sam- þykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverf- isráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuvega- nefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunar- hlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt. sveinn@frettabladid.is Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnu- veganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óásættanlegt. Jón Gunnarsson. Fréttablaðið/Vilhelmlilja rafney magnúsdóttir. Fréttablaðið/Vilhelm björt Ólafsdóttir. Fréttablaðið/SteFán 2 2 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t A b l A ð I ð FRÁ: TIL: Vildarpunktasöfnurum Olís býðst nú einstakt Vildarpunktatilboð á borgarferðum með Icelandair. Frá kl. 12 á hádegi 3. maí til kl. 12 á hádegi 4. maí OLÍS GILDIR Í 24 STUNDIR Þú bætir við 16.115 kr. (skattar og gjöld) Kynntu þér málið á olis.is PAR ÍS Vildarpunktasöfnuru Olís býðst nú einstakt Vildarpunktatilboð á borgarferðu eð Icelandair. Ferðatímabil: 3. nóv.–20. des. 1 Báðar leiðir 29.990 VildarpunktarIcelandair 22. sept. ti kl. 12 á hádegi 23. sept. PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 6 42 95 Tækifæri Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is ÞvottavélRyksuga Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur mótor með 10 ára ábyrgð. Orkuflokkur B. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Fullt verð: 139.900 kr.Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð:Tækifærisverð: WM 14P4E8DNVS 06B120 99.900 kr.15.900 kr. Tekur mest 8 Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótorn um. 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -8 D 7 C 1 A A 7 -8 C 4 0 1 A A 7 -8 B 0 4 1 A A 7 -8 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.