Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 24
Marc J. Epstein er prófessors við Rice University í Bandaríkjunum, og hefur síðustu ár veitt fyrirtækjum á borð við Apple og Google ráðgjöf. FRéttABlAðið/StEFán KARlSSon Yrsa Sigurðardóttir ehf. hagnaðist um 32,2 milljónir króna á síðasta ári. MYnd/SiGURJón RAGnAR Yrsa Sigurðardóttir ehf., rekstrar- félagið í kringum bókaútgáfu höf- undarins, hagnaðist um 32,2 millj- ónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tæplega fimmtíu prósent meiri hagnað en árið 2014, þegar hann nam 21,9 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam 38,3 milljón- um króna, samanborið við 23 millj- ónir árið áður. Eignir námu í árslok 46,7 milljónum króna, samanborið við 28,9 milljónir króna í árslok 2014. Greiddur verður út arður að fjárhæð 25 milljónir króna árið 2016 vegna rekstrarársins 2015. Yrsa Sigurðardóttir hefur sent frá sér ellefu glæpasögur og kom Sogið út árið 2015. Hagnaður Yrsu er um þriðjungur af hagnaði Gilhaga, útgáfufélags Arnaldar Indriðasonar. Árið áður var hagnaður Arnaldar hins vegar sexfaldur hagnaður Yrsu. – sg Hagnaður vex hjá Yrsu Stórfyrirtæki þurfa að innleiða hugarfar sprota- fyrirtækja og þurfa sérdeild sem vinnur að nýsköpun. Þetta segir Marc J. Epstein, prófess- or við Rice University í Bandaríkjunum. Ný- sköpun sé mikilvægari en áður vegna aukinnar samkeppni. Starfsmenn innan VR skipta síður um vinnu en í fyrri uppsveiflum samkvæmt því sem kemur fram í efnahagsyfirliti VR. Reglan samkvæmt þeim rann- sóknum sem gerðar hafa verið er sú að almennt aukist hreyfing á vinnu- markaði í takt við hagsveiflu. Þannig náðu vinnuskipti hámarki árið 2000 þegar spenna var í hag- kerfinu og jukust svo aftur frá árinu 2004. Þrátt fyrir vaxandi spennu hafa vinnuskipti aukist lítið meðal félagsmanna VR frá 2010. Fram kemur einnig að þar sem fáir skipta um starf samanborið við fyrri uppsveiflur er starfsaldur jafn- framt hærri en nokkru sinni fyrr. Mæling á vinnuskiptum tekur aðeins tillit til þeirra sem skipta um vinnu en ekki þeirra sem koma af atvinnuleysisskrá í nýja vinnu Atvinnuleysi jókst töluvert meira í síðustu kreppu en fyrri lægðum. Því eru fleiri sem fara af atvinnuleysis- skrá á tímabilinu en áður var. Það kann að vera hluti skýringar á því að vinnuskipti aukast svo lítið, þrátt fyrir vaxandi framleiðsluspennu í hagkerfinu. – hh Sitja þrátt fyrir uppsveiflu Tvö 10 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 27. september: kl. 16.30 og 17.30 Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð. Takmarkaður fjöldi Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442 Grindarbotn kvennaheilsa S J Ú N Ef fyrirtæki eru ekki dugleg að þróa vörur sínar og viðskiptamódel verða þau úrelt og missa markaðs- hlutdeild sína til keppinauta. Þetta kom fyrir Sony með Walkman og Blockbuster Video, svo eitthvað sé nefnt. Þetta segir Marc J. Epstein, pró- fessors við Rice University í Banda- ríkjunum. Epstein hefur síðustu fimmtán ár sérhæft sig í að veita Án nýsköpunar og þróunar deyja fyrirtæki stórfyrirtækjum ráðgjöf varðandi nýsköpun innan fyrirtækja og hélt erindi um þetta á ráðstefnu á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Opna háskólans, í samstarfi við Icelandic Startups á þriðjudaginn. „Ég hef veitt fjölda forstjóra stór- fyrirtækja ráðgjöf í þessum málum og það sem er áhugavert er að eng- inn þeirra trúir því að þeirra vara geti orðið úrelt. Þeir skilja það sem kom fyrir BlackBerry og Barnes & Noble, en átta sig ekki á að breyt- ingar eru að eiga sér stað í þeirra geira,“ segir Epstein. „Nýsköpun hefur alltaf verið fyrirtækjum mikilvæg en hefur orðið mikilvægari með árunum vegna aukinnar samkeppni og á það bæði við nýsköpun í tækni og innan viðskiptamódela. Fyrirtæki eru að átta sig á því að til þess að ná árangri þurfa þau á nýsköpun að halda; ef þau finna ekki leiðir til nýsköpunar deyja þau einfaldlega,“ segir Epstein. „Nýsköpun er svo vítt hugtak, það getur átt við nýja vöru en einn- ig nýja leið til að selja vöru, Ama- zon er gott dæmi um það. Það er tvenns konar nýsköpun sem á sér stað innan fyrirtækja, annars vegar stigvaxandi nýsköpun sem snýst meira um að breyta til dæmis lit á vöru eða útliti hennar. Hins vegar er það byltingarkennd nýsköpun, sem fyrirtæki þurfa mest á að halda í dag til að  virkilega breyta geiranum,“ segir hann. Epstein segir að flestir tengi nýsköpun við sprotafyrirtæki eða tæknirisa eins og Apple og Samsung sem eru alltaf að þróa vörur sínar. Hins vegar séu öll stórfyrirtæki í dag að huga að nýsköpun til að ná árangri. „Í bílageiranum er til dæmis gríðarleg þróun, í hybrid-bílum, rafmagnsbílum og sjálfkeyrandi bílum.“ Að mati Epsteins getur skrif- finnska og hugarfar innan stórfyrir- tækja staðið í vegi fyrir byltingar- kenndri nýsköpun. „Hún getur hins vegar átt sér stað þegar stórfyrirtæki einbeita sér að lausnum en ekki vandamálum. Þau þurfa að innleiða hugarfar sprotafyrirtækja og setja upp sérdeild með sérfjármagn sem lýtur bara forstjóra fyrirtækisins til að ná fram þessari nýsköpun. Þetta er hægt á Íslandi eins og annars staðar, það þarf ekki mikið af fólki og fjármagni, en deildirnar þurfa frelsi til að mistakast og skila ekki hagnaði.“ saeunn@frettabladid.is Nýsköpun er svo vítt hugtak, það getur átt við nýja vöru en einnig nýja leið til að selja vöru, Marc J. Epstein, ráðgjafi í nýsköpun Viðskipti 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r24 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -5 C 1 C 1 A A 7 -5 A E 0 1 A A 7 -5 9 A 4 1 A A 7 -5 8 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.