Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 32
Ég hef mikinn áhuga á aðgengis-málum. Níunda grein samn-ings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrir- vara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bíln- um. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rún- arsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endi- lega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, hol- óttum vegum og hraðahindrunum. Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferða- þjónustubíl númer 508. Fyrsti við- komustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háa- leitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbæn- um er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Mar- gréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Egg- ertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi. Ég nenni ekki að bíða eftir bílnum – saga um ferðaþjónustu Strætó Þórey Rut Jóhannesdóttir sendiherra Samnings Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Par- ísarsamningsins um loftslagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að sam- þykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis. Þegar sett eru formleg markmið fyrir heilt land í umboði þjóðarinnar þá má gera eðlilega kröfu um lágmarks metnað í að standa við slíkar skuldbindingar. Þessi samþykkt er í umboði þjóðarinnar og ef aðgerð- ir eða aðgerðaleysi valda því að ekki tekst að uppfylla skuldbindingarnar þá er skömmin allra. Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem lands- menn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni. Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá pening- um í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip. Skynsamleg útgjöld Já, þetta kostar, hættum að tala öðru- vísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæð- ing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjár- festingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur? Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarút- vegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru ein- mitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauð- synleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snar- fjölga og hjólreiðar, almennings- samgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyr- andi samdrætti í losun gróðurhúsa- loftegunda.  Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna. Ég veit, kæru þingmenn, að skatta- hækkanir eru ekki vinsælasta kosn- ingaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út nei- kvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt vot- lendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftslags- málum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vett- vangur afreks í sumar þegar lands- liðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit. París og París Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmda- stjóri Orkuseturs Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Samein-uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hags- munasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samnings- ins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki ein- göngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefni- lega merkilegur mannréttinda- samningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mann- réttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannrétt- inda. Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á mál- efni fatlaðs fólks sem viðfangs- efni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þess- ara meginreglna eru bann við mis- munun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreyti- leika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum marg- breytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samn- ingnum verða því einungis fram- kvæmdar með fræðslu og vitundar- vakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnu- mótun og lagasetningu í samfélag- inu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið. Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætl- uðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherr- unum part úr degi. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri lög- gjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Enginn óskar sér að verða alvarlega veikur og óvinnu-fær. En lífið getur tekið óvænta stefnu þannig að framtíð- arplön raskast verulega eða verða að engu. Nú er vitað að veikindi hafa áhrif á líkama og sál. Sú staðreynd að geta ekki verið til gagns í sam- félaginu finnst flestum slæmt og lítillækkandi. Og sálræna vanlíð- anin hefur auðvitað áhrif á bata almennt. Auk þess eru það áhyggj- ur af fjármálunum. Læknis- og lyfjakostnaður er jú ekki ókeypis. Nú komum við að bótakerfinu hér á landi. Óvinnufær sjúklingur á rétt á svonefndum endurhæf- ingarbótum frá Tryggingastofnun. Þessar bætur eru ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir og duga engan veginn til framfærslu hvað þá að borga allan aukakostnað vegna veikinda. Og svo kemur „rúsínan í pylsuendanum“: Sjúklingur sem fær slíkar bætur má ekki vinna sér inn eina einustu krónu án þess að verði dregið frá bótunum. En hvað felst í orðinu „endur- hæfing“? Er það ekki að gera ein- stakling aftur hæfan til að lifa eðlilegu lífi? Gera honum kleift að öðlast starfsgetu smátt og smátt upp á nýtt og halda þannig reisn og sjálfsvirðingu? Hvar er hvatn- ingin til að reyna að koma sér á vinnumarkaðinn á ný þó það væri ekki nema með 5–10 prósent starfi? Hvar er endurhæfingin ef menn fá spark í rassinn fyrir að reyna að vera pínulítið virkir á meðan á veikindum stendur? Jú, að vísu „má“ sjúklingurinn vinna, en fyrstu 150.000 kr. yrðu faktískt kauplaust því bæturnar detta þá út. Þetta væri kannski valkostur fyrir lykilstjórnanda í banka með ofurlaun en ekki fyrir venjulegan launþega. Okkar bótakerfi er meingallað og mannskemmandi og þarfnast endurskoðunar. Ég vildi gjarnan heyra núna í aðdraganda kosninganna hvað stjórnmálaflokkarnir ætla að gera til að laga til í þessum málum. Aldraðir, öryrkjar og sjúklingar eiga margfalt betra skilið en það sem bótakerfið okkar býður upp á. Endurhæfingarbætur Úrsúla Jünemann fv. kennari og leiðsögumaður Hvar er endurhæfingin ef menn fá spark í rassinn fyrir að reyna að vera pínulítið virkir á meðan á veikindum stendur? 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -9 2 6 C 1 A A 7 -9 1 3 0 1 A A 7 -8 F F 4 1 A A 7 -8 E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.