Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 34
Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í ramm- gerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálpar- starf en önnur OECD-ríki. En alþjóð- legt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar. Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðar- lega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöð- ugum ríkjum þróunar- og mannúð- araðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök? Hvar er eiginlega best að hjálpa fátæku og stríðshrjáðu fólki? Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almanna- tryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt. Ef slíkar ráðagerðir hefðu verið uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyris- sjóðina. Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatrygg- ingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyrameg- in inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga. Áhrifin eru nákvæmlega eins. Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóð- unum. Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema skerð- inguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði! Þekkist ekki á  Norðurlöndunum Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki  annars staðar á  Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð óskertan. En auk þess er grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri. Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar. Samt er hagvöxtur meiri hér og afkoma ríkissjóðs góð. Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldr- uðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar. Það vantar bara viljann. Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum Athuganir hafa leitt í ljós, að líf- eyrisþegar hér greiða miklu stærri hlut sjálfir í lífeyrinum til aldraða en gerist í hinum norrænu ríkjunum. Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir greiða svo mikið af lífeyrinum og ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga. Tölur leiða í ljós, að hér greiða lífeyris- þegar sjálfir 60% af ellilífeyri sínum. Þetta er miklu hærra hlutfall en á  Norðurlöndunum. Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilíf- eyrinum en hér greiða eldri borg- arar sjálfir stærsta hlutann af lífeyr- inum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en annars staðar á Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara. Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum. Fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina! Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Comp- any: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrsl- unnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkra- hús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskóla- sjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauð- synlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildar- stefnu og stýringu veittrar heil- brigðisþjónustu á Íslandi. Tíma- bært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðis- þjónustu. Það er ljóst að vissa þjón- ustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðv- um. Stærstur hluti af útskriftar- vanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunar- þjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsu- gæslunnar. Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöf- unda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftar- vanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkr- unarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunar- fræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunar- stofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Land- spítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúkl- inga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í saman- burði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúkling- ur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga. Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkr- unarfræðinga til starfa á heil- brigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunar- fræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunar- fræðinga á Íslandi vinnur á Land- spítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunar- fræðingum í starfi á heilbrigðis- stofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræð- ingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuum- hverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í fram- tíðinni. Talið er að hægt sé að inn- leiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi. Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði. Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum. Við viljum fá hann óskertan á eftir- launaaldri, hvorki meira né minna. Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flótta- manna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar­og mannúðarsviðs Rauða krossins Guðbjörg Pálsdóttir starfandi for­ maður Félags íslenskra hjúkr­ unarfræðinga Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunar- þörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkr- unarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r34 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -7 E A C 1 A A 7 -7 D 7 0 1 A A 7 -7 C 3 4 1 A A 7 -7 A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.