Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 48
Bandalög launafólks hafa barist fyrir kynjajafnrétti um langt árabil og okkur sem störfum fyrir þau bandalög svíður árangurs- leysið. En jöfn kjör eru einungis eitt pennastrik í flóknu mynstri jafn- réttismála og þegar litið er til ann- arra jafnréttisþátta blasir við okkur enn daprari sýn. Afrakstur jafnrétt- isaðgerða er víðast lítill. Eini áþreif- anlegi árangurinn undanfarna hálfa öld virðist vera takmörkuð viðurkenning á tilverurétti þeirra sem stíga út fyrir ramma rétttrún- aðar fyrri tíma í kynhneigð og enn skilyrtari jánkun við því að konan ráði yfir líkama sínum. Hið síðara er meira að segja í hugum margra háð illa skilgreindum velsæmis- ramma í klæðaburði eða öðrum skilyrðum. Við höfum sett lög og skrifað reglugerðir. Barið okkur á brjóst og sagt misrétti heilagt stríð á hendur. Sett jafnréttismál á stefnu- skrár stjórnmálaflokka, kjarafélaga, góðgerðasamtaka og saumaklúbba. Árangur baráttunnar hefur verið takmarkaður og oftast skilyrtur. Eina haldbæra skýringin á fram- faraskortinum er raunar sú að aðferðafræði okkar sé röng. Sumir berjast fyrir launajafnrétti. Aðrir fyrir jafnrétti til náms, aðgengis, hjúskapar eða þátttöku í einum eða öðrum þætti tilverunnar. Konan getur nálgast launajafnrétti ef hún hegðar sér eins og karl á vinnumark- aði. Jafnrétti til náms er lagabók- stafur sem hefur ekki náð að brjóta niður múra efnahagsstöðu, uppruna eða líkamsástands. Öryrkjar horfðu í von til reglugerða um aðgengi, en meira að segja opinberar stofnanir sjá fæstar ástæðu til að starfa eftir þeim og jafnrétti samkynhneigðra til fjölskyldulífs er enn háð illskilj- anlegum skilyrðum. Aldraðir njóta ekki enn jafnréttis til neins. Þarna er gagngerra breytinga þörf. Vonandi getum við öll verið sammála um það. En hvað ef það sem þarfnast breytinga varðar okkar eigin framgöngu? Getur verið að allir þeir sem til þessa hafa beitt kröftum sínum í glímu við einhvern anga jafnréttis- mála þurfi að snúa bökum saman um að gera grundvallarbreytingar á nálguninni að málefninu? Jafnrétti er mannréttindamál. Í sinni ein- földustu (og flóknustu) mynd er það réttur hvers einstaklings til þátttöku í samfélagi sínu að mörkum eigin getu og vilja og á sínum eigin forsendum. Í órafjarlægð Eins og mál standa erum við í óra- fjarlægð frá ofangreindri skilgrein- ingu. Öryrkjar og aldraðir hafa takmarkaðan þátttökurétt í sam- félaginu og hafa það sameiginlegt með atvinnulausum að eiga fremur að nefnast bótaþolar en bótaþegar. Aðrir hópar standa einnig frammi fyrir illa yfirstíganlegum for- sendum og takmörkunum. Konum hættir til að segja þessar forsendur karllægar, en þær eru í raun hvorki karllægar né kvenlægar. Þær eru ekki heldur gagnkynhneigðar- lægar, ungdómslægar eða settar til höfuðs öryrkjum. Þær eru einhvers konar seigfljótandi hugmynda- fræðilegur massi sem virðist hafa safnast saman í aldanna rás svona af sjálfu sér. Hljóma líkast tilvilj- anakenndu bergmáli af röddum úr djúpi aldanna. Í dag eru þessar forsendur líklega engum þóknan- legar, þótt þær geti eftir atvikum reynst ágætis stjórntæki í höndum þeirra sem hafa geð til að nýta þær. Tilgangur þeirra í dag virðist fyrst og fremst vera að hefta hugmynda- fræðilega hreyfingu og í nútím- anum hefur ekkert samfélag efni á að hægja á þeirri þróun. Síst af öllu lítið samfélag sem í mörgu virðist alltaf hokra á mörkum hins byggi- lega. Ef við ætlum að nálgast jafnrétti þurfum við að snúa þessu dæmi við. Við þurfum að snúa forsendunum á hvolf. Samfélagið og stofnanir þess verða að takast þá skyldu á herðar að skýra misrétti, fremur en að ein- staklingar eða hópar þurfi að rétt- læta jafnrétti. Stofnanir sem skammta hópum það hlutskipti að geta ekki tekið nema takmarkaðan þátt í sam- félaginu eiga ekki tilverurétt. Við höfum ekki efni á að setja ljós neins undir mæliker. Hvorki í nafni veraldlegs né trúarlegs valds. Alls ekki í nafni stjórnunar eða emb- ættisþæginda og síst af öllu í nafni hámörkunar arðs fámennra hópa. Launagreiðandi sem byggir launa- greiðslur á einhverju öðru en fram- lagi launamannsins á ekki erindi í rekstur. Stjórnvald sem ýtir stökum hópum út á jaðar samfélagsins og heftir þannig framlag þeirra er ekki stjórntækt. Vissulega eru sú barátta sem þegar hefur átt sér stað mikilvæg en betur má ef duga skal. Grundvöllur jafnréttis liggur á sömu stoðum og það samfélag sem við byggjum og felst því ekki síður í viðurkenn- ingu á lífsgildum allra hópa en rétti þeirra til einhverra skilgreindra athafna, hegðunar eða umbunar. Sú umræða er fram undan. Greinin er þriðja greinin af þrem- ur um jafnréttismál. Jafnréttismál á krossgötum – hvað þarf eiginlega að breytast? Sæll, Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í Stundinni, þ. 25. ágúst, var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. Þú hefur fengist við margt og eitt- hvað tekist, skrifað og skammast og komist upp með ýmislegt. Nú held ég að þú hafir farið langt yfir öll mörk siðleysis. Jafnvel þótt þú lýsir þér sem skíthæl og óhræsi leyfist þér ekki að að níða konu vegna líkamsvaxtar og andlits- lags eða karlmann vegna meintrar samkynhneigðar, eins og þú gerir í Fréttablaðinu 9. september. Hannah Grey má hafa verið meiri um sig en við tveir til samans og ófríðari en við tveir til samans en á sama tíma miklu gáfaðri en við tveir til samans og verk hennar og orðstír mun varðveitast lengur en okkar beggja til samans. Hannah Grey fæddist í Þýskalandi 1930. Faðir hennar flúði með fjöl- skylduna undan ofsóknum nasista og var prófessor í sögu við Yale háskóla í 35 ár. Hannah Grey var í Bryn Mawr College, síðan Fulbright Scholar við Oxford háskóla. Hún útskrifaðist með Ph.D í sagnfræði frá Harvard og var þar assistant professor í nokkur ár. Hún flutti með manni sínum til Chicago, varð þar assistant professor og síðar associate professor við Uni- versity of Chicago til 1972. Komu þá fram afburða stjórnunarhæfileikar hennar. Hún var skipuð stjórnandi (Dean) College of Arts and Sciences at Northwestern University 1972. Hún varð prófessor í sagnfræði við Yale 1974 og provost sem er næstæðsta staða í háskóla og leysti af sem rektor (president) 1977-78. Henni var veitt prófessors- og rektorsstaða (presi- dent) við University of Chicago 1978 og var það til 1993 og þótti afburða stjórnandi. University of Chicago telst meðal bestu háskóla í heiminum. Hannah Grey var gerð að heið- ursdoktor við um 60 háskóla, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig Oxford og sat í stjórn helstu vísinda- og menntastofnana. Hún er löngu viðurkennd sem einhver áhrifamesti háskólaleiðtogi þessa tímabils. Hún hefur hlotið Presi- dential Medal of Freedom, æðstu orðu Bandaríkjanna, og Medal of Liberty sem hefur aðeins verið veitt 12 ríkisborgurum fæddum utan Bandaríkjanna. Þessari einstæðu konu lýsir þú, Kári, eins og „tveir vörubílstjórar soðnir saman“. Verður kvenfyrirlitning öllu meiri? Hannah Grey mun örugglega hafa stjórnað af festu og ekki þolað neinn dólgshátt. Varst þú nokkuð ódæll í Chicago? Edward Heath var ekki einn af farsælustu forsætisráðherrum Bretlands og vissulega alltaf pipar- sveinn og margoft orðaður við samkynhneigð en það hefur aldr- ei sannast á hann neitt ósiðlegt. Afstaða þín og aðgerðir við slíku er vel þekkt en það gæti verið óráðlegt að níða hann of mikið til að verða ekki gerður brottrækur úr breskum farartækjum. Mér sýnist vera þörf á ítarlegri syndaaflausn. Kári Stefánsson, gættu þín Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar lands- ins verði ekki fyrir varanlegu tjóni. Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaða- viðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heild- rænni hugsun um helstu ferða- mannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mann- virkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósam- ræmið á milli orða og athafna á þessu sviði. Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferða- mannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengi- legum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúm- fræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningar- staði, salernisaðstöðu og útsýnis- staði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferð- inni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hug- myndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferða- manna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönn- unarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Nor- egi. Í tengslum við opnunina upp- lýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferða- mannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arki- tektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmæta- sköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heima- manna[iii]. Prófessor í markaðs- færslu við Verslunarháskóla Nor- egs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæð- an hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðn- aðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkja- gerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðu- neytið 2007, síða 9. http://www. ferdamalastofa.is/static/files/ferda- malastofa/umhverfismal/j-menn- ingarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsre- vyen-21#t=10m52s [iii] http://www.aftenposten.no/ kultur/Spektakular-utsikt-skaper- ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/ reise/Her-er-Norges-nyeste-land- emerke-722637_1.snd Arkitektúr og túrismi – annar hluti Dagur Eggertsson prófessor í arki- tektúr og rekur arkitektastofuna Rintala Eggerts- son arkitektar í Ósló og Bodö í Noregi Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. Ef við ætlum að nálgast jafnrétti þurfum við að snúa þessu dæmi við. Við þurfum að snúa forsendunum á hvolf. Samfélagið og stofn- anir þess verða að takast þá skyldu á herðar að skýra misrétti, fremur en að ein- staklingar eða hópar þurfi að réttlæta jafnrétti. Þessari einstæðu konu lýsir þú, Kári, eins og „tveir vörubílstjórar soðnir saman“. Verður kvenfyrirlitning öllu meiri? Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðinga Bragi Skúlason formaður Fræðagarðs Hugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvís- indamanna Ragnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins Sigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga Birgir Guðjónsson fv. assistant professor við Yale University School of Medicine 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r36 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -8 3 9 C 1 A A 7 -8 2 6 0 1 A A 7 -8 1 2 4 1 A A 7 -7 F E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.