Fréttablaðið - 22.09.2016, Side 50

Fréttablaðið - 22.09.2016, Side 50
Má bjóða þér að taka við rekstri á bíl nágrannans ótímabundið? Samið er um heildarakstur og viðhald gegn fastri greiðslu, en svo samið um umframakstur, hækkað eldsneytis- verð eða breyttar forsendur eftir dúk og disk, eða aldrei. Allt of oft eru samningar sveitar- félaga við ríkið á þessum nótum. Samningarnir sem í upphafi rétt duga fyrir viðskiptunum, úreldast á skömmum tíma vegna launahækkana, íþyngjandi laga- setninga eða annarra þátta. Sveitarfélögin stramma þá af reksturinn og uppskera óánægju íbúanna, vegna þjónustu, sem ríkið á með réttu að kosta. Þetta á við um öldrunarþjónustu, málefni fatlaðs fólks, rekstur tónlistarskóla og sjúkraflutninga svo dæmi séu nefnd. Þá er ónefnt þegar ríkið ræðst í ein- hliða aðgerðir eins og heimildir til úttektar á séreignarsparnaði, sem rýra tekjur sveitarfélaga. Þá skeytir ríkið ekki um að rukka sanngjarnt gjald af ferðamönnum sem nýst gæti sveitarfélögunum til uppbyggingar innviða en fleytir sjálft rjómann af sívaxandi ferða- mannastraumi. Rétt er að nefna það að sveitar- félög hafa mjög takmörkuð tækifæri til tekjuöflunar. Þannig fá þau að hámarki 14,52% útsvarsgreiðslur af skatttekjum einstaklinga en ekkert af þeim sem kjósa, og eru í aðstöðu til, að borga sér meginhluta tekna sinna í fjármagnstekjur. Mikil umræða hefur verið meðal sveitarstjórnarfólks um þessi mál og á meðan ríkið fitnar eins og púkinn á fjósbitanum þá er rekstur sveitar- félaganna í járnum. Það er því orðið afar brýnt að fram fari heildarendur- skoðun á skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga án frekari tafa. Ríki og sveitarfélög Guðmundur Baldvin Guðmundsson Logi Már Einarsson Matthías Rögnvaldsson oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar Nýlega sendu flestir fjöl-miðlar á landinu opið bréf til Alþingis þar sem skorað var á þingið að gera málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnis- stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum efnisveitum. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvik- myndaiðnaði (FRÍSK) hefur undan- farið ár rætt sömu mál við hina ýmsu ráðamenn og þingflokka og bent á hve gífurlega mikilvægt það er að íslenskir fjölmiðlar (og aðrir sem starfa á sambærilegum markaði, þ.m.t. kvikmyndahúsin) séu sam- keppnishæfir við erlendar efnis- veitur. Sem dæmi um stöðuna sem nú er uppi má nefna að samkvæmt könnun sem gerð var rétt áður en efnisveitan Netflix var opnuð form- lega hér á landi tók fyrir tækið 500 milljónir króna árlega af íslensku fjölmiðlakökunni (þ.e. þeir sem ann- ars hefðu keypt efnið af íslenskum efnisveitum). Því má búast við að þessi tala hafi hækkað umtalsvert. Við þetta má svo bæta þjónustum sem formlega eru ekki boði hér á landi, svo sem Hulu og Sky, og er þá ónefnt það milljarða tap sem markaðurinn verður fyrir árlega af völdum hugverkastuldar. Öll samkeppni er holl en hún þarf að vera sanngjörn. Erlendu þjónust- urnar borga hér enga skatta, hafa enga starfsstöð og skila því ekki krónu til samfélagsins. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup skilar hins vegar hver króna sem ríkið leggur fram til sjónvarps- og kvikmynda- geirans hér á landi sér tvöfalt til baka. Það er því ótrúlegt að hér skuli vera tekinn 24% virðisaukaskattur af innlendum myndefnisveitum og bíómiðum þegar bækur og tónlist bera einungis 11% skatt og erlendir keppinautar engan. Kvaðir á innlenda miðla Þá eru ýmsar kvaðir sem leggjast á innlenda miðla sem þeir erlendu þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Þannig ber íslenskum fyrirtækjum lagaleg skylda til að texta og talsetja allt efni á eigin kostnað og engar undanþágur leyfðar fyrir „jaðarefni“ með lítið áhorf. Ef réttlætis væri gætt ætti ríkið að sjálfsögðu að veita styrki til þess að texta og talsetja erlent efni. Ofan á allt þetta leggst svo sú skylda íslenskra fjölmiðla og kvikmyndahúsa að standa straum af kvikmyndaskoðun til að tryggja að börn sjái ekki óæskilegt efni og dæmi er um að í fjölmiðlalögum sé óleyfilegt að sýna bannað efni fyrir klukkan níu á kvöldin virka daga og tíu um helgar. Þetta gerir þeim fjöl- miðlum sem eru með línulega dag- skrá mjög erfitt fyrir og á hreinlega ekki við lengur þar sem slík dagskrá er á undanhaldi og flestir geta horft á efni hvenær sem er og hvar sem er með tímaflakki, frelsi og myndefnis- þjónustum fjölmiðlanna. Hér hafa einungis verið talin upp nokkur atriði sem nauðsynlegt er að laga og útfæra svo innlendir aðilar geti keppt á jafnari samkeppnisgrund- velli við þá erlendu en nú er. Vert er að taka fram að íslenskar sjónvarpsstöðvar láta framleiða fyrir sig stærstan hluta af því íslenska sjónvarpsefni sem sýnt er hér á landi. Ekki væri gott ef sam- félagið hefði einungis í boði erlend- ar efnisveitur á borð við Netflix því þá myndu menningarleg gildi okkar fljótt hverfa. Að lokum má geta þess að samkvæmt nýlegri Gallup- könnun vilja tæp 88% landsmanna að hér sé sýnt innlent sjónvarps- og kvikmyndaefni. Mennta- og menningarmálaráð- herra kom með þá hugmynd á þingi á dögunum að skipaður yrði þver- pólitískur hópur til að fara ofan í kjölinn á þessum málum. Ég biðla til þeirra sem á Alþingi starfa að sjá til þess að þeirri vinnu verði hrint af stað fyrir kosningar í haust. Ósanngjörn samkeppni fjölmiðla Hallgrímur Kristinsson stjórnarfor- maður FRÍSK Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmda- stjóri Krafts Ögmundur Jónasson alþingismaður Öll samkeppni er holl en hún þarf að vera sanngjörn. Erlendu þjónusturnar borga hér enga skatta, hafa enga starfsstöð og skila því ekki krónu til samfélagsins. Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur lækna- vísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabba- meinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameins- lyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að pening- ar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfja- greiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norður- löndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum. Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafn- framt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sam- bærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum rík- isins ættu að ganga lengra en gild- andi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðn- ingsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágranna- löndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heil- brigðisyfirvöld beri fyrir sig fjár- skort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðis- þjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum. Lífsógn í boði stjórnvalda? Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtu-daginn fimmtánda septem- ber sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til. Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbygg- ingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitar- stjórnarfulltrúum Langanesbyggð- ar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upp- lýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskipta- vinur kominn en trú þeirra á verk- efninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó ein- hver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjöl- miðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfir- borðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar. Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremer haven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri upp- byggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslensk- ar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunar- áhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pól- svæðin alþjóðlegum skuldbinding- um Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremen ports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verk- efni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð? Spurt um Finnafjörð Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r38 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -9 7 5 C 1 A A 7 -9 6 2 0 1 A A 7 -9 4 E 4 1 A A 7 -9 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.