Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 52
Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrverandi eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrverandi tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rit- höfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna manns- ins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbygg- ingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guð- mundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki. Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélags- umræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að  ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóst- vitið að vopni. Framsetning greinar- innar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukk- una en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leit- ast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guð- mundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleik- anum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norð- menn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Græn- lands. Eyðileggingin sem Guðmund- ur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúru- vísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrar- leyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámennt- aðra náttúrufræðinga og vísinda- manna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðar- legu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrir- ferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgun- blaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum. Hlutverk drukkna mannsins Einar Örn Gunnarsson stjórnarmaður í Löxum fiskeldi ehf  Ágæti lesandi.Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt. Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins sam- kvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi. Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru sam- tals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oft- ast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt. Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstakling- arnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar. Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæð- ingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokk- urinn þinn. X við F. Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Nú stendur yfir alþjóðleg bar-áttuvika heyrnarlausra með yfirskriftina Með táknmáli er ég jafningi (With sign language I’m equal). Samskiptamiðstöð þjón- ar fólki sem talar íslenskt táknmál og hefur reglulega bent á brýna þörf fyrir aukna þjónustu, sem byggir fyrst og fremst á eflingu íslensks táknmáls (ÍTM). Í áliti frá umboðs- manni Alþingis nr. 4182/2004 kemur fram að lög Samskiptamið- stöðvar tryggi ekki nægjanlega rétt heyrnarlausra til máls, mennt- unar og túlkaþjónustu. Breytingar á lögum og alþjóðlegum sáttmálum undanfarin ár, sem ættu að skylda til aukinnar þjónustu, hafa ekki náð að breyta miklu. Íslenskt táknmál er til dæmis viðurkennt í lögum án þess að nægjanleg uppbygging hafi átt sér stað til þess að lögin séu virt. Í huga fólks og við skipulag á þjónustu er litið á döff fólk sem fatlað en hagsmunir þess geta verið algerlega andstæðir hags- munum fatlaðra. Þetta á til dæmis við um sambýli, elliheimili og skóla án aðgreiningar. Tökum skóla án aðgreiningar sem dæmi þar sem heyrnarlaus börn ganga í skóla í heimahverfi og töluð er íslenska. Án táknmáls eru þau ekki jöfn öðrum börnum og öðlast ekki þá mennt- un og þroska sem skólinn á að veita. Hvergi í skólakerfinu er gerð krafa um að kennarar þeirra hafi skilgreinda kunnáttu í táknmáli. Við bætist að eðlilegum þörfum barnanna fyrir námsefni á íslensku táknmáli er ekki mætt. Margar skýrslur hafa verið unnar hér á landi um málefni heyrnar- lausra af um einum tug nefnda og framkvæmdanefnda allt frá árinu 1992. Allar hafa þær bent á mikil- vægi þess að efla íslenskt táknmál og þjónustu á íslensku táknmáli. Skýrsla vistheimilisnefndar, sem skoðaði Heyrnleysingjaskólann á árunum 1947-1992, birti alvarlegar niðurstöður um einangrun, ofbeldi og misnotkun. Þar var lagt til við stjórnvöld að tekin yrði eins fljótt og kostur er skýr, efnisleg afstaða til áður framkominna tillagna nefnda um úrbætur í málefnum heyrnar- lausra. Brugðist var við með skipun Framkvæmdanefndar um þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og daufblinda í upphafi árs 2010. Fjórum árum síðar skilaði arftaki hennar, Framkvæmdanefnd nr. 2, skýrslu með tillögum að uppbygg- ingu á þjónustu og eflingu íslensks táknmáls. Tillögurnar snúa að menntun, kennsluráðgjöf, ráðgjöf við foreldra, stuðningi við máltöku barna með skerta heyrn, rannsókn- um á máli og menningu, þjónustu við aldraða, þjónustu á sviði geð- heilbrigðis- og félagsmála o.s.frv. Enn ekki á dagskrá Ekki hefur verið tekin afstaða til þessara tillagna af stjórnvöldum og ekki hefur á neinn hátt verið brugð- ist við tillögum nefndarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra baðst afsökunar á mis- tökum Heyrnleysingjaskólans í kjölfar skýrslu vistheimilanefndar og ítrekaði að þetta væri svartur blettur á samfélaginu. Sagan sem í skýrslunni er rakin er að einhverju leyti að endurtaka sig í dag því ekki hefur verið brugðist við. Alveg er ljóst að önnur svört skýrsla mun birtast innan fárra ára. Það er ekki nóg að biðjast afsök- unar. Döff fólk var ekki með í „góðær- inu“ fyrir hrun. Árið 2009 og árin þar á eftir þurftu stofnanir og starfs- fólk sem veitir döff fólki þjónustu samt að skera niður og taka á sig hrunskuldir. Núna árið 2016 erum við ekki enn komin á dagskrá. Nýjar tillögur um önnur viðfangsefni (sem e.t.v. verða aldrei að veruleika) eru á dagskrá nefndanna sem starfa í dag án þess að brugðist hafi verið við eldri tillögum. Starfsfólk Samskiptamiðstöðvar er stolt af stofnuninni og því sem þar er unnið en á sama tíma skömmumst við okkar fyrir allt það sem við gerum ekki og vitum að þarf að gera. Við ítrekum og tökum undir skilaboð baráttuvikunnar með döff fólki: Með táknmáli er ég jafningi. Með táknmáli er ég jafningi Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra Döff fólk var ekki með í „góðærinu“ fyrir hrun. Árið 2009 og árin þar á eftir þurftu stofnanir og starfsfólk sem veitir döff fólki þjónustu samt að skera niður og taka á sig hrunskuldir. Núna árið 2016 erum við ekki enn komin á dagskrá. Yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings laxeldis sem og til starfsem- innar. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viður- kenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Inga Sæland formaður Flokks Fólksins 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r40 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -9 2 6 C 1 A A 7 -9 1 3 0 1 A A 7 -8 F F 4 1 A A 7 -8 E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.