Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 60

Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 60
Markmið okkar er að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til þess að fræða sig um matar­ venjur sínar. Flatbökusteypan notast við eitt auðþekktasta tákn alþjóðlegrar matarmenningar, pítsuna, sem stökkpall fyrir umræður um mikilvægi þess að auka staðbundna matarræktun og hvernig það getur hjálpað samfélaginu,“ segja Sigur­ rós Guðbjörg Björnsdóttir og Eveline Bünter, spurðar út í verkefnið Flatböku­ steypuna sem er samstarfsverkefni lista­ manna, ræktenda og kokka sem hafa það að markmiði að kynna sér hvaða mögu­ leikar eru fyrir hendi á Íslandi til þess að búa til 100% íslenska pitsu. „Við byrjum á staðbundnu hráefni og síðan víkkum við hringinn út í flóknari hluti, hvaðan kemur ofninn, eldiviður­ inn, eldhúsáhöldin. Við fáum ráðlegg­ ingar frá helstu sérfræðingum á hverju sviði til þess að læra sem mest og best um viðfangsefnið, hvort sem það er að rækta tómata eða safna leir til þess að móta ofn,“ segja þær og bæta við að ferlið hafi gengið vel. „Það sem kom mest á óvart er hversu auðvelt það er að nálgast staðbundið hráefni. Það eru nokkur hráefni sem við getum ekki fengið hér á landi, eins og pipar og ger. Hins vegar eru flest hráefnin sem við höfum verið að nota og smakka verið mun bragðmeiri og betri en það sem hefur verið flutt langar leiðir hingað til lands.“ Meðal hráefna sem hópurinn notar er sveitaskyr frá Erpsstöðum í staðinn fyrir mozzarella­ost sem kemur mjög vel út. „Það er hægt að leita nýrra leiða á ein­ faldan hátt. Allir bændurnir og framleið­ endurnir hafa verið mjög áhugasamir og hjálpsamir og hafa verið mikilvægur partur af ferlinu,“ segja þær. En hvernig ætli flatbakan smakkist? „Flatbakan er mjög góð! Botninn er úr súrdeigi, vegna þess að við getum ekki fengið íslenskt ger. Við notum einnig heil­ hveiti og byggmjöl þannig að flatbakan Íslenskt hráefni betra Flatbökusteypan er samstarfsverkefni listamanna, ræktenda og kokka, sem hafa það að markmiði að kynna möguleikana til þess að búa til alíslenska pítsu. Listnemarnir Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Eveline Bünter segja ferlið hafa gengið vel. Heimildarmynd um ferlið verður sýnd á Kexi hosteli í kvöld, ásamt því að gestum verður boðið upp á flatbökusmakk. bragðast aðeins öðruvísi en fólk er vant. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem hafa smakkað hjá okkur,“ segja þær, en hópurinn gerði heimildarmynd um ferlið og mun sýna hana í kvöld á Kexi hosteli, ásamt því að bjóða gestum upp á flatbökusmakk í Gym & Tonic salnum. gudrunjona@frettabladid.is Við byrjum á stað- bundnu hráefni og síðan víkkum við hringinn út í flóknari hluti, hvaðan kemur ofninn, eldiviðurinn, eldhús- áhöldin. Merkisatburðir 1529 Austurhveli jarðar er skipt milli Spánar og Portúgals með Saragossa-sáttmálanum. 1906 Sérstakir auka Ólympíuleikar eru settir í Aþenu í tilefni af tíu ára afmæli nútíma Ólympíuleikanna. 1917 Jón Helgason er vígður biskup. Hann skrifaði meðal annars Árbækur Reykjavíkur. 1918 Konur eru kosnar í fyrsta skipti til þjóðþings Danmerkur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steindóra Sigríður Steinsdóttir lést á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi miðvikudaginn 14. september sl. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 23. september kl. 13.00. Friðþjófur A. Helgason Guðfinna S. Svavarsdóttir Steinn Mar Helgason Elín Klara Svavarsdóttir Helgi Valur Helgason Erla Skarphéðinsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kári Einarsson lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 17. september. Hann verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 22. september klukkan 13.00. Sólveig Klara Káradóttir Ragnhildur Þóra Káradóttir Massimiliano Polli Kári Liljendal Hólmgeirsson Karl Liljendal Hólmgeirsson Melkorka Elea Polli Katrín Briem fyrrverandi skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík og myndmenntakennari, til heimilis að Stóra-Núpi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Mávahlíð 2 Reykjavík, lést 14. september. Minningarathöfn fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 23. september kl. 15.00. Jarðarför fer fram frá Stóra-Núpskirkju, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, laugardaginn 24. september kl. 13.30. Hugi Ármannsson Hugi Baldvin Hugason-Briem Julia Hugason-Briem Katrín Jóhanna Hugason-Briem Alúðar þakkir til allra þeirra sem komu að því að gera útför hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Eðvarðs Bjarnasonar rafmagnseftirlitsmanns, fallega og hugljúfa. Ættingjar og hinir fjölmörgu vinir, takk fyrir. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks fyrir umönnun og hlýju í veikindum hans. Borghildur Jónsdóttir Jóna Björg Eðvarðsdóttir Gunnar Friðrik Eðvarðsson Valdimar Ármann Máni Elvar Traustason Inga Rán Ármann María Ármann Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Guðrúnar Sigfúsdóttur frá Flögu í Vatnsdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvamms- tanga fyrir einstaka umönnun og alúð. Sigríður Ívarsdóttir Ármann Olgeirsson Sigfús Ívarsson Elísabet Halldórsdóttir Halldóra Ívarsdóttir Páll Sigurðsson María Ívarsdóttir Símon H. Ívarsson Níels Ívarsson Jónína Skúladóttir Ólafur Ívarsson Sigríður Fossdal Hermann Ívarsson Dagbjört Jónsdóttir Sigurður Ívarsson Ásdís Jónsdóttir Guðrún Sigurðardóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla J. Hallgrímsdóttir heilsugæslufulltrúi, Dvergagili 8, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 12. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Akureyrar. Jóhann Karl Sigurðsson Guðrún Jóhannsdóttir Orri Óttarsson Ásgerður Halla Jóhannsdóttir Kristján Þór Henrysson Sigurður Jóhannsson Hrafnhildur Gunnþórsd. ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Símonardóttir Kjærnested Þorfinnsgötu 8, er látin. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. september kl. 15.00. Símon Ingi Kjærnested Elínborg S. Kjærnested Örn Kjærnested Hildur Einarsdóttir Margrét H. Kjærnested Pétur E. Oddsson Helgi Kjærnested og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðlaugar Huldu Halldórsdóttur Norðurvöllum 36, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til ættingja og vina, MND-teymis LSH Fossvogi, ígræðsluteymis LSH Hringbraut, starfsfólks B2 taugadeild LSH Fossvogi, starfsfólks Heimahjúkrunar HSS, starfsfólks D-deildar HSS, starfsfólks heimaþjónustu Reykjanesbæjar, starfsfólks aðhlynningar Reykjanesbæjar, starfsfólks Hrafnistu, Nesvöllum, Reykjanesbæ, Reykjanesbæjar, stjórnar og félaga MND félags Íslands, Sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins. Örn S. Eiríksson Ólafur Örn Arnarson Brynja D. Eiríksdóttir Arnar Már Arnarson Aðalheiður Ásdís Þ. Eiríka Ösp Arnardóttir Elí Úlfarsson Guðlaug Anna Arnardóttir Guðbjartur Rúnar Magnússon og barnabörn. 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r48 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð tímamót 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -4 3 6 C 1 A A 7 -4 2 3 0 1 A A 7 -4 0 F 4 1 A A 7 -3 F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.