Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 68
Kvikmyndin The Room er róman­ tískt drama sem kom út árið 2003 og er skrifuð, leikstýrt og framleidd af Tommy Wiseau sem leikur einn­ ig aðalhlutverkið. Myndin var gerð fyrir mjög litla fjármuni eða um sex milljónir dollara. Myndin fjallar í afar stuttu máli um ástarþríhyrning þeirra Marks, Lisu og Johnnys – og dramað sem á sér stað í herbergjum heimsins. Þetta virðist nú kannski ekkert sérstaklega spennandi né óvenjulegt en The Room er samt sem áður ótrúlega vinsæl og er reglulega sýnd í sérstökum mánaðarlegum sýn­ ingum í bíóhúsum víða um heiminn. Ástæðan fyrir þessum vinsældum er mjög einföld en er samt svolítið mótsagnakennd – myndin er hræði­ lega léleg. Bókstaflega allt við mynd­ ina er algjört klúður – söguþráðurinn er mjög ruglingslegur, öll samtöl eru vægast sagt ósannfærandi og alls konar tæknilegum atriðum eins og talsetningu, greenscreen og öðru er klúðrað stórkostlega. Myndin verður hrærigrautur æðislegra mistaka og undarlegra smáatriða sem gera hana að sprenghlægilegri upplifun. Í fyrstu fékk The Room frekar dræmar viðtökur, áhorfendur gengu ítrekað út af henni og heimtuðu endurgreiðslu – svo oft raunar að þau fáu kvikmyndahús sem sýndu myndina voru farin að hengja upp skilti sem tóku fram að þau myndu ekki endurgreiða aðgöngumiðana. Michael Rousselet, einn af heilunum bak við grínhópinn 5secondfilms, mætti á eina sýninguna og var þá einn í salnum. Honum fannst The Room stórkostleg og hann og vinir hans mættu á fjöldamargar sýningar í kjölfarið. Í framhaldinu voru haldnar enn fleiri sýningar og hópur frægra leikara og grínista tók að mæta og mæla með myndinni. Fólk mætir í dag reglulega á sýningar þar sem það klæðir sig upp sem persónur úr myndinni og kastar plastskeiðum og fótboltum sín á milli – en það eru til­ vísanir í nokkur undarlegustu atriði myndarinnar. Það sem gerir þessa lélegu mynd svo frábrugðna öðrum lélegum myndum er maðurinn á bak við hana, hinn dularfulli Tommy Wiseau, og hans óbrennandi barnslegi áhugi á því að koma sögunni sinni í eitt­ hvert form. The Room átti upphaf­ lega að vera leikrit – síðan breyttist handritið í 500 blaðsíðna skáldsögu sem Tommy greyið átti mjög erfitt með að fá gefna út og brá þá á það ráð að búa til kvikmynd upp úr hand­ ritinu. Tommy Wiseau þessi er afar sérvitur karakter – hann hefur yfir sér þessa áru sem gerir það að verkum að erfitt er að henda reiður á því hvort hann sé snillingur eða algjör fáviti. Í kjölfar vinsælda myndarinnar hefur hann sagt að The Room sé svört kómedía en samkvæmt Greg Sest­ ero, sem leikur Mark, er það ekki rétt. Hann hefur skrifað bók um reynslu sína við gerð myndarinnar – The Disaster Artist – þar sem hann lýsir vináttu sinni við þennan dular­ fulla mann. Ekki er á hreinu hvaðan Tommy kemur, en hann talar með mjög undarlegum hreim sem er erfitt að staðsetja, ekki er heldur á hreinu hversu gamall hann er. Það sem er kannski það dularfyllasta við mann­ inn er svo hvaðan hann fékk alla þessa peninga – en hann borgaði úr eigin vasa þær sex milljónir sem gerð The Room kostaði. Greg Sestero er á leiðinni til lands­ ins í október þar sem hann mun tala um þessa stórkostlegu mynd sem verður síðan sýnd í Bíói Paradís í kjölfarið og því um að gera að fara að verða sér úti um plastskeiðar og amerískan fótbolta. stefanthor@frettabladid.is Allt það sem á sér stað inni í herbergjum The Room er oft kölluð besta lélegasta mynd í heimi. Greg Sestero, sem leikur í mynd- inni, er á leiðinni til landsins og af því tilefni reynir Fréttablaðið að ná höndum yfir hvað það er sem fær fólk til að mæta í bíó til að horfa á þessa arfaslöku kvikmynd. Tommy Wiseau er hress með velgengni myndar sinnar þó að hún sé kannski annars eðlis en hann bjóst við upphaflega. Mynd/GeTTy Frumsýningar BRidGeT JoneS’S BaBy Aðalleikarar: Renée Zellweger, Colin Firth, Patrick Dempsey, James Callis og Gemma Jones Frumsýnd: 23. september IMDb 7,5 Rotten Tomatoes 77% The MaGniFicenT Seven Aðalleikarar: Denzel Washington, Vincent D‘Onfrio, Ethan Hawke og Chris Pratt Frumsýnd: 30. september IMDb 6,9 Rotten Tomatoes 63% heiMili FRöken PeReGRine FyRiR SéRkennileG BöRn Aðalleikarar: Eva Green, Samuel L. Jackson, Judi Dench, Rupert Eve­ rett og Chris O'Dowd Frumsýnd: 30. september FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Ný og glæsileg leikjadeild Fartölvur Spjaldtölvur Borðtölvur Tölvuskjáir Tölvuíhlutir Og allt annað;) Auglýsing | Kynning | Tölvutek sérverslun með tölvur og tölvubúnað Reykjavík og AkureyriTölvutek er með tvær glæsi-legar verslanir, Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Komdu í heimsókn, við tökum vel á móti þér :) Fyrirtækjasvið Sölumenn á fyrirtækjasviði sérhæfa sig í að finna lausn fyrir smærri og millistór fyrirtæki hvort sem er að finna rétta min-nið eða græja upp tækjasalinn. Margvottað þjónustusviðVið sinnum öllum verkum hvort sem er stórum eða smáum en þjónustusvið Tölvutek er meðal annars vottað sem Microsoft Gold Certified Partner. Stærsta tölvuverslun Norðurlands í Undirhlíð 2 Á Akureyri er Tölvutek með stærstu sérhæfðu tölvuverslun Norðurlands en þar er að finna nær allt okkar úrval en það voru að lenda nýjungar eins og ný kynslóð fartölva frá Acer og svo margt margt annað. Á Akureyri er hópur af öflugu starfsfólki sem tekur vel á móti þér:) Glæsileg vefverslun er opin allan sólarhringinn;) Tölvutek býður upp á eina glæsi-legustu og fullkomnustu vefverslun landsins með allan tölvubúnað. Við sendum spjald- og fartölvur frítt hvert á land sem er og erum með fastann 500 kall í sendingarkostnað fyrir allar aðrar vörur að 10kg. Tölvutek fagnar 10 ára afmælisínu með aframhaldandi glæsi-legum afmælistilboðum í allanSeptember! Skoðaðu bækling-inn og þú finnur ótrúleg afmælistilboð fyrir alla á þínuheimili;) Við vonum svo að þúhafir ekki misst af afmælishátíð Tölvutek í ár en þar mættuum 10 þúsund manns í Hallar-múlann og tóku þátt í ótrúlegri skemmtun og var hápunkturinn RISA afmælistónleikar sem byrjuðu með Ingó veðurguð og í kjölfarið komu fram, Úlfur Úlfur, Glowie og að lokum Emmsé Gauti en einnig var Einar Mikael með lokasýnin-gu Töfrahetjanna á Íslandi, að sjálfsögðu voru svo í boði þúsundir af Don’s Donuts, CandyFloss, sykursætu Karni-val poppi og veitinga vagn frá Prikinu með ljúffenga hamborgara. Stærsta sérhæfða leikjadeild landsins er í Hallarmúla og er þar eitthvert glæsilegasta úrval landsins af leikjavörum eins og Ducky leikjalyklaborðin sem koma með Laser skornum og baklýstum íslen- skum stöfum, Zowie leikjamýsnar sem íslenska landsliðið í CS:GO mælir með, Predator leikja fartölvur, BenQ leikjaskjáir, Plantronics Modular leikjaheyrnartól og endalaust úrval af öllu leikjatengdu! Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 FJÖRIÐ HELDUR ÁFRAM • ÓTRÚLEG AFMÆLISVEISLA AFMÆLISVEISLA 5. SEPTEM BER 2016 - BIRT M EÐ FYRIRVARA UM BREYTIN GAR, PREN TVILLUR OG M YN DABREN GL Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00 OPNUNARTÍMAR Hallarmúla 2 Reykjavík Undirhlíð 2 Akureyri STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS* STÆRSTA TÖLVUVERSLUN NORÐURLANDS* SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Afmælisveisla í stærstu tölvuverslun landsinsTölvutek var nýverið með sannkallaða afmælishátíð í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri EÐ A L KAFFI Í BOÐI ALLAN D AG IN N Kaffi KÍKTU Í VA NTA R ÞIÐ AÐSTOÐ EÐA RÁÐLEGGINGAR? PRÓ FAÐ U NE TSP JAL L RÁÐ GJÖF OG ÞJÓN USTA KÍKT U Á FAC EBO OK FLOT TAR MYN DIR OG M YNDS KEIÐ TAG GAÐ U ÞI G Á FA CEB OOK OG Þ Ú GÆ TIR U NNIÐ PRED ATOR SPJ ALDT ÖLVU Út septemb er fást allar vörur með v axtalausum raðgreiðslu m með 3.5% lántökugjald i og 405kr greiðslugjald i af hverjum gjalddaga 0%VEXTIRALLAR VÖRURVAXTALAUST Í 12 MÁNUÐI Töfrahetjurnar Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Ingó Glowie *Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016 FRÍTT SENDUM ALLAR FARTÖLV UR Í SEPTEMBER 16BLSBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is GPS SNJAL ÚR FRÁBÆRT GPS KRAKKA SNJALLÚR MEÐ 1,22” LED SNERTISKJÁ, SOS TAKKA FYRIR NE YÐARSÍMTAL OG SMS MEÐ STAÐSETNINGU. HÆGT E R AÐ HRINGJA Í ÚRIÐ OG FYLGJAST MEÐ FERÐUM BARNSINS. 9.990 SOS HNAPPUR SENDIR BOÐ Í SÍMA FORELDRA! 3 LITIR NÝ SENDING LENT! 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r56 m e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð bíó 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -7 9 B C 1 A A 7 -7 8 8 0 1 A A 7 -7 7 4 4 1 A A 7 -7 6 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.