Fréttablaðið - 10.09.2016, Page 64
Flestir kannast við blómkálssúpu
frá uppvaxtarárum sínum. Blóm-
kálssúpa var iðulega á borðum Ís-
lendinga þegar hausta tók. Hægt
er að gera súpuna mismunandi,
hér er hún borin fram með stökku
beikoni en það mætti líka vera
steiktir brauðteningar eftir vali.
Blómkálssúpa
Uppskriftin miðast við fjóra
750 g blómkál
1 laukur, smátt skorinn
9 dl kjúklingasoð
(grænmetis fyrir þá sem
ekki borða kjöt)
2,5 dl mjólk
2 msk. sýrður rjómi
Blaðlaukur, smátt skorinn
200 g beikon
Salt og nýmalaður pipar
Steinselja, smátt skorin
Hreinsið blómkálið og takið allt í
sundur. Skerið stilkana líka í litla
bita. Geymið um 100 g til skreyt-
ingar.
Sjóðið upp kraft, mjólk, lauk og
blómkál. Látið malla þar til kálið
verður mjúkt, um það bil 15 mínút-
ur. Notið töfrasprota til að mauka
allt saman í súpunni. Bætið því
næst sýrðum rjóma saman við.
Látið malla aðeins áfram og bragð-
bætið með salti og pipar.
Á meðan er hægt að steikja beik-
onið á pönnu þar til það verður
stökkt. Takið þá af pönnunni og
geymið. Setjið restina af blómkál-
inu á sömu pönnu og bætið smá-
vegis smjöri eða olíu við. Loks er
blaðlaukurinn settur á pönnuna
og beikonið svo aftur. Bragðbæt-
ið með smávegis salti. Í staðinn
fyrir beikon má nota snöggsteikta
chorizo-pylsu, parmaskinku eða
brauðteninga.
Setjið súpuna á fjóra diska og setj-
ið beikonið, blaðlaukinn og blóm-
kál ofan á miðju súpunnar. Strá-
ið steinselju yfir. Gott er að hafa
brauð með súpunni.
hollUr kvöldverðUr að haUsti
Er ekki góð hugmynd að útbúa hollan og góðan þriggja rétta kvöldverð í kvöld? Nýupptekið grænmeti fæst í verslunum
og því er upplagt að bera fram góða blómkálssúpu, nýveiddan lax og ofureinfaldan eftirrétt með berjum.
Einfaldur en góður eftirréttur.
Ofnbakaður lax með kókos og límónusósu.
Ljúffeng blómkálssúpa.
lax með kókos og límónU
Fyrir fjóra
Lax er ofurfæða, ótrúlega hollur og
góður matur, stútfullur af vítamín-
um. Þess vegna ætti hann að vera
oft á borðum. Hér er mjög góður
réttur, léttur í maga og bragðgóður.
600 g laxaflak
1 msk. sesamolía
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
50 g ferskur kókos (beint úr
kókoshnetunni)
Jógúrtdressing
2 dl grísk jógúrt
Börkur af einni límónu,
rifinn
Smávegis safi úr límónu
Salt
Stillið ofninn á 200°C.
Blandið saman jógúrt, rifnum lím-
ónuberki, smá safa og salti í skál.
Geymið í kæliskáp.
Takið börkinn af kókoshnetu og rífið
kókosinn með rifjárni.
Skerið laxaflakið í fjögur stykki og
leggið þau á bökunarpappír á ofn-
skúffu eða í eldfast form. Pensl-
ið fiskinn með sesamolíu og bragð-
bætið með salti og pipar. Dreif-
ið kókosnum yfir og setjið í ofninn.
Bakið í 8 mínútur.
Með laxinum má hafa soðnar kart-
öflur eða gott salat. Einnig er gott
að hafa ferskan aspas. Berið fram
með jógúrtsósunni.
BerjaréttUr með ostasósU
miðast við fjóra
Þessi réttur er bragðgóður og mjög
einfaldur.
80 g hafrakex
40 g smjör, brætt
3 msk. sykur
1,5 dl rjómi
75 g rjómaostur
Smávegis sítrónusafi
3 msk. sykur
2 msk. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
400 g ber
Setjið kexið í matvinnsluvél og hakk-
ið. Bræðið smjörið og blandið saman
við auk sykurs.
Því næst er öllu sem á að fara í osta-
sósuna blandað saman í skál og
þeytt saman þar til blandan er létt og
ljós. Gætið að því að þeyta ekki á of
miklum hraða.
Það má hakka berin í sósu eða skera
niður jarðarber og heil bláber og
setja í botninn á glasi, því næst osta-
krem og loks kexblönduna. Hægt
er að nota hvaða ber sem er í þessa
uppskrift. Eftirréttinn má gera fyrir-
fram að deginum, breiða plastfilmu
yfir og geyma í ísskáp. Í stað sykurs
má nota sætuefni.
1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
1
0
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
8
7
-E
F
B
0
1
A
8
7
-E
E
7
4
1
A
8
7
-E
D
3
8
1
A
8
7
-E
B
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
9
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K