Fréttablaðið - 10.09.2016, Síða 70

Fréttablaðið - 10.09.2016, Síða 70
Spergilkál er í miklu uppá-haldi hjá mér og þegar þetta íslenska kemur í búð-irnar á haustin þá hef ég það alltaf á borðum, oftast bara með smjöri og salti en það hentar líka mjög vel í matarmikil salöt,“ segir Valentína Björnsdóttir í Móður náttúru, sem framleiðir græn- metisrétti. Hún segir nauðsynlegt að passa sig að sjóða spergilkál minna en meira, því það haldi áfram að soðna eftir að það komi af hitanum. „Tveggja til fjögurra mínútna suða í gufu, eða mjög litlu vatni, er fín, fer eftir stærð hausanna.“ Valentínu finnst líka skipta máli hvernig kálið er skorið. „Ég fer með lítinn hníf inn í krónuna og liða hana í sundur eftir greinunum. Margir skera stöngulinn alveg frá en ég sker bara allra neðsta partinn af, skef svo utan af stönglinum ef hann er trénaður og nota afganginn. Ég hef ræktað spergilkál, það hefur gengið misvel en mig dreymir um að eiga spergilkálsakra!“ Í lokin kemur ein rómantísk saga. „Þegar við hjónin giftum okkur fyrir 15 árum fórum við í brúðkaupsferð austur fyrir fjall í bústað og komum við á Hæðarenda í Grímsnesi til að kaupa gulrætur. Þegar við spurðum eftir spergilkáli sagði bóndinn: Ég er hættur að tína það, fariði bara út á akurinn og fáið ykkur. Þarna innsigl- uðum við hjónabandið með fullum poka af þessu himneska káli og fannst við ofsalega rík. Hjónabandið hefur enst þannig að spergilkál er grænmeti ástarinnar!“ Spergilkál hentar vel í matarmikil salöt, hér er eitt slíkt úr eldhúsi Valentínu. Fréttablaðið/GVa Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Spergilkál er grænmeti ástarinnar Það er þrungið af járni og bætiefnum, það prýðir matardiskana og það er eitt af því sem auðvelt er að rækta á Íslandi. Spergilkál er gott bæði hrátt og snöggsoðið og hentar sem uppistaða í græn- metisrétti, meðlæti með kjöti og sem millimál. buff með grænmetisturni Fyrir 2 til 4 400 gr soðin hýðishrísgrjón 200 gr soðnar kjúklingabaunir 100 gr soðnar kartöflur ½ bolli rifið spergilkál 3 msk. saxaður graslaukur 1/2 msk. salt 2 msk. Mexíkókryddblanda brauðrasp eða haframjöl Hnoðið allt saman í hræri- eða mat- vinnsluvél. Mótið buffin í höndun- um og veltið þeim upp úr brauðraspi eða haframjöli og steikið. 1 vænn haus spergilkál skorinn í fallega kvisti, léttsoðinn í söltu vatni. Olía til steikingar 1 rauðlaukur gróft saxaður 2 hvítlauksrif fínt söxuð 1 kúrbítur skorinn í bita 2 lúkur spínat 1 lúka ferskt basil ½ tsk. rósmarín Salt og pipar 1 msk. rúsínur 2 msk. sítrónusafi 8 msk. rauð pastasósa rifinn vegan ostur 4 litlir tómatar Steikið saman á pönnu rauðlauk, hvítlauk og kúrbít. Þegar það er farið að brúnast bætið þá spínati, basil, kryddum og rúsínum út í og látið mýkjast aðeins á pönnunni. Hellið sítrónusafa yfir. Setjið steikta grænmetið yfir buffin. Setjið tvær matskeiðar af pasta- sósu á hvert buff, rifinn ost og einn smátómat. Setjið réttinn í ofninn og bakið í fimm mínútur á 60°C eða þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með fersku salati. Spergilkálssalat með grænmetisbollum og satay-sósu Fyrir 2 til 4 1 vænn haus spergilkál, skorinn í fal- lega kvisti og léttsoðinn í söltu vatni Væn lúka strengjabaunir léttsoðnar 1 rauðlaukur skorinn í sex báta, penslaður með olíu og bakaður í ofni í ca. 20 mínútur á 170°C 1 pakki Dheli koftas, bakað í ofni í 10 mínútur á 170°C ½ dl kasjúhnetur, ristaðar í ofni í 5 mínútur á 170°C 1 mangó, frosið eða ferskt, skorið í bita 1 rauð paprika, skorin í bita 2 vorlaukar sneiddir fínt Ferskt salat að eigin vali Kælið brokkoli, strengjabaunir, Dheli koftas og rauðlauk. Blandið öllu varlega saman. Satay sósa vegan 30 g engifer afhýtt 200 ml eplasafi 150 ml kókosmjólk ½ lúka ferskt kóríander 2 msk. hnetusmjör 30 ml sojasósa ½ rautt chilli ½ tsk. svartur pipar ½ tsk. salt 2 msk. sítrónusafi Allt sett í blender. Spergilkálsbuff með grænmetisturni. Það er ekki sama hvernig græn- meti er skorið, segir Valentína. Spergilkálið sker hún þannig að það líti út eins og lítil tré. Samvera Tómstund Þríund Kátína Agi Fegurð Tónlist Raddbönd Eyru Sópran Alt Tónleikar Undirleikur Raddþjálfun Pásur Kórverk Hljómar Kaffi Orgel Kórstjóri Hugmyndir Samræður Frelsi Vinátta Bassi Samsöngur Röddun Æfingar Flygill Nótur Aðventa Þagnir Sálmar Tenór Latína Hammond-orgel Nú stækkar Kór Seljakirkju Söngelskir hafi samband hið snarasta við Tómas kórstjóra í síma 866-1823 eða netfangið tomaseggertsson@gmail.com Skemmtileg haustönn er að hefjast! Guðsþjónustur 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð matur 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 7 -D 7 0 0 1 A 8 7 -D 5 C 4 1 A 8 7 -D 4 8 8 1 A 8 7 -D 3 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.