Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 24
Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færð- ir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðis flokksins í Reykja- vík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Reglan um breytingu á röðun frambjóðenda er nokkuð flókin. Í umfjöllun Fréttablaðsins er stuðst við lýsingu Þorkels Helga- sonar á vef landskjörstjórnar í greinargerð hans um kosning- arnar 2003. Í kosningalögum er gert ráð fyrir að röð frambjóðenda ráðist af samanlagðri stigagjöf hvers frambjóðanda. Stigin fær hver þeirra af stöðu sinni á listanum að teknu tilliti til breytinga kjós- enda. Í kosningalögum er talað um atkvæði og atkvæðabrot. Til einföldunar verður talað um stig í þessari umfjöllun. Þeir fram- bjóðendur sem hafa flestu stigin fá þingsætin. Til þess að gæta hlutleysis í umræðunni velur Fréttablaðið að taka ekki dæmi af neinu fram- boðanna í kosningunum núna. Þess í stað ímyndum við okkur að listi Njálunga bjóði fram. Stigin sem frambjóðendur fá ráðast af því hversu marga menn listinn fær kjörna. Ef listi Njál- unga fengi þrjá menn kjörna eru sex efstu mönnum á listanum reiknuð stig. Njáll Þorgeirsson, efsti maður á listanum, fær sex stig og Helga Njálsdóttir, sem er í sjötta sæti listans, fær eitt stig. Undantekningin er ef listi fær einungis eitt þingsæti í kosn- ingunum. Þá eru þremur efstu mönnum listans reiknuð stig, en ekki aðeins tveimur efstu. Samkvæmt kosningalögum er kjósanda heimilt að strika yfir nöfn eða rita sætisnúmer að eigin vali framan við nöfn fram- bjóðenda. Einungis má gera breytingar á þeim lista sem kjós- andinn hefur krossað við, annars verður atkvæðaseðillinn ógildur. Látum sem svo að kjósandi sé eindreginn stuðningsmaður Hallgerðar langbrókar, sem er í fjórða sæti á lista Njálunga, og sonar hennar, Grana Gunn- arssonar, sem er í níunda sæti. Þessi kjósandi strikar þá yfir Bergþóru og setur Hallgerði í efsta sæti en Grana í fjórða sæti. Svo strikar kjósandinn yfir nafn Gunnars, eins og gert hefur verið í þriðju myndinni hér til hliðar. Það þarf mikla samstöðu á meðal kjósenda til þess að ná fram breytingum á listum og breytingarnar geta aldrei orðið miklar. Í hæsta lagi er raunhæft að ná að færa frambjóðanda upp um eitt sæti og þá þann næsta fyrir ofan niður um sæti. Til þess að ná fram þeirri breytingu að víxla röð á tveim- ur frambjóðendum sama lista er öruggast að strika þann út sem á að færast niður og merkja 1 við þann sem kjósandi ætlar að lyfta upp. Hlutfall kjósenda þarf að vera hið minnsta jafnt 1/(r+1) þar sem r er svokölluð röðunartala. Sú tala er jöfn tvö- faldri tölu þingsæta listans, en 3 ef listinn fær aðeins eitt sæti. Þessir útreikningar miðast þó við að aðrir kjósendur, einkum þeir sem vilja koma í veg fyrir víxlunina, bregðist ekki við. Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. Hvernig má umraða á listum Listi Njálupersóna Sýndir eru tíu efstu menn Hverjir þessara frambjóðenda munu skipa þau sæti sem listinn fær? Það byggist á samanlagðri stigagjöf hvers frambjóðanda. Stigin fær hver þeirra af stöðu sinni á listanum að teknu tilliti til breytinga kjósenda. Í kosningalögum er talað um atkvæði og atkvæðabrot en ekki stig. Stigin sem hér um ræðir eru jafngild en einfaldari í framsetningu. Þeir fá þingsætin sem flest fá stigin. Stigagjöf Ef kjósandi gerir engar breytingar Stigagjöfin fer eftir því hve marga menn listinn fær kjörna (hvort sem er kjördæmis- eða jöfnunarsæti). Segjum að listi Njálunga fái 3 menn kjörna. Þá eru þeim sex efstu á listanum reiknuð stig, þeim efsta 6 og þeim síðasta 1. Þessir frambjóðendur eru auðkenndir með gulu. Stigagjöfin hér miðast við að kjósandi hafi engar breytingar gert. almennt: Þeim efstu, sem manna tvöfalda tölu þingsæta listans (röðunartala), eru reiknuð stig sem lækka um eitt að ofan talið þar til sá síðasti þeirra fær 1 stig. fái listi aðeins eitt sæti eru þó þremur efstu mönnum listans reiknuð stig, ekki aðeins tveimur. LeyfiLegar breytiNgar á LiSta Kjósandi má strika yfir nöfn eða rita sætisnúmer að eigin vali framan við nöfn frambjóðenda. einungis má gera breytingar á þeim lista sem kjósandinn hefur krossað við (ella verður seðillinn ógildur). Kjósandinn er eindreginn stuðningsmaður Hallgerðar langbrókar og sonar hennar Grana. Þess vegna strikar kjósandinn yfir Bergþóru og setur Hallgerði í efsta sæti en lyftir Grana í fjórða sæti. ennfremur hefur kjósandinn ákveðið að strika yfir nafn Gunnars. Breytt röð og afleiðingin í breyttri stigagjöf er sýnd á kjörseðlinum. allar breytingar neðan við gullituðu nöfnin hafa engin áhrif, en þær skaða heldur ekki. Hverju er rauNHæft að Ná fram? Það þarf mikla samstöðu til að ná fram breytingum á listum. Það er í hæsta lagi raunhæft að ná að færa frambjóðanda upp um eitt sæti og þá þann næst fyrir ofan niður um sæti. Kjósandinn hér leggur kapp á að koma Hallgerði upp fyrir Skarphéðin. árangursríkasta leiðin til þess er að strika Skarphéðin út (þannig að hann fái 0 stig) og setja Hallgerði í efsta sæti (svo að hún fái hámark stiga, 6 stig). mun þessi víxlun á Hallgerði og Skarphéðni ná fram að ganga? já, ef minnst 14,3% kjósenda listans gera þessa sömu breytingu á kjörseðlum sínum (sjá töflu hér til hliðar). Og því aðeins að aðrir kjósendur, einkum stuðningsmenn Skarphéðins, leiki enga mótleiki.  N Listi Njálunga Njáll Þorgeirsson Bergþóra Skarphéðinsdóttir Skarphéðinn Njálsson Hallgerður langbrók Kári Sölmundarson Helga Njálsdóttir Hróðný Höskuldsdóttir Gunnar á Hlíðarenda Grani Gunnarsson Þorkatla Gissurardóttir ... Röð á lista  N Stiga- gjöfListi Njálunga 1 Njáll Þorgeirsson 6 2 Bergþóra Skarphéðinsdóttir 5 3 Skarphéðinn Njálsson 4 4 Hallgerður langbrók 3 5 Kári Sölmundarson 2 6 Helga Njálsdóttir 1 7 Hróðný Höskuldsdóttir 0 8 Gunnar á Hlíðarenda 0 9 Grani Gunnarsson 0 10 Þorkatla Gissurardóttir 0 ... ... ... Röð á lista  N Stiga- gjöfListi Njálunga 2 Njáll Þorgeirsson 5 Bergþóra Skarphéðinsdóttir 0 3 Skarphéðinn Njálsson 4 1 1 Hallgerður langbrók 6 5 Kári Sölmundarson 3 6 Helga Njálsdóttir 2 7 Hróðný Höskuldsdóttir 0 8 Gunnar á Hlíðarenda 0 9 4 Grani Gunnarsson 0 10 Þorkatla Gissurardóttir 0 ... ... ... Röð á lista  N Stiga- gjöfListi Njálunga 2 Njáll Þorgeirsson 5 3 Bergþóra Skarphéðinsdóttir 4 Skarphéðinn Njálsson 0 1 1 Hallgerður langbrók 6 4 Kári Sölmundarson 3 5 Helga Njálsdóttir 2 6 Hróðný Höskuldsdóttir 0 7 Gunnar á Hlíðarenda 0 8 Grani Gunnarsson 0 9 Þorkatla Gissurardóttir 0 ... ... ... Hafa breytingar á listum haft áhrif? Í þingkosningum 1946 færðist Björn Ólafsson niður um sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, en reglur voru þá aðrar en nú. Við þetta féll Björn út af þingi en sá næsti fyrir neðan, Bjarni Benediktsson (eldri), fór inn í staðinn. Þetta er eina dæmið úr listakosningum til Alþingis um að frambjóðandi hafi misst þingsæti vegna breytinga kjósenda. Á síðustu árum hafa frambjóð- endur fjórum sinnum verið færðir neðar á lista með útstrikun. Það hefur þó ekki leitt til breytinga á skipan þingsins. Í kosningum 2007 var árni johnsen færður niður um sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi vegna 21,3% útstrikana. Hann færðist líka niður um sæti árið 2009 en þá var útstrikunar- ígildið 18,9%. Í kosningunum 2007 færðist björn bjarnason niður um sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Reykjavíkur- kjördæmi suður með 18,3% út- strikunum, eða ígildi þeirra. guðlaugur Þór Þórðarson var líka færður niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður í kosningum 2009, fyrstu alþingiskosningunum eftir bankahrunið. Þá strikuðu 23,6% yfir nafn hans. Breytingar á listum hafa líka veitt þingmönnum að- hald þótt það hafi ekki raskað röðun. ✿ Lágmarkshlutfall sem þarf til víxlunar sæta á lista virkasta leiðin er að strika þann út sem á að færast niður og merkja 1 við þann sem lyfta skal upp. Sbr. dæmið um Hallgerði og Skarphéðin hér til hliðar. gera má ráð fyrir að þetta hlutfall kjósenda þurfi að vera hið minnsta jafnt 1/(r+1), þar sem r er svokölluð „röðunartala“ eins og hún heitir í kosningalögum. Hún er jöfn tvöfaldri tölu þingsæta listans, en 3 ef listinn fær aðeins eitt sæti. Lágmarkshlutfall kjósenda til að ná fram víxlun með útstrikun frambjóðanda og merkingu næsta fyrir neðan í 1. sæti. Dæmið um Hallgerði og Skarphéðin er sýnt gult: Númer sætis Lágmarkshlutfall á lista kjósenda 1 25,0% 2 20,0% 3 14,3% 4 11,1% 5 9,1% 6 7,7% Þessir útreikningar miðast við að aðrir kjósendur, einkum þeir sem vilja koma í veg fyrir víxlunina, bregðist ekki við. 1 r+1x≥ 5 14,3% sinnum hafa frambjóð­ endur verið færðir neðar á lista með útstrikun. er lágmarkshlutfall útstrikana til að framkalla víxlun sæta á lista þar sem röðunartalan r er tvöfaldur fjöldi þingmanna listans. kjósenda lista þurfa að gera sömu útstrikunina til að víxla fram­ bjóðendum í þriðja og fjórða sæti ef listinn fær þrjá menn kjörna. Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Kosningar 2016 2 9 . o K t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r24 h e L G i N ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -6 8 9 0 1 B 1 C -6 7 5 4 1 B 1 C -6 6 1 8 1 B 1 C -6 4 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.