Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 26
Leifur Örn fjallaleiðsögu-maður er nýkominn heim frá Norður-Afríku og er að leggja af stað til Nepal þegar hann er króaður af í viðtal. Nú
stendur hann brátt á fimmtugu og
það gefur tilefni til að líta um öxl og
líka fram á veg.
„Ég er meira og minna í leiðsögn,
síðustu árin mikið í háum fjöllum og
erfiðum leiðum, á Grænlandsjökli, á
pólunum, í janúar síðastliðnum fór
ég til dæmis bæði á Suðurpólinn og
hæsta fjall Suðurskautslandsins. Það
stóð til að ég færi aftur þangað núna
í desember en það verður ekki og ég
er feginn því. Það er kærkomið bæði
fyrir mig sjálfan og fjölskylduna að
ég sé aðeins heima.“
Þú ert fjölskyldumaður. „Já, ég á
konu, Sigrúnu Hrönn Hauksdóttur,
og börn sem eru orðin stálpuð, það
yngsta er ellefu ára. Ég hef gegnum
tíðina unnið mikið frá fjölskyld-
unni. Leiðsögnin er eins og togara-
sjómennska. En það hafa komið
tímabil sem ég hef verið alveg heima
hluta úr árinu, og unnið á Veður-
stofunni eða í Björgunarskólanum.“
Hvaðan kemur þér áhuginn á
fjallamennsku? Ætli Tinni í Tíbet
eigi ekki sinn þátt í honum. Þegar
ég fór á Everest tók ég þá bók með!
Mér hefur alltaf þótt ævintýraljómi
yfir fjallgöngum og ferðalögum sem
þarf að hafa fyrir. Á æskuheimilinu
í Kópavogi voru keyptar bækur um
það sem gerðist fréttnæmt á hverju
ári fyrir sig, ég staldraði alltaf við
myndir af fjallaklifrurum, pólför-
um og fólki að sigla skútu kringum
hnöttinn. Ég var líka ungur þegar
ég fór að gista í snjóhúsi í garðinum
og fara í gönguskíðaferðir. Svo hafa
ferðirnar lengst og fjöllin hækkað.“
Leifur Örn var meðal þeirra
sem stofnuðu Íslenska fjallaleið-
sögumenn árið 1993. Þá hafði
hann verið að leiðsegja erlendum
ferðamönnum á sumrin og hélt
því áfram. „Síðustu ár hef ég svo
töluvert verið með Íslendinga í
ævintýraferðum erlendis og þeim
ferðum fjölgar á næstu árum. Nú er
ég til dæmis nýkominn frá Marokkó
með hóp. Við fórum fyrstu vikuna í
október, þá er hitastigið orðið bæri-
legt í Marokkó og ágætur sumarauki
fyrir Íslendinga. Verðlagið er lágt
þarna og það er ævintýri að ganga
um Atlasfjöllin. Þar búa Berbar og
þótt þeir séu helmingur þjóðarinnar
þá búa þeir afskekkt og tala annað
tungumál en Arabarnir. Í efstu þorp-
Ferðirnar hafa lengst
og fjöllin hækkað
Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður lifir ævintýralegu lífi. Hann hefur
gengið á heimskautin bæði, hæsta tind jarðar og á efstu fjöll í öllum álfum. Nú er
hann á leið í grunnbúðir Everest, eftir áramót ætlar hann á Aconcagua,
hæsta fjall Suður-Ameríku og síðan á Kilimanjaro.
Leifur Örn á fullu að pakka niður heima í stofu daginn fyrir brottför til Nepal. FréttabLaðið/ViLheLm
Leifur Örn hefur
klifið hæstu fjöll
hverrar heimsálfu
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
↣
þegar ÍSLendingar
koma Spyrja þeir: Hva,
eigum við að borða Í
Skugga?
8.848m
mouNt
eVerest
North Cole Route
fyrstur Íslendinga
6.961 m
acoNcagua
6.194 m
DeNaLi
um býr fólk enn í leirkofum og það
er án samgangna í tvo mánuði á ári
vegna snjóa. Okkur er því kippt í allt
aðra menningu og veðurfar en við
þekkjum að heiman en mataræðið
er örugglega nær markmiðum
Manneldisráðs en margt sem við
borðum dags daglega, mikið af
grænmeti og ávöxtum. Í hádeginu
er breitt úr dýnum til að setjast á og
matast, þær eru yfirleitt í skugga en
þegar Íslendingar koma spyrja þeir:
Hva, eigum við að borða í skugga?
þá eru dýnurnar færðar í sólina!“
Sigrún, eiginkona Leifs Arnar,
er ferðagarpur líka og vinnur hjá
Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
„Sigrún var kennari til margra ára.
Lærði svo mannfræði og þekkir til
ýmissa þjóðflokka svo það er kær-
komin viðbót þegar hún kemur með
í ferðir,“ lýsir hann og segir þau hjón
ætla saman í spennandi ferð í haust,
í tilefni af fimmtugsafmæli hans.
„Ég er að fara til Nepal í gönguferð
upp í grunnbúðir Everest með tólf
manna hóp, það er ein af fallegustu
gönguleiðum heims. En þegar henni
lýkur ætlar Sigrún að koma út og
við ætlum að hjóla saman aðra fal-
lega leið um Nepal. Fara með reið-
hjólin upp í 5.400 metra hæð með
eins lítinn farangur og við getum,
einar hreinar nærbuxur hvort svo
við getum skolað hinar og búið! Og
kaupum okkur bara mat á te- og
kaffihúsum.“
Er ekki hætta á háfjallaveiki þegar
þið eruð komin í svona mikla hæð?
„Jú, það verður að fara varlega í
svona hæð og þó ég hafi verið í
fjallabröltinu þá er það konan mín
sem þolir hæðina betur en ég. Hún
kom með mér í efri grunnbúðir
Ever est þegar ég var á leið á fjallið,
þær eru í 6.500 metra hæð. Þar
komst ég ekki úr sporunum en hún
spurði bara hvað væri að mér! Hinir
fjallamennirnir gerðu grín að þessu
og spurðu hvort það væri ekki ráð-
legra að hún héldi áfram en ég skriði
niður aftur og færi heim. En það þarf
ekki bara að aðlagast vel, heldur líka
að hafa þessa sterku þrá sem drífur
mann áfram í gegnum allt.“
Aðrir spennandi tindar
sem hann hefur staðið á
5.895 m
KiLimaNjaro
5.642 m
eLbrus
4.892 m
mt. ViNsoN
4.884 m
carsteNsz
PyramiD
7.134 m
PeaK LeNiN
8.202 m
cho oyu
4.809 m
mt. bLaNc
4.167
mt. touPcaL
2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
C
-6
3
A
0
1
B
1
C
-6
2
6
4
1
B
1
C
-6
1
2
8
1
B
1
C
-5
F
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K