Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 28

Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 28
Í veðravíti á Vatnajökli Hvar hefur þú komist í hann krapp- astan? „Ég hef alltaf reynt að forðast að komast í hann mjög krappan og vil gera það framvegis. En eitt sinn kom beiðni frá Ítala um leiðsögn yfir þveran Vatnajökul í febrúar. Ég taldi það ekki nokkurt vit, þekkjandi veðravítið sem þar getur verið á þeim árstíma. Eftir dálítið þóf lét ég þó tilleiðast að fara með honum og tveimur vinum hans og við lögðum upp frá Kverkfjöllum í vikuferð. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei fegrað hlutina fyrir þeim þá höfðu þeir ekki reiknað með að vera lengst af ferðinni eins og inni í jólakúlu með snjó og að veðurhæðin yrði þannig að tjaldgrindur brotnuðu og sleð- arnir héldust ekki á réttum kili, hvað þá að við yrðum að leita skjóls í sprungum og grafa okkur í fönn. En allur þessi pakki fylgdi með. Stakkurinn minn var svo ísaður eitt kvöldið að í stað þess að taka hann inn í tjald og láta hann þiðna ákvað ég að fara í hann eins og klakabrynju um morguninn. Ég hafði farið að kenna fjalla- mennsku á Höfn nokkrum dögum áður og horft úr flugvél á Breiða- merkurjökul og Skeiðarárjökul alveg fagurdjúpbláa og snjólausa, ég hugsaði: þar fór flóttaleiðin. Svo ég fór Öræfajökulsleiðina með Ítal- ina og komst með þá í skjól undir Hvannadalshnúk í vestanátt. Við höfðum upplifað mikinn veður- ham á köflum og allt sem við vorum með var ísað og eins og snjóboltar, þar á meðal áttavitinn. Ég segi við þá að þó veðrið sé gott þarna undir Hnúknum ætli ég ekki með þá upp á topp, heldur taka upp nesti og halda svo áfram. „Ef þú bara kemur okkur lifandi niður af þessu fjalli þá erum við þakklátir,“ sagði sá sem mest hafði nauðað um að fara. Þeir hafa verið í sambandi við mig síðan og senda mér alltaf myndir úr ferðinni, allar í móðu!“ Kannski verður þessum myndum brugðið upp í afmælisstundinni sem Leifur Örn ætlar að halda 3.  desember, þegar hann verður fimmtugur. Hann er búinn að leigja Austurbæ undir myndasýningu og ætlar að bjóða þeim sem hafa gengið með honum gegnum tíð- ina. „Þetta er algerlega óundirbúið ennþá, myndirnar í pappakössum og enginn farinn að fá boðskort,“ segir hann afsakandi. Strax eftir ára- mótin er hann að fara á hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, með hóp Íslendinga og í febrúar ætlar hann á Kilimanjaro, hæsta fjall Afr- íku. „Það er opið í þá ferð ennþá hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum!“ auglýsir hann. „Síðan ætla ég í smá frí með konunni minni. Hana langar að ganga Vasagönguna í Svíþjóð, 90 kílómetra skíðagöngu, og þó ég sé ekki vanur að ganga á þvengmjóum skíðum í einhverju skíðaspori hlýt ég að lifa það af!“  Grænland er eitt af eftirlætislönd- um Leifs Arnar. „Við höfum verið með eina ferð yfir Grænlandsjökul í mörg ár, ég hef verið svo lánsamur að hafa farið nokkrum sinnum, meira að segja í 29 daga ferð með indverska sjóherinn sem var að æfa sig fyrir ferð á Suðurpólinn, það ferðalag væri efni í heilt viðtal,“ segir hann. „Við förum frá austri til vesturs yfir jökulinn, frá Angmagssalik- héraði, eins og Nansen gerði þegar hann fór fyrstur yfir jökulinn 1888. En veðurbreytingarnar í heiminum hafa áhrif á allt. Við erum orðnir svo hræddir við leysinguna sem er á jökl- inum þegar fer að vora og förum um 20. apríl, ef veður leyfir, sem þýðir að hæðin yfir jöklinum er ekki orðin eins sterk og hún verður yfir sumarið. Ég var einn og hálfan mánuð á Græn- landi í sumar og allan júní og fram í ágúst var stilla og bjartviðri. Áður fóru fyrstu haustlægðirnar að snerta Grænland í byrjun september en nú eru þær farnar að koma um miðjan ágúst. Mér finnst Grænland ákaflega heillandi, hef verið mikið þar og náð að heimsækja nánast öll byggð ból. Austurströndin er í mestu uppáhaldi. Þar eru tindarnir hvassastir, jöklarnir fram í sjó og menning íbúanna ein- stök.“ Á heilögu svæði í háfjöllunum Er eitthvað sem hefur snortið þig meira en annað á þínum ferðum? Mér finnst hrífandi hvernig mann- líf og menning þrífst í köldum og hrjóstrugum löndum. Ég man eftir gönguskíðaferð um páska á austur- strönd Grænlands, við löbbuðum upp á heiði til að horfa á ísjakana í Chalmerlick-firðinum og eftir bara smástund var maður gegnfrosinn í fínu dúnúlpunni og einangruðu vettlingunum, „Ah, nú förum við inn aftur í hlýjuna,“ gátum við sagt. En tilfinningin um að fólk hafi búið þarna í gegnum tíðina og stundi veiðimennsku þar enn í dag var mögnuð. Eða að ganga um heilaga svæðið í háfjöllunum í Nepal þar sem fólkið umgengst náttúruna af svo mikilli virðingu að það tekur ekki eitt einasta líf. Heggur ekki einu sinni lifandi hríslur til að brenna í ísköldum húsunum sínum, heldur fá þær að vaxa í friði. Það kyndir með dauðum kvistum og jakuxataði og slátrar engu heldur ræktar kartöflur og annað grænmeti sér til matar. Lífsbaráttan í þessu hrjóstruga og fallega umhverfi orkar sterkt á mig. Ég hlakka til núna um páskana, þá ætlum við að fara fyrstu ferðina á Inkaslóðir í Perú. Sambýli náttúru og manns á slíkum svæðum er alltaf heillandi.“ Í huganum sér maður fyrir sér heimskautafara og háfjallagarpa, veðurbarða og rúnum rista eftir fangbrögð við óblíða náttúru, en Leifur Örn er eins og sumardrengur á leið í sveit, að frátöldu skegginu. Hverju sætir það? Hann hlær. „Ég leit nú út eins og talibani bara í gær því bæði hár og skegg var orðið svo mikið en svo var ég  klipptur stutt. Kem ekki heim aftur fyrr en í lok nóvember og þessi snyrting á að duga þangað til. En ég tel að stress- leysið á fjöllum fari vel með mig. Þó að gönguferðir geti verið líkam- lega krefjandi þá eru þær í rauninni slökun í leiðinni. Það er gott að vera í aðstæðum þar sem maður er bara að takast á við daginn í dag og þarf ekki að hugsa um átján hluti í einu og vera með ótal margt á döfinni eins og í byggð.“ Leifur Örn er meðal reyndustu leiðsögumanna Íslands. Hann hefur farið á hæstu tinda allra heimsálfanna og flesta oft. Suður- póllinn kom við sögu fyrr í við- talinu, Norðurpólinn hefur hann sigrað líka. Þó leist honum ekki á blikuna. „Þegar ég flaug yfir ísinn á Norðurheimskautinu og sá hvernig þessa fljótandi íshellu rekur saman í hryggi og gliðnar sundur í sprungur þá hugsaði ég að þetta væri engum fært nema fuglinum fljúgandi – en svo gekk allt vel." Þú hefur greinilega dómgreindina og heppnina með þér. „Já, en maður má aldrei sýna and- varaleysi og hugsa að maður komist eitthvað á heppni eða fyrri afrekum, þá er hætta á mistökum. Ég er nátt- úrlega með gott GPS-tæki en glími við nýtt vandamál því skjárinn á því hefur minnkað og stafirnir líka! Það eru heilmikil viðbrigði að þurfa að byrja á að setja á sig gleraugu til að sjá á tækið, ég tala nú ekki um í vitlausu veðri, þegar maður hefur áður komist upp með að vinna úr aðstæðum jafnóðum. Það þýðir líka að maður verður að undirbúa sig betur áður en lagt er af stað.“ Með hóp á leið á Aconcagua, hæsta fjall Suður-Ameríku. Sérkennilegar snjóstrýtur, „Penitendes“, einkenna svæðið. Lítil sjoppa við göngustíg í Atlasfjöllum sem Leifur Örn gengur um í Marokkóferðunum. Fólk í þorpinu Sugapa í Papúa Nýju-Gíneu sem gengið er um á leið á Carstensz Pyramid, hæsta fjall Eyjaálfu. Litli drengurinn ber typpahlíf, að sið karlmanna svæðisins, þó hún sé reyndar ekki í réttum skorðum. Á leið á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Það er gott að vera í aðstæðum Þar sem maður er bara að takast á við daginn í dag og Þarf ekki að hugsa um átján hluti í einu. 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -4 F E 0 1 B 1 C -4 E A 4 1 B 1 C -4 D 6 8 1 B 1 C -4 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.