Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 32
Ma m m a f a n n til með fólki sem glímdi við kvíða, áhyggjur og vanlíðan – en kunni ekki
að rétta því hjálp nema með þeirri
aðferð sem hún sjálf hafði notað.
Henni þótti því ekkert sérstak-
lega athugavert við það að smygla
róandi lyfjum til Sonna á Litla-
Hrauni – eða að minnsta kosti lét
hún sig hafa það þegar hann grát-
bað um þau. En að því kom að hún
gat ekki staðið við loforð sitt um að
koma til hans lyfjum, hún treysti sér
ekki í heimsóknina sem búið var að
skipuleggja.
„Ég er eitthvað svo slöpp, komin
með bullandi mígreni og ég treysti
mér ekki til að fara á Litla-Hraun á
morgun.“
„En verður Sonny ekki svekktur –
ég var búin að lofa að lána honum
plötuna sem þið gáfuð mér í jólagjöf
og ég var líka búin að kaupa kol til
að teikna með.“
„Endilega farðu bara ein, Halla
… það er of seint fyrir greyið að
skrá einhvern annan í heimsókn
og ömurlegt fyrir hann ef enginn
kemur á heimsóknardegi.“
Ég samþykkti það enda hafði ég
oft farið með mömmu og ég var
farin að þekkja ferlið. Vanalega
fórum við með Akraborginni til
Reykjavíkur, þaðan sem við tókum
rútuna frá BSÍ á Litla-Hraun. Alltaf
vorum við með einhvern glaðning
með okkur, bækur, liti, pappír, sæl-
gæti eða annað sem hann hafði
beðið um.
„Ertu þá ekki til í að gera mér
greiða?“ spurði mamma.
„Hvað?“
„Ég var búin að lofa Sonna að fara
með róandi lyf til hans. Hann er
með svo mikinn kvíða þarna inni-
lokaður. Það er enginn geðlæknir og
sálfræðingurinn sést varla.“
Ég vissi ekki að þetta hefði
staðið til og mér þótti fyrirspurnin
óþægileg. Þegar ég svaraði engu hélt
mamma áfram:
„Hvernig á hann að geta komið til
baka betri maður þegar það er ekk-
ert gert fyrir hann?“
Það kom hik á mig og ég spurði
hvers vegna hann fengi ekki lyfin
í fangelsinu. „Þeir vilja ekki leyfa
honum það því þeir skilja ekki hvað
honum líður illa. Hann hefur alla
tíð glímt við kvíða og þegar hann er
verstur missir hann stjórn á sér og er
settur í einangrun sem hann hatar
og vítahringurinn verður enn verri.
Hann getur eiginlega ekki beðið
eftir þessu því hann er líka í skuld
við strák sem situr inni með honum
og hann er dauðhræddur við. Hann
er búinn að hóta að berja Sonna ef
hann borgar ekki með róandi.“
Mamma sótti appelsínugula
dós í veskið sitt sem innihélt litlar
hvítar töflur. Ég áttaði mig á því að
þetta væru Dísur, sem ekki einungis
mamma hafði brutt heldur hús-
mæður hér og þar um bæinn. Ég
vissi líka að þær voru misnotaðar af
fíklum og þóttu ágætis gjaldmiðill á
Litla-Hrauni. „Settu þetta inn á þig
því fangaverðirnir taka þetta af þér
ef þeir finna þær.“
Áður en ég fór að hátta undirbjó
ég hvernig ég gæti falið töflurnar
þannig að sem minnst færi fyrir
þeim. Ég hafði áhyggjur af því að
dósin væri of stór og að það heyrð-
ist of mikið í töflunum þegar þær
hristust í henni. Ég fór fram í eldhús
sótti hvítan kaffipoka sem ég setti
töflurnar í og braut upp á þannig
að þær dyttu ekki úr honum.
Morguninn eftir vaknaði ég
snemma til að ná Akraborginni
suður, klæddi mig og setti kaffi-
pokann með töflunum inn undir
nærbuxurnar. Hljómplötuna og
kolin geymdi ég í plastpoka og hélt
af stað.
Þegar ég kom í bæinn gekk ég frá
Akraborginni að BSÍ til að fara með
rútunni á Litla-Hraun. Farþegarnir
voru fáir, sumir að fara í Hvera-
gerði, aðrir á Selfoss og einhverjir á
Stokkseyri og Eyrarbakka.
Eftir því sem nær dró Litla-Hrauni
jukust áhyggjur mínar. Frá því að ég
mundi eftir mér hafði mamma pre-
dikað um mikilvægi þess að ég héldi
mig á beinu brautinni.
„Það er svo hrikalegur alkóhól-
ismi í fjölskyldunni að þú verður
að halda þig frá víni. Blóðfaðir þinn
var alki og þú sérð hvaða vand-
ræði strákarnir hafa komið sér í. Þú
verður að muna þrennt,“
sagði hún.
Þetta þrennt var að ég
mætti aldrei stela, ljúga og
nota vímuefni – sígarett-
ur og vín voru meðtalin.
Reglunum þremur ætti ég
að fylgja í blindni. Þar að
auki var sú meginregla í heiðri höfð
að ég væri ekki í slæmum félags-
skap. Ætti aldrei að leika við krakka
sem væru í einhverju rugli og reglu-
lega kom það upp að ég hætti að
sækja í vinkonur ef mér fannst þær
fara út af beinu brautinni. Í Svíþjóð
lokaði ég á fyrstu vinkonurnar sem
ég eignaðist þegar þær báðu mig
um að reykja með þeim. Á Akra-
nesi hætti ég að vera með nokkrum
góðum vinkonum þegar ég áttaði
mig á því að þær höfðu staðið í
búðarhnupli á meðan ég var inni
í búðinni með þeim en gerði mér
ekki grein fyrir því hvað
hafði verið í gangi fyrr en þær sýndu
mér þýfið fyrir utan búðina.
Smygl á læknadópi inn á Litla-
Hraun var því alls ekki í samræmi
við það hlutverk sem ég sinnti
innan fjölskyldunnar og þann vilja
sem ég hafði til að vera heiðarleg
og heilbrigð. Ég vissi að það væri
rangt og í raun mjög alvarlegt. Ef
upp um mig kæmist gæti ég lent í
hrikalegum vandræðum. Eyðilagt
svo margt sem ég var búin að hafa
mikið fyrir.
En hversu alvarlegt væri það ef
fangavörðurinn fyndi töfl-
urnar á mér? Myndi hann láta
nægja að taka þær af mér?
Yrði ég ákærð? Og gæti þetta
haft alvarlegar afleiðingar til
lengri tíma?
Rútan stoppaði fyrir fram-
an Litla-Hraun og ég gekk út
ásamt ungri konu. Við urðum
samferða að hliðinu þar sem
við gerðum vart við okkur í
dyrasíma. Eftir að við sögðum
til nafns og hverja við værum
að heimsækja opnaðist hliðið
og við fórum inn fyrir.
Þegar hliðið skall aftur með
látum hvolfdist óttinn yfir mig.
Skjálfandi á beinunum gekk
ég yfir opna svæðið að sjálfri
byggingunni, þar sem fangarnir
dvöldu. Ég fann fyrir hörðum
kaffipokanum sem nuddaðist
við húðina undir nærbuxunum
og skyndilega fannst mér skrjáfa
svo hátt í honum að það hlytu
allir að heyra.
Hjartað hamaðist, ég þornaði
upp í munninum, hendurnar
urðu ískaldar og ég gerði mér
grein fyrir að það færi ekki á milli
mála í augum fangavarðanna að
þarna færi dauðskelkuð 16 ára
stelpa.
Ég mjakaðist nær gestainngang-
inum þar sem ég vissi að gerð var
leit á gestum áður en þeir hittu
fangana. Dyrnar opnuðust, ég gekk
inn á Litla-Hraun og þung, kulda-
leg útidyrahurðin skall aftur með
látum.
Fangavörðurinn horfði alvarlegur
á mig og ég vissi að óöryggi mitt
myndi kalla fram grunsemdir en nú
var of seint að losa mig við töflurnar
og það eina sem ég gat gert var að
vona hið besta.“
Smyglaði
læknadópi
Halldór Valur Pálsson forstöðu-
maður á Litla Hrauni segir börn
sem koma í heimsókn á Litla-Hraun
ávallt á ábyrgð forráðamanna. Barn
komi aldrei eitt í heimsókn í dag og
því geti það ekki borið ábyrgð á því
sem það kemur með inn í fangelsið.
Tilvik þar sem aðstandandi barns
ber slíka ábyrgð hafa komið upp.
„Ef það kemur í ljós að aðstandandi
barns er staðinn að því að bera inn
í fangelsið eitthvað sem er ólöglegt
þegar barn er með í för er það að
sjálfsögðu tilkynnt til lögreglu og
barnaverndaryfirvalda. Slík tilvik
hafa komið upp. Þá eru börn fanga
oft yfir 18 ára og þá er tekið á því
í samvinnu við lögreglu,“ segir
Halldór Valur.
Hann segir að sér beri að skipu-
leggja aðstæður þannig að börn geti
komið með í heimsóknir og að þeim
sé sýnd nærgætni.
Fangi sem afpláni í opnu fangelsi
geti fengið heimsóknir frá fjölskyldu
eða vinum eigi sjaldnar en vikulega
ef aðstæður leyfa. Það teljist gagn-
legt í betrun hans.
„Forstöðumaður getur ákveðið
að heimsóknir tiltekinna manna fari
fram undir eftirliti starfsmanns,“
bendir hann á og tiltekur nánar að
það megi setja heimsóknum enn
þrengri skorður með góðum rök-
stuðningi.
Þá er heimilt að leita á þeim sem
heimsækja fanga og skoða það sem
farið er með til fanga. „Í lögunum
er reynt að gæta sem allra mest að
hagsmunum barnsins og er í raun
talsverð vinna fólgin í því að koma
með barn í heimsókn í fangelsi, sýna
fram á að viðkomandi sé forsjár aðili
eða hafa skriflegt samþykki for-
sjáraðila,“ segir Halldór Valur. – kbg
Smygl á dópi í fjölskylduheimsóknum á Litla-Hrauni
Bróðir Ásdísar Höllu sem nú er fallinn frá, Sonny, var vistaður á Litla-Hrauni. Hún heimsótti hann að beiðni móður sinnar.
Ef það kEmur í ljós að aðstandandi
barns Er staðinn að því að bEra inn í
fangElsið Eitthvað sEm Er ólöglEgt
þEgar barn Er mEð í för Er það að sjálfsögðu
tilkynnt til lögrEglu og barnarvErndaryfir-
valda. slík tilvik hafa komið upp.
Halldór Valur Pálsson,
forstöðumaður á Litla-Hrauni
smygl á læknadópi
inn á litla-hraun
var því alls Ekki í
samræmi við það
hlutvErk sEm ég
sinnti innan fjöl-
skyldunnar.
Ásdís Halla Bragadóttir skrifar
sögu sína og móður sinnar.
Bókin er gefin út af Veröld.
inn á
Litla-Hraun
Ásdís Halla Bragadóttir rekur sögu móður
sinnar, Sigríðar S. Hjelm ásamt sinni eigin í
nýrri bók, Tvísaga. Hér er birtur kafli úr bók
Ásdísar sem fjallar um heimsókn hennar til
bróður hennar heitins á Litla-Hraun.
2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r32 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
C
-2
8
6
0
1
B
1
C
-2
7
2
4
1
B
1
C
-2
5
E
8
1
B
1
C
-2
4
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K