Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 34
Fyrrverandi keppendur í Miss Grand Internat ional, fegurðarsamkeppninni sem Arna Ýr Jónsdóttir sagði sig frá á dögun­um,  hafa sett sig í sam­ band við hana og deilt með henni reynslu sinni af harðræði forseta keppninnar.  Ein þeirra er Anea Garcia frá Dóm­ iníska lýðveldinu. Hún var  krýnd sigurvegari í fyrra og var svipt titlin­ um í vor. Forráðamenn keppninnar greindu þá frá því að hún hefði ekki uppfyllt þær skyldur sem eru lagðar á herðar sigurvegara keppninnar. „Í fyrsta lagi var námið í veginum, það reyndist okkur mjög erfitt að skipuleggja viðburði með henni. Í þó nokkur skipti þurftum við að breyta tímasetningum viðburða, aflýsa þeim eða breyta,“ sagði Teresa Chaivisut, aðstoðarforseti keppninn­ ar, um ástæður þess að hún var svipt titlinum í viðtali við Fairfax Media síðasta vor. Missti heilsuna „Okkur var sagt að hún hefði verið dónaleg, frek og löt. Hún hefði gert of strangar kröfur og ekki lagt sig nægilega vel fram. Hún hefði brugð­ ist skyldum sínum sem sigurvegari í keppninni. Allir trúðu þessu, þar á meðal ég. Þangað til hún hafði sam­ band við mig,“ segir Arna Ýr. Frásögn Aneu Garcia af því hvern­ ig hún var svipt titlinum var allt önnur en forráðamenn keppninnar höfðu gefið út. „Hún sagði mér hvað hefði gerst í raun og veru. Hún hafði lagt mikið á sig við að grenna sig. Í marga mánuði hélt hún sér grannri vegna keppn­ innar. Þangað til hún gafst upp. Hún varð veik á líkama og sál og gat þetta bara ekki lengur. Varð óvinnufær og þunglynd. Hún fékk bara nóg og titillinn var tekinn af henni,“ segir Arna Ýr frá. „Fleiri keppendur höfðu samband við mig og vildu segja mér í trúnaði frá því að þær langaði til þess að segja sig frá keppninni. Þeir óskuðu sér þess að búa yfir sama kjarki og ég,“ segir hún. Ósvífin niðurlæging Anea Garcia sagði hug sinn á Insta­ gram­síðu sinni við mynd af Örnu Ýr. „Hún er glæsileg ekki satt? Frá konu til konu, takk fyrir að standa uppi í hárinu á aðstandendum keppninnar sem samþykkja ekki, virða ekki og skilja ekki fjölbreytni. Ég er viss um að þú ert ekki sú eina sem átt þessa reynslu þetta árið í Las Vegas. Á síð­ asta ári var ég ekki sú eina sem var kölluð fram fyrir framan fleiri en sjö­ tíu keppendur vegna galla. Og reyna svo að segja að keppendur biðji um ráð. Þetta eru ekki ráð, þetta er ósvíf­ in niðurlæging á konum sem hafa lagt hart að sér við að komast þangað sem þær eru. Mér finnst mikilvægt að elska sjálfa sig eins og maður er. Arna, þú gerir það og meira til. Þú ert fyrirmynd,“ sagði Anea. Arna Ýr hefur farið í ótalmörg við­ töl vegna þeirrar ákvörðunar að segja sig frá keppninni og lýst aðdraganda og eftirmálum af hreinskiptni. „Það sem stendur upp úr er hversu mik­ inn stuðning ég fékk. Ég bjóst aldrei við því. Ef einhver eftirmál verða þá veit ég að ég mun standa vel að vígi. Ég er tilbúin í fleiri slagi,“ segir hún. „Þá tek ég hann niður,“ segir hún og á þar við forseta keppninnar, Nawat Itsaragrisis. Gefur skít í fegurðina Hefur þessi reynsla breytt sýn henn­ ar á heim fegurðarsamkeppna þar sem áherslan er nú fyrst og fremst á útlit stelpna? „Já, svo sannarlega. Ég gef skít í fegurðina og útlitið.  Það virkar ekki í þessum heimi að vera sætur og mjór. Það sem skiptir máli er að vera sterkur. Hæfileiki minn í þessum keppnum er framkoma. Að halda ræður og kunna að höndla erfiðar aðstæður og vilja helga mig góðum málstað. Þess vegna hef ég tekið þátt, til að mynda í Miss World. Ég er ekki með dæmigert andlit eða líkama í staðlaða fegurðarsamkeppni og vil ekki láta einhverja karla setja viðmið um fegurð. Skilgreina mig og aðrar konur, segja mér hvað er fallegt og gott, dæma mig. Það er stærsta upp­ götvun mín eftir þessa reynslu,“ segir hún. Vigtaðar og dæmdar En eru þetta ekki úrelt fyrirbæri? „Jú. Margar þessara keppna eru börn síns tíma. Hafa ekki fylgt eftir nýjum tímum. Bara orðið fegurðar­ samkeppni segir okkur það. Eftir reynslu mína þá myndi ég ekki ráðleggja stelpum að fara í þessar gamal dags keppnir, bikiníkeppnir. Þar sem stelpur eru mældar, vigt­ aðar og dæmdar.  Í Miss World vorum við aldrei spurðar út í stærð eða þyngd en áherslan er á verð­ leika hverrar og einnar,“ segir hún og segist enn bera virðingu fyrir þeirri keppni.  Hún geti hins vegar ekki ráðlagt stelpum að hætta sér inn í þennan heim nema að kunna að setja sér mörk og vera með sjálfs­ virðinguna í lagi.   „Stelpur þurfa að standast þennan þrýsting. Hann er ekki bara vegna útlitsins heldur beinist gegn sjálfstæði okkar,“ segir hún og nefnir dæmi um það hvernig forseti keppninnar talaði við keppendur. „Ég sagði til dæmis frá því að fram­ tíðardraumur minn væri að eignast börn, halda heimili og verða farsæl. Hann hélt hins vegar ræðu um að ef við yrðum óléttar og giftum okkur, yrðum við leiðinlegar húsmæður. Það væri uppskrift að ömurlegu lífi. Lykillinn að góðu lífi væri falinn í því að við héldum okkur grönnum og fallegum,“ segir hún frá. Blekkingar „Starfsfólkið kom því svo til skila hvernig ég ætti að grenna mig. Ég ætti jafnvel að borða bara möndlur í staðinn fyrir heila máltíð. Mér fannst erfitt að horfa upp á suma keppendur samþykkja þessar aðferðir og sumar hvöttu mig til að taka ráðum hans. Það að hann væri að skipta sér af væri hrós. Það er auðvitað fáránlegt,“ bendir hún á. Hún segir stelpur þurfa að vara sig á öllum þeim sem hafa einhvern ávinning af því að halda keppnir sem þessar. „Hann kom fyrir sem algjör ljúflingur. Hann blekkti margar stelpur,“ segir hún og gefur dæmi um dæmigert samtal við keppanda. „Hann segir kannski: Þú ert rosalega falleg, ég er svakalega skotinn í þér. En það yrði enn betra og æðislegt ef þú gætir grennt þig.“ Nýr sigurvegari keppninnar var krýndur á sunnudag og Arna Ýr fylgdist með úr fjarlægð. Hún er hins vegar sjálf í engum vafa um það hver raunverulegur sigurvegari var. „Ég vann þessa keppni. Ég er sigur­ vegari.“ Niðurbrotnir keppendur Fyrrverandi Miss Grand International var svipt titlinum og niður- lægð af forráðamönnum keppninnar. Hún gafst upp að sögn Örnu Ýrar sem sagði sig frá sömu keppni á dögunum og segir fleiri niður- brotna keppendur hafa deilt reynslu sinni með sér. FréttaBlaðið/Hanna l Föstudaginn í síðustu viku fékk Arna Ýr þau skilaboð frá eiganda keppninnar, Nawat Itsaragrisis, að hún þyrfti að grenna sig vegna keppninnar. Starfsfólk keppninnar kom skilaboðunum til hennar. Arna Ýr átti að sleppa máltíðum, borða salat og drekka vatn á hverju kvöldi fram að keppni. l Arna Ýr sagði frá skilaboðunum á Snapchat og tilkynnti að hún ætlaði ekki að taka þátt ef hann ætlaði að standa við þau. l Á laugardag sagði Arna Ýr frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða og að hún ætlaði að taka þátt. l Á sunnudag greindi hún frá því að henni hefði verið skipað af eiganda keppninnar og fram- kvæmdastjóra að segja að um misskilning hefði verið að ræða. l María Lilja Þrastardóttir setti sig í samband við Örnu Ýri og bauðst til að aðstoða hana við að komast til Íslands. María bauð henni gist- ingu í Los Angeles og þaðan bauð WOW air henni flug til Íslands. l Eigandinn og framkvæmdastjór- inn reyndu að fá hana til að skipta um skoðun. Meðal annars með því að segja hana sigurstranglega og minna hana á verðlaunaféð, 4,5 milljónir íslenskra króna. l Á þriðjudag freistaði Arna Ýr þess að ná í vegabréf sitt til þess að komast til Íslands. Eigandi keppninnar fór fram á 350 þúsund íslenskar krónur í staðinn fyrir passann. Arna Ýr naut aðstoðar öryggisvarða við að ná í vega- bréfið og var tilbúin til þess að kalla til lögreglu. l Á miðvikudagsmorgun flaug Arna Ýr til Íslands. Atburðarásin Þetta eru ekki ráð, Þetta er ósvífin niður- læging á konum sem hafa lagt hart að sér Anea Garcia hún varð veik á líkama og sál og gat Þetta bara ekki lengur. varð óvinnufær og Þunglynd. 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r34 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -7 2 7 0 1 B 1 C -7 1 3 4 1 B 1 C -6 F F 8 1 B 1 C -6 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.