Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 40

Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 40
Foreldrar geta gert ýmislegt skemmtilegt með börnum sínum ef hugmyndaflugið og viljinn er fyrir hendi. Ingibjörg Eyfjörð Hólm- geirsdóttir fór að skoða ýmsar leiðir til að efla sjálfstraust, ein- beitingu, samhæfingu og fínhreyf- ingar hjá fjögurra ára syni sínum í gegnum föndur eftir að hún ákvað að hafa hann heima hálfan daginn á meðan hún væri í fæðingar orlofi og í leikskóla hinn helming dags- ins. „Ég komst að því að það er til heill hafsjór af skemmtilegum föndurverkefnum sem henta börn- um. Þau þurfa ekki alltaf að vera flókin eða dýr, við erum rosalega mikið fyrir það að nota bara það sem er til heima. Þá er líka gaman að efla ímyndunaraflið með því að þurfa að hugsa hvað hægt sé að nota mjólkurfernu í eða eldhús- rúlluna sem var að klárast,“ segir Ingibjörg. Fyrir stuttu föndruðu þau mæðgin sniðug dagaspjöld saman en þau eru að einbeita sér að litun- um og dögunum um þessar mund- ir. „Hólmgeir kann alveg dagana en hann á erfitt með að raða þeim í rétta röð og svo er skemmtilegt að hafa þetta litríkt. Hann á kork- töflu inni hjá sér svo nú get ég hengt spjald með viðeigandi degi á hverjum morgni hjá honum.“ Það sem þau notuðu voru þykk A4-blöð, en venjuleg duga, túss- litir og Artliner-penni, skæri og breitt límband. „Ég byrjaði á því að klippa niður sjö búta, einn fyrir hvern dag. Svo fékk Hólmgeir að velja lit á hvern dag, það eina sem ég stjórnaðist með var að hann veldi ekki of dökka liti svo ég gæti skrifað dagaheitið framan á.“ Hólmgeir fékk svo að lita öll spjöldin og þegar það var búið tók við að plasta pappírinn. „Ég notaði bara breitt límband, límdi yfir báðum megin og klippti svo í kringum. Við erum ofboðslega ánægð með útkomuna og hann hafði gaman af þessu sem er það sem skiptir mestu máli – og jú, vonandi líka að hann læri að fimmtudagur er ekki á eftir mánu- degi,“ segir Ingibjörg og brosir. Hún segir föndur geta verið áskorun fyrir litlu krílin á svo margan hátt, það reyni mikið á litla hugann þeirra að einbeita sér að einhverju einu og að þau vilji gera hlutina vel. „Með því að leyfa þeim að prófa sig áfram og reyna á hug- ann ýtum við undir sjálfstæði hjá þeim. Það er líka ákveðin áskorun fyrir okkur, að hoppa ekki beint í að hjálpa þeim um leið og þau rekast á hindrun heldur hvetja þau áfram í að gera sitt besta. Ekki reka á eftir þeim eða gera þetta að einhverju sem þau þurfa að gera eða verða að klára, þá verður þetta kvöð og þau hætta að hafa gaman af þessu.“ Hægt er að fylgjast með Ingi- björgu á mömmu- og lífsstílsblogg- inu www.oskubuska.is þar sem hún skrifar pistla. Gaman fyrir alla Hægt er að gera einfalt föndur úr efniviði sem til er á heimilinu. Ingibjörgu Eyfjörð Hólmgeirsdóttur finnst gaman að verja tíma með börnunum sínum og gera eitthvað skemmtilegt. Ég komst að því að það er til heill hafsjór af skemmtilegum föndurverkefnum sem henta börnum. Þau þurfa ekki alltaf að vera flókin eða dýr, við erum rosa- lega mikið fyrir það að nota bara það sem er til heima. Ingibjörg Eyfjörð Hólmgeirsdóttir fólk er kynninGarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 ingibjörgu og Hólmgeiri finnst gaman að leika sér saman. dagaspjöldin tilbúin. Þau eru einföld að gera en skemmtileg og fræðandi fyrir unga krakka. Hólmgeiri fannst gaman að fá að lita spjöldin og þurfa ekki að vanda sig við að halda sig innan lína eins og í litabók. Kjósum rétt NÝTT! FREYJU KARAMEL LU BRAGÐ 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -9 5 0 0 1 B 1 C -9 3 C 4 1 B 1 C -9 2 8 8 1 B 1 C -9 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.