Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 55
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 29. október 2016 11
Velferðarsvið
StuðningSfulltrúi – Íbúðakjarni Í grafarholti
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir starfsfólki í íbúðakjarna fyrir fimm einstaklinga með þroskahömlun og skyldar
raskanir. Áætlað er að íbúðakjarninn opni í desember n.k. Starfshlutfall er 40% - 100% í vaktavinnu.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arne Friðrik Karlsson, leiðandi forstöðumaður á velferðarsviði í síma 411-9007/861-6904
og tölvupósti: arne.fridrik.karlsson@reykjavik.is
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 12. nóvember n.k
Helstu verkefni og ábyrgð
• Að veita einstaklingsmiðaða aðstoð sem styrkir íbúa til
að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf bæði innan og utan
heimilis.
• Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar
virkni.
• Að eiga samstarf við íbúa, aðstandendur, fagaðila og aðra
starfsmenn.
• Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns og
teymisstjóra.
Hæfniskröfur
• Góð almenn menntun.
• Félagsliðamenntun eða sambærileg menntun æskileg.
• Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
• Íslenskukunnátta.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
• Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni
undir leiðsögn fagfólks.
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur
Reykjavíkurborgar.
• Gerð er krafa um bílpróf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í.
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
Spennandi starf hjá BM Vallá
Lagerstjóri á hellu- og
smáeiningalager á Breiðhöfða
• Viðkomandi þarf að vera með reynslu og réttindi
á lyftara (J)
• Viðkomandi þarf að vera reglusamur, stundvís,
skipulagður og duglegur til starfa
• Vinnutími frá kl. 8:00 – 17 yfir vetrartímann og
8:00 – 18 yfir sumartímabil, en oft er mikið að gera
yfir álagstímabil. Unnið er samkvæmt bónuskerfi.
• Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og gott
lag á mannlegum samskipum.
• Gott mötuneyti er á staðnum.
Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2016
Umsækendur sendi umsókn ásamt ferilskrá á
netfangið asbjorn@bmvalla.is
Löglærður
aðstoðarmaður dómara
Við Héraðsdóm Reykjavíkur er laus staða löglærðs
aðstoðarmanns dómara
Um er að ræða starf á grundvelli 17. gr. laga nr. 15/1998
um dómstóla. Til aðstoðar dómurum eru ráðnir lög-
fræðingar sem fullnægja skilyrðum 2.-6. tölul. 2.mgr. 12.
gr. sömu laga og starfa þeir á ábyrgð dómstjóra.
Nánari upplýsingar um starfsemi héraðsdómstólanna
má finna á vef dómstólanna, www.domstolar.is.
Helstu verkefni löglærðra aðstoðarmanna
eru eftirfarandi :
• Meðferð útivistarmála í eigin nafni, þ. á m. áritun
stefna og ritun dóma og úrskurða.
• Áritun sektarboða og aðfararbeiðna.
• Umsjón með reglulegu dómþingi í einkamálum,
gjaldþrotamálum og sakamálum.
• Frumskoðun sakamála, útgáfa fyrirkalls og
þingfesting máls.
• Ritun úrskurða / ákvarðana í eigin nafni í útburðar-
og innsetningarmálum og gjaldþrotamálum, sem
og úrskurða á grundvelli laga um skipti á dánarbúum,
enda sé vörnum ekki haldið uppi.
• Meðferð greiðsluaðlögunarmála og aðstoð við
dómara í ágreiningsmálum vegna slíkra mála.
• Meðferð sifjamála og vitnamála.
• Aðstoð við samningu dóma og úrskurða í almennum
einkamálum þar sem tekið er til varna, svo og aðstoð
við samningu úrskurða í ágreiningsmálum er varða
gjaldþrotaskipti, dánarbússkipti, sviptingu lögræðis,
aðfaragerðir, nauðungarsölu og þinglýsingar.
• Dómkvaðning matsmanna.
Aðstoðarmaður dómara þarf að búa yfir skipulags-
hæfileikum og vera sjálfstæður í starfi, ásamt því
að vera sveigjanlegur og sýna færni í mannlegum
samskiptum.
Laun eru í samræmi við ákvæði stofnanasamnings
Stéttarfélags lögfræðinga og dómstólaráðs.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum
innan dómskerfisins og geti hafið störf sem fyrst.
Ráðning er tímabundin til 5 ára með möguleika á
framlengingu einu sinni.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsóknir skulu gilda í allt að 6 mánuði.
Upplýsingar veitir Rannveig J. Haraldsdóttir,
rannveig@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til 14. nóvember n.k.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Spennandi
starf hjá Lyfju
Lyfsöluleyfishafi á Egilsstöðum
Við viljum ráða metnaðarfullan og sjálfstæðan lyfjafræðing í stöðu lyfsöluleyfishafa á Egilsstöðum.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
Lyfsöluleyfishafi ber faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðar,
annast daglegan rekstur og umsýslu og sér til þess að
unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi
í samræmi við þau rekstrarlegu markmið sem Lyfja setur.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
• Stjórnunarhæfileikar
• Rík þjónustulund og samskiptahæfni
• Áreiðanleiki og fagmennska
• Metnaður og skipulögð vinnubrögð
Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir metnaðarfulla lyfja-
fræðinga. Í boði er krefjandi og áhugavert starf á skemmtilegum
og líf legum vinnustað í rótgrónu bæjarfélagi á landsbyggðinni.
Afgreiðslutími lyfjaverslunarinnar er frá kl. 10–18 virka daga
og frá kl. 10–14 á laugardögum. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt
sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.
Nánari upplýsingar gefur Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri
í síma 5303800 eða svava@lyfja.is
www.hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
C
-7
C
5
0
1
B
1
C
-7
B
1
4
1
B
1
C
-7
9
D
8
1
B
1
C
-7
8
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K