Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 75

Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 75
 Þó við höfum stækk- að leggjum við enn áherslu á að halda ein- kennum og andrúmslofti minni fyrirtækja. F.v. eru þeir Kristinn Eiríksson, sviðsstjóri mannvirkjasviðs, Jakob Kristjánsson, sviðsstjóri öryggissviðs, Magnús Kristbergsson, framkvæmdastjóri Lotu, og Eymundur Sigurðsson, sviðsstjóri orkusviðs. Á myndina vantar Steinþór Óla Hilmarsson, sviðsstjóra stýrisviðs. Mynd/GVA Lota er til húsa í nýju og glæsilegu húsnæði við Guðríðarstíg 2-4. Mynd /GVA Hjá Lotu starfar samhentur hópur starfsmanna. Lögð er áhersla á að fólki Lotu líði vel og starfsandi sé góður. Fimm hressilegir menn taka á móti blaðamanni í nýjum húsakynnum Lotu við Guðríðarstíg 2-4 í Grafar- holti. „Við erum mjög ánægð með húsnæðið og staðsetninguna, hún liggur vel við umferð,“ segir Magn- ús Kristbergsson framkvæmda- stjóri og kynnir um leið hina við- mælendurna, þá Eymund Sigurðs- son, sviðsstjóra orkusviðs, Kristin Eiríksson, sviðsstjóra mannvirkja- sviðs, Steinþór Óla Hilmarsson, sviðsstjóra stýri sviðs, og Jakob Kristjánsson, sviðsstjóra öryggis- sviðs. Mikill styrkur í sameiningu „Jakob var áður framkvæmda- stjóri VSI,“ bendir Magnús á og Jakob upplýsir að VSI hafi verið þekkt fyrir faglega og óháða ráð- gjöf í öryggismálum í víðasta skilningi þess orðs. „VJI sérhæfði sig á hinn bóginn í verkfræði- og rekstrarráðgjöf, þá aðallega í raf- magns- og orkumálum,“ segir Kristinn. Þessi tvö fyrirtæki samein- uðust í eitt á síðasta ári. „Mark- miðið með sameiningu fyrirtækj- anna var að veita viðskiptavin- um aðgang að breiðari þekkingu og allri almennri verkfræðiþjón- ustu á einum stað,“ segir Eymund- ur. Steinþór áréttir að þrátt fyrir að fyrirtækið sé nú mun stærra en fyrir sameiningu verði áfram hald- ið í ákveðin einkenni minni fyrir- tækja. „Við viljum byggja á einföld- um boðskiptum, stuttum svartíma og persónulegri þjónustu,“ segir hann. Fjölmörg stór verkefni Með allan þann bakgrunn og reynslu sem kemur saman í Lotu, hafa viðfangsefnin verið fjölbreytt og krefjandi og þar kemur styrkur fyrirtækisins berlega í ljós. Þeir nefna nokkur af stórum spennandi verkefnum sem Lota hefur komið að undanfarið. „Þar má nefna nýja Landspít- alann en starfsmenn frá okkur eru í CORPUS hópnum sem hann- ar meðferðarkjarnann við Hring- braut. Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni og við sjáum um tvö verk- svið. Annars vegar hönnun á öllu rafkerfi spítalans og hins vegar sjáum við um brunahönnun,“ segir Magnús. Áskoranir í þessu verkefni eru margar, meðal annars að tvinna saman fjölmörg tæknikerfi sem þurfa að vera nútímaleg árið 2023 þegar áætlað er að spítalinn fari í rekstur og þau standist tímans tönn næstu 10-15 árin. „Þarna þarf líka að virkja starfsfólk spítalans til að horfa með okkur fram á við,“ segir Steinþór. Lota hefur einnig starfað við hönnun og byggingu gagnavera. „Við sjáum þá um allt ferlið, allt frá undirbúningi og þróunarvinnu, þar til sett er í gang,“ segir Eymundur og tekur fram að verkefnin í kring- um gagnaverin taki á öllum þáttum verkfræðinnar. Kristinn bendir á að afar áríðandi sé að hafa boðleið- ir stuttar og verkferla innanhúss skýra í slíkum verkefnum. Magnús nefnir fleiri verkefni sem Lota hefur komið að. „Við höfum unnið með fiskvinnslufyrir- tækjum, orkufyrirtækjum, fjár- málafyrirtækjum, arkitektum, byggingafyrirtækjum, opinberum stofnunum og í raun aðilum á flest- öllum sviðum samfélagsins. Öryggissviðið hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði ör- yggismála í gegnum árin, allt frá ráðgjöf varðandi einstök öryggis- mál upp í heildarúttektir á öryggis- málum fyrirtækja og stofnana og brunahönnun bygginga, segir Jakob. Fagþekking og framþróun Hugbúnaði á sviði verkfræðinnar hefur fleygt fram undanfarin ár og hjá Lotu er lögð rík áhersla á að fylgja þeirri framþróun. „Innan okkar raða stöndum við mjög vel þegar kemur að fagþekkingu og hagnýtingu þeirra forrita sem notuð eru í greininni. Þessi kunn- átta sparar oft flókna vinnu sem áður tók langan tíma eða var jafn- vel ekki möguleg. Við erum að tala um marglaga teikningar, gerð hermi- og þrívíddarlíkana, reikni- líkön og margt fleira,“ segir Magn- ús. Jakob tekur sem dæmi að öryggis sviðið noti brunahermi við störf sín. „Með honum getum við skoðað hvernig eldur hagar sér í tilteknum rýmum og hvernig reyk- ur dreifist. Þannig getum við gert ráðstafanir um hvernig best sé að koma reyk úr húsi. Þá er annar hugbúnaður sem snýr að rýmingu. Þar getum við séð hvernig best sé að standa að rýmingu miðað við húsnæði og starfsemi sem í því er,“ segir hann. Eymundur tekur svo dæmi um hugbúnað sem getur hermt eftir dreifikerfum raforku. Slíkt komi sér vel í starfi þeirra fyrir orku- fyrirtæki. Kristinn bætir við að kröf- ur viðskiptavina um framsetn- ingu séu einnig að aukast. „Menn vilja fá teikningar í þrívídd og sjá nákvæmlega hvernig hlutirnir muni líta út.“ Góður starfsandi í samhentum hópi Við sitjum í einu fundarherbergj- anna á skrifstofum Lotu sem eru bæði bjartar og rúmgóðar. „Við leggjum áherslu á að fólki líði vel, starfsandi sé góður og gaman sé í vinnunni,“ segir Eymundur og bætir við að hjá Lotu starfi sam- hentur hópur fólks með víðtæka menntun og þekkingu. „Við erum að nálgast sextíu manns, en þó við höfum stækk- að umtalsvert leggjum við enn áherslu á það innanhúss að halda einkennum og andrúmslofti minni fyrirtækja. Það þýðir að viðskipta- vinir okkar fá áfram jákvætt og persónulegt viðmót með greiðari aðgangi að lausnunum. Við vilj- um alls ekki verða þunglamalegt fyrir tæki. Við viljum geta brugð- ist skjótt við og unnið verkin hratt og vel,“ segir Magnús. Eftir gott kaffi og fróðlegt spjall kvaddi blaðamaður þá félaga, margs fróðari um tilgang og ásetn- ing Lotu, þessa spennandi fyrir- tækis sem á bjarta framtíð. Öflugt þekkingarfyrirtæki með jákvæðar áherslur Lota varð til á síðasta ári við sameiningu tveggja rótgróinna fyrirtækja, Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar (VJI) sem starfað hefur frá 1960, og VSI, öryggishönnunar og ráðgjafar, sem á sér farsæla sögu. Við sameiningu varð til öflugt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í verkfræði-, öryggis- og rekstrarráðgjöf ásamt verkefnastjórnun, áfram er lögð áhersla á persónulega og snarpa þjónustu og stuttar boðleiðir. Kynningarblað VErKFræði oG ArKitEKtúr 29. október 2016 5 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -9 9 F 0 1 B 1 C -9 8 B 4 1 B 1 C -9 7 7 8 1 B 1 C -9 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.